Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 20.04.1983, Blaðsíða 1
Hraðfrystihúsið komið aftur Sl. mánudagsmorgun fór Hraðfrystihús Keflavíkur hf. loks aftur í gang, en þá land- aði b.v. Aðalvík hér heima 130 tonnum af karfa og er það fyrsta löndun skipsins hér heima síðan nokkru fyrir áramót. B.v. Bergvík seldi afla sinn erlendis fyrir helgi, en mun síðan landa her heima úr næstu veiði- ferð. Af þessu tilefni og til að fá nánari fréttir höfðum við samband við Guðmund Mariasson, framkvæmda- stjóra H.K. Sagði hann að fyrirtækið færi nú af stað vegna loforða um 7 milljón króna lánveitinga úr opin- berum sjóðum. Þó þetta væru nokkrar milljónir, nægði þetta engan veginn eitt sér til þeirra aögerða sem gera þyrfti við húsið og rétta hag fyrirtækisins. Varðandi tæknivanda þann sem fyrirtækið væri í sagði Guðmundur að verið væri að fullgera tillögur um úrbætur á vinnslunni og væri verið að vinna að því að koma því í framkvæmd. Fyrirgreiðsla þessi væri fyrst og fremst ætlað til þess og væri því notuð sem slík. Blaðinu lék forvitni á að vita í hvaðaformi þessi fyrir- greiðsla væri, þvi nokkuð hefur borið á því að fólk úti í bæ hefur talið að verið væri að gefa fyrirfram vonlausu fyrirtæki 7 milljónir króna að gjöf úr opinberum sjóð- um. Við athugun okkar kom fram, að hér er hvorki um í gang gjöf né styrk að ræða, heldurerhérum rándýrtlán að ræða, lán sem þarf að endurgreiða með lánskjara- vísitölu og 2% vöxtum, þannig að miðað við efna- hagsástandið í dag er hér um að ræða lán með um 80-90% vöxtum. Lán, sem er háð þeim skilyrðum að vera notað í úrbætur á vinnslurásinni. Þannig aðef vel tekst til varðandi þessar úrbætur ætti nýting hráefn- is að aukast og þar með rekstrarafkoma hússins, sem hlýtur að þýða meiri og betri atvinnu, sem svo sann- arlega veitir ekki af. - epj. GLÓÐIN - Nýr matsölustaður opnar í Keflavík Hitaveitan hafnar áskorun Vatnsleysustrandarhrepps Vatnsleysustrandar- hreppur hefur sent stjórn Hitaveitu Suðurnesja áskorun um að HS hefji sem allra fyrst framkvæmdir við lagningu hitaveitu inn á Strönd, þ.e. milli Brunna- staðahverfis og Stóru- Vatnsleysu. Stjórn HS treystirsérekki til að taka afstöðu til máls- ins nú, en óskar eftirskipu- lagshugmyndum eða spám um byggðaþróun á þessu svæði, ef til eru, frá sveitar- stjórn. - epj. Það fór aldrei svo aö við fengjum ekki góðan veit- inga- og matsölustað hér í Keflavík, þó biðin hafi veriö ansi löng. Axel Jónsson, hinn góð- kunni kokkur sem rekið hefur Veisluþjónustuna í nokkur ár, er eigandi hins nýj veitingastaðar sem er staðsettur að Hafnargötu 62 og bernafnið ,,GLÓÐIN“. Ylræktaver í Vogum fær ekki orku Helgi K. Jóhannsson, Garðabæ, hefur sent fyrir- spurn til Hitaveitu Suður- nesja varðandi möguleika á kaupum á heitu vatni til yl- ræktarvers í Vogum. Að teknu tilliti til núver- andi flutningsgetu aðveitu- æðarog þegargerðrasamn inga um orkusölu, hefur stjórn Hitaveitu Suðurnesja ekki séð sér fært að selja orku til ylræktarvers á um- ræddu svæöi. Hins vegar er stjórnin fús til viðræðna um slíka sölu í nálægð við orkuverið. - epj. BRYGGJUSPJALL Þarna mun vera hægt að fá mat frá morgni til kvölds og einnig mun saladbar og súpa verða á boðstólum, eins og vinsælt þykir á betri matsölustöðum, og hinir ýmsu réttir sem ekki verða taldir upp hér. Axel mun áfram reka Veisluþjónustuna og sjá um veislumat fyrir fólk og félög eins og hann hefur gert hingað til. Víkur-fréttir óska Axel til hamingju með staðinn og velfarnaðar í framtíðinni. pket. ÞöKKum Suóurnesja- mönnum fyrir sam- starfið i vetur og vonum jafnframt að sumarið fari að Koma. Gleöilegt sumar! VÍKUR-fréttir Uppskipun á ormafiskinum í Keflavík Skipaafgreiðslunni hrósað Ljosm pket j Orma/iskinum skipað i land. Um sl. helgi stóð yfir i Keflavikurhöfn uppskipun á 1200 tonnum af saltfiski úr m.s. Suðurlandi, sem eins og kunnugt eraf fréttum var snúið frá Portúgal vegna selorms í fiskinum. Að sögn Magnúsar Andr- éssonar hjá SÍF, var rúmum 700 tonnum ekið til 8 verk- unarstöðva hér á Suður- nesjum, en afganginum var ekið til Hafnarfjarðar. Á- stæðan fyrir skiptingu þessari var að sá fiskur sem dreift var milli stöðvanna hér var af 1„ 2. og 3. gæða- flokki, stórfiskur og milli- fiskur, sem hentar vel fyrir þurrfiskmarkaði sem góð vara. En það sem sent var í Hafnarfjörð var smáfiskur og 4. flokks fiskursem hag- kvæmara þótti að færi í endurmat fyrir Portúgal- markað og senda aftur út með næsta skipi sem blaut- fisk. Um uppskipunina í Kefla- víkurhöfn sagði Magnús: „Þetta gekk virkilega vel og miklu betur en við höfðum þorað að vona, og erum við mjög ánægðir með þá þjón- ustu sem við fengum þarna. Það er því full ástæða til að hæla þeim heimamönnum." Þá sagði Magnús: ,Úr því að til þessa þurfti að koma, þá held ég að þetta Framh. á 14. siðu Hroð handtök við uppskipun.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.