Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 1
Dapri vertíð að Ijúka Nú er farið aö styttast í lok einnarþeirrarlélegustu ver- tíðar sem komið hefur. Afla- brögð hér eru mjög léleg með þó örfáum undantekn- ingum, þ.e. einn og einn bátur nær einni sæmilegri veiðiferð, en yfir heildina er dauft í mönnum hljóðið. Dæmi um það hve afli hefur verið lélegur, þá hafa línubátar með 90 bjóð kom- ist ofan í 850 kg og hjá neta- bátum hafa komið þau dæmi að aðeins einn fiskur hefur verið í trossu og al- gengt þetta 2-3. Enda er nú svo komið að útgerðarmenn eru farnir að kvíða framtíðinni og nokkr- ir hafa verið að athuga þenn möguleika að selja burt skip sín og þá ýmist hætta alveg eða fá minni skip. Nokkrir bátar eru hættir á netum og þá ýmist farið á troll eða bíða og sjá hvað setur, og sama má segja með línubátana, enda ekk- ert annað að gera þegar bátar eru kannski almennt að koma með tæp tvö tonn eftir þrjár nætur. Einu undantekningarnar frá þessu sem einhverju nemur var sl. laugardag, en þá landaði Keflvíkingur í Njarðvík 9 tonnum og Happasæll GK 20 tonnum. Afli Happasæls GK var að- allega steinbítur sem hann fékk fyrir vestan, en hjá Keflvíkingi var það aðallega þorskur. Þá var Freyjan með 6 tonn en þessir prír bátar eru allir á línu. Var það samdóma álit þeirra Þórhalls Helgasonar á hafnarvigtinni í Keflavík og Jóns JúlíussonaríSand- gerði, að nú færi óðum að styttast í vertíðarlok, enda sjálfhætt þegar lítið eða ekkert fiskast. - epj. Langþráður draumur Suðurnesjamanna rætist: Veitingahúsið „GLÓÐIN" opnaði á sumardaginn fyrsta Sá langþráði draumur okkar Keflvíkinga og Suð- urnesjamanna, að eignast virkilega góðan og glæsi- legan veitingastað, rættist i síðustu viku, nánartiltekiðá sumardaginn fyrsta, og má segja að það hafi verið kær- komin sumargjöf fyrir Suð- urnesjabúa, er veitinga- húsið GLÓÐIN opnaði að Hafnargötu 62, þar sem áð- ur var „Skemma" Kaupfé- lagsins. Eins og flestir nú eflaust vita er eigandi Glóðarinnar Axel Jónsson, en hann hefur undanfarin ár rekið Veisluþjónustuna og mun gera það áfram samhliða Glóðinni. Glóðin verður opin alla íbúðir aldraðra: 60 - 70 á biðlista Sl. sumarvargerður verk- samningur við Hjalta Guð- mundsson umframkvæmd- ir við hús aldraðra við Suð- urgötu 15-17 í Keflavík. Framkvæmdir hafa legið niðri í vetur en eru nú aftur að hefjast og að sögn for- manns bygginganefndar, Guðjóns Stefánssonar, er reiknað með þvi að húsinu verði skilað fokheldu á þessu sumri 3S<j^yfb§ Um frekari framkvæmdir á þeirra vegum sagði Guð- jón: ,,Það er mér nokkurt áhyggjuefni, að íbúðirnar í húsi Hilmars Hafsteinsson- ar úti á Birkiteig skuli ekki seljast betur, því þar á að vera öll sama þjónusta og á Suðurgötunni og þær íbúðir eru mjög góðar og ívið stærri en á Suðurgöt- unni. Ef þessar íbúðir seljast ekki fljótlega til aldraðra, þá hef ég áhyggjuraf þvíaðvið missum þær til annarra, og það væri mikill skaði fyrir íbúöamál aldraöra, því leigu íbúðir verða ekki byggðar á næstunni. Nú eru milli 60og 70 manns á biðlista eftir íbúöum og á Suðurgötunni eru aðeins 12 íbúðirí bygg- ingu, þannig að Ijóst er að ekki verður hægt að veita öllum. Því ítrekaégáhyggju efni mitt, að ef mál þróast ekki strax út í það að aldr- aðir kaupi íbúðir Hilmars Hafsteinssonar, verði erfitt að fullnægja eftirspurn eftir frekari íbúðum, því Ijóst er að ekki verður ráðist út í frekari byggingar á næst- unni," sagði Guðjón að lok- um. - epj. daga frá morgni til kvölds og matseðillinn er mjög fjölbreytturog erígangiall- an daginn. Því er skemmst frá að segja, að viðtökurnar sem staðurinn hefur fengið frá þvf hann opnaði fyrir viku síðan hafa verið mjög góðar og von að svo verði áfram. Suðurnesjamenn geta nú hugsað sér gott til glóðar- innar og þá er ekkert annað en að skella sér á Glóðina. Sjá nánar inni í blaðinu myndir frá opnunarathöfn- inni sem haldin var hátið- lega á síðasta vetrardag. pket. Gott ástand á rækju- miðunum við Eldey Hafrannsóknarstofnunin hef ur nýlega kannað ástand Veitingahúsió Glóöin rækjumiðanna við Eldey og kom út úr könnun þessari, að ástand rækjumiða er gott. Rækja veiddist á allstóru svæði allt frá 67 faðma dýpi niður á 88 faðma. Mest fékkst á bilinu frá 70 til 76 föðmum og er það í sam- ræmi viö reynslu undanfar- inna ára. Það sem helst var athygl- isvert í könnun þessari var að mjög lítill fiskur fékkst í trollið, t.d. sjaldnast meira en einn þorskur í hali eftir þriggja tíma tog. - epj. Ljósm.: pket. Skrúðganga á sumardaginn fyrsta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.