Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.1983, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 20.04.1983, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Miðvikudagur 20. apríl 1983 15 Spjall við Matthías Á. Mathiesen ,,Það hefur verið vinstri stjórnarstefna i landinu í samfellt 4'Æ ár. Það er lengri tími en nokkru sinni fyrrfrá stofnun lýðveldisins. Það kemur því engum á óvart að nú sé í meiraóefni komiðen fyrr þegar vinstri stefna hefur ráðið hér ríkjum. Ekk- ert áhlaupaverk verður að snúa dæminu við, svo illaer fyrir okkur komið nánast á öllum sviðum þjóðlífsins," sagði Matthias Á. Mathie- sen alþingismaður, 1. maður á lista Sjálfstæðis- manna í Reykjaneskjör- dæmi. ..Ævinlega hafa það verið Sjálfstæðismenn sem hafa bjargað málunum og mátt reisa úr rústum efnahags- og atvinnumál þjóðarinnar. Ég trúi því að sagan muni endurtaka sig nú og erum við óhræddir við að takast á við vandamálin, enda þótt þau séu mun hrikalegri en fyrr. Undan því munum við ekki skorast, veiti kjósendur okkur traust til þess.“ Matthías sagði að byggð- arlögin í Reykjaneskjör- dæmi hefðu hvað harðast orðið fyrir barðinu á vinstri stefnunno. Víða jaðraði við atvinnuleysi, og fjöldi fyrir- tækja væru orðin verkefna- lítil og sum beinlínis skorti verkefni. Greiðsluerfiðleik- ar væru miklir og margir að þrotum komnir. ,,Það er skiljanlegt að svona sé komið, þegar sjávarútvegurinn, undir- stöðuatvinnugrein þjóðfé- lagsins, hefur enga rekstr- armöguleika haft í tæp 15 ár og afkoma fyrirtækja allan vinstri stefnutímann nán- ast hörmuleg. Vinstri stefna stjórnvalda leiðir ævinlega til slíkrar útkomu og því verri sem lengra líður. Það dylst engum í dag, að afar dökkleitt er framundan. Ég er viss um að mikill meirihluti þjóðarinnar er þeirrar skoðunar og nú verður að spyrna við fótum svo ekki verði haldið áfram á sömu braut; - skattheimtu - erlendrar lántöku - aukinna ríkisumsvifa - óðaverðbólgu. Við Sjálfstæðismenn ósk- um eftir stuðningi til þess að taka forystuna í þjóðmál- unum og snúa frá þeirri leið sem farin hefur verið - FRÁ UPPLAUSN - TIL ÁBYRGÐAR. Vandamálin eru geigvæn- leg og verða ekki leyst á skömmum tíma. Lausn þeirra krefst samstillts átaks allrar þjóðarinnar og óþolinmæði má ekki skemma fyrir því að árang- ur náist. Við munum ráðast gegn verðbólgunni - vinstri verð- bólgunni - sem rekja má til myndunar vinstri stjórnar- innar 1971 og hefur síöan verið okkarerfiðasta vanda- mál til lausnar. Þegar Sjálfstæðismenn höfðu stjórnarforystu 1974-1978 tókst þó að ná verðbólgunni nokkuð niður, en það var allt unnið fyrir gýg. Þegar vinstri stefnan náði aftur völdum í sept. 1978 með slagorðum eins og „samn- ingana í gildi", „niöurtaln- ingin leysir vandann" og „fækkum möppudýrunum" tókst þeim að eyðileggja þann árangur sem náðst hafði. Við blasa nú bruna- rústir vinstri stefnu, eftir nærri fimm ára valdatíma," sagði Matthias. „Sjálfstæðismenn leggja í þessum kosningum megin áherslu á eftirfarandi atriði og telja það valkost kjós- enda gegn áframhaldandi óstjórn. • Að skapaður verði á ný rekstrargrundvöllur fyrir at- vinnurekstur landsmanna. Horfið verði frá þeirri tap- rekstrarstefnu stjórnvalda sem haldin hefur verið síðan vinstri stjórn Fram- sóknar, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks tók við völdum í sept. 1978 og leitt til þess öngþveitis sem nú er hjá atvinnufyrirtækjun- um. • Að aftur verði horfið að því að nýta orku landsins til uppbyggingar á nýjum iðnaðarfyrirtækjum og sveigt af þeirri niðurrifs- sveiflu sem núverandi iðnaðarráðherra hefur beitt sér fyrir. • Að afkomu heimilanna verði bætt með breyttri stefnu í skattamálum þar sem almennar launatekjur verði skattfrjálsar, eigna- skattur af íbúðum lækkað- ur og skattbyrði heimila gerð hin sama af sömu tekj- um án tillits til þess hvernig hjón skipta með sér tekju- öfluninni. • Að skapa ungu fólki tæki- færi til þessaðeignasteigin íbúð með viðráðanlegum greiðslukjörum. Á 5 ára tímabili verði lánsupphæð- in færð í 80% af kostnaðar- verði venjulegrar íbúðarog lánstími 42 ár með sérstök- um kjörum. • Að í utanríkismálum verði í senn tekið mið af brýnum hagsmunum íslands, nauð- syn samvinnu við aðrar þjóðir og baráttu fyrir friði, mannréttindum og frelsi þjóða og einstaklinga til þess að ráða málum sínum án íhlutunar ann- arra," sagði Matthías Á. Mathiesen að lokum. Samkeppni Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur ákveðið að efna til samkeppni um gerð byggðarmerkis fyrir Vatnsleysu- strandarhrepps. Verðlaun fyrir bestu tillögu eru kr. 6.000. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er. Tillögur skulu berast undirrituðum fyrir 16. maí n.k. Nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi. Vogum, 12. apríl 1983. Sveitarstjórinn Vatnsleysustrandarhreppi Auglýsing Á lóð bifreiðaeftirlitsins í Keflavík að Iða- völlum 4, eru þrír bílgarmar (Citroen DS, Cortina og Opel Record). Eru eigendur þeirra beðnir að fjarlægja þá fyrir 25. apríl n.k. Að öðrum kosti verður þeim ráðstafað án ábyrgðar embættisins. Lögreglustjórinn í Keflavík. 11. apríl 1983. Jón Eysteinsson Auglýsingasíminn er 1717 Iðnsveinafélag Suðurnesja ORLOFSHÚS Frá og með 25. 4. til 6. 5. 1983 verður tekið á móti umsóknum um dvöl í orlofshús um félagsins. Nýtt hús í Húsafelli Nýtt hús í Þrastarskógi Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif stofu félagsins að Tjarnargötu 7, Keflavík. Vikuleiga skal greidd við úthlutun, eða í síðasta lagi 31. 5. 1983, eftir það verða ógreiddar umsóknir ekki í gildi. Stjórnin Óskum eftir að taka á leigu frá 1. júlí n.k. 3ja - 4ra herbergja íbúð í Njarðvík eða Keflavík, fyrir starfsmann okkar. Upplýsingar í síma 2844 Skipasmíðastöö Njarðvíkur hf. SUÐURNESJABÚAR! AÐALSTÖÐIN AUGLÝSIR NÝJA ÞJÓNUSTUIIII SENDIBÍLAÞJÓNUSTU AÐALSENDIBÍLAÞJÓNUSTAN ÁVALLT TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚIN. SÍMI 1515 PARHÚS Til sölu PARHÚS í smíðum við Norðurvelli, til afhendingar 1. júlí 1983, fokheld. Stærð 157 ferm. með bílskúr. Gott útlit og hag- kvæm herbergjaskipan. Upplýsingar um verð, frágang og fleira í síma 2336, hjá byggingaraðila. ALEXANDER JÓHANNESSON TILBOÐ ÓSKAST í MÁLNINGU fjölbýlishússins að Hringbraut 70 - 72 í Keflavík. Upplýsingar gefur Óli í síma 3672 Ellert Eiríksson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.