Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 20.04.1983, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Miövikudagur 20. apræl 1983 7 UMSJÓN: RAGNAR SÆVARSSON PLÖTUR: O.M.D. Dazzle Ships - Virgin V2261 Verslunin Sproti opnaöi á föstudaginn var verslun við Hafnargötu 54 I Keflavik, þar sem Sportvörubúðin var áður til húsa. Eigendur Sprota eru þeir feðgar Halldór Brynjólfs- son og Ólafur Halldórsson. Á þessari nýju plötu O.M.D. er vart mikilla breyt- inga frá fyrri plötum þeirra. Hafa þeir blandað inn í lög- in ýmsum torkennilegum effectum t.a.m. þokulúðri og emnig nota þeir speak and spell tölvu í viðlagi eins lagsins. Þessi nýbreytni er efa- laust til þess ætluö að brjót- ast frá hinni silkimjúku stefnu sem O.M.D. aðhyllt- ist í byrjun (vel heppnuð tilraun það). Sé litiö á plötuna í heild kemur hún vel út og ættu sæmilega nýjungaglaðir O.M.D.-aðdáendur að get- að vel við unað. SPANDAUBALLET True - Reformation CDL 1403 Þó að plötur Journeys to Glory og Diamond hafi verið mjög góðar er ekki Verslunin mun hafa á boö- stólum sportvörur af ýmsu tagi, s.s. skó, fatnað og ýmislegt fleira. Verslunar-/ stjóri er Ólafur Júlíusson. Á meðfylgjandi mynd eru þeir félagar Óli Júl., Ólafur H. og Halldór. - pket. hægt að segja annaö en að platan ,,True“ sé punktur- inn yfir i-ið. Þessi nýja plata Spandau Ballet kemur svo sannar- lega mjög á óvart. Það er varlasáhlutursemekki hef- ur breytt um svip. Ekki er þar meö sagt að S.B. hafi farið aftur, þvert á móti hefur breytingin orðið á betri veginn. Tónlistin er mjög vönduö og ekki skemmir söngvar- inn Tony Hadley góða út- komu. Litli bikarinn: ÍBK - Haukar á morgun kl. 14 Litla bikarkeppnin er nú komin af stað og hafa 2 leikir þegar verið leiknir. (BK lék um síðustu helgi og vann sigur á Breiðablik 1:0. Á morgun, fimmtudag, leika þeir við Hauka kl 14 og svo við Skagamenn á laugardaginn kl. 14. Það verður fróðlegt að fylgjast með (BK-liðinu í fyrstu alvöruleikjum sum- arsins. - pket. Þakkir í bundnu máli Á fundi bæjarstjórnar Njarðvíkur 17. marz sl. var lagt fram bréf frá Guð- mundi Finnbogasyni, Hvoli, sem var svohljóðandi: Basjarstjórn Njarövíkur, þakka skal þér, þú hefur fasteignagjöldin hjá mér fellt niður álögð að fullu með dáö. Farsæld og kveðjur í lengd og í bráð. epj. PUNKTAR.... Út er komin i Bretlandi (væntanleg til íslandsinnan skamms) ný plata með Marianne Faithful. Hefur hún valdið tónlistarunn- endum miklum vonbrigðum vegna dauflegs yfirbragðs. Orðrétt var sagt um plöt- una í blaöinu Melody Maker: „Þetta er sama sorglega platan, sem hún hefurverið að vinna að síðan 1974, sama sorglega sagan um sama sorglega lífið." Hljómsveitin A Flock of Seagulls unnu fyrir skömmu Grammy-verð- launin fyrir besta instru- mental (einungis leikið) lag ársins 1982. Að verðlauna- afhendingu lokinni tók svo við geysimikið hljómleika- ferðalag um Bretland sem standa mun fram f maí. Hugsanlegt er að eftir það muni þeir kapparsækja Evrópulöndin heim en ekki er nú útséð um þaö ennþá. R.S. glugga- og hurðaverksmiðja NJARÐVÍK - Sími 1601 NÝTT! - NÝTT! Ný Monsusending Monsu barm-merki Snyrtisdót Þvottavél Eldhús Uppþvottavél Teygjur og spennur Monsur frá kr. 150 Náttfot frá kr. 175 - Verið velkomin - NEPAL Hafnargötu 26 - Keflavík Verslunin SPROTI sf. SUÐURNESJAMENN! □ Hvernig tryggjum við best að Suðurnesjamaður nái kjöri til Alþingis? □ Alþýðuflokkurinn er klofinn og því er Suðurnesjamað- urinn hjá þeim vonlaus. □ Alþýðubandalaginu mun trúlega ekki takast að fjölga þingmönnum sínum í kjördæminu. □ Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki fram Suðurnesja- mann. □ Eini raunhæfi möguleikinn til þess að rödd Suðurnesja heyrist á Alþingi, er því að kjósa Jóhann Einvarðsson. □ Tryggjum Jóhanni áframhaldandi setu á Alþingi. □ KJÓSUM B-LISTANN! AUGLÝSING

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.