Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 28. apríl 1983 13 NÝ HLJÓMSVEIT f KEFLAVÍK CODA Það hefur ekki farið fram- hjá mörgum að sitthvaö er um að vera í gömlu lögreglu stöðinni við Hafnargötu. Eitt af þvferu reglulegaræf- ingar hljómsveitarinnar CODA. CODA er 6 manna hljómsveit og eru allir með- limir hennar héðan úr Keflavík. Stutt er síðan að þeir félagar í CODA komu fyrst fram opinberlega og þótti þeim bara takast vel upp. Hljómsveitina skipa þeir Elvar Gottskálksson - bassi, Baldur Þórir Guðmundsson hljómborð og gítar, Baldur Baldursson - synthesiser, Eðvarð Vilhjálmsson - trommur, Vianir Daðason - söngur og Oskar Nikulás- son gítar og alherjarraddir. Umsjónarmaður Popp- hornsins tók þá félaga tali fyrir stuttu og ereftirfarandi árangur þess. ENGINN NÝR f BRANSANUM. Allir höfum við sýslað eitthvað við tónlist i meira eða minna mæli áður en þessi hljómsveitvarðtil. Ber þar helst að nefna þá Balla, Óskar og Edda sem allir voru í hljómsveitinni BOX á sínum tíma. Voru þeir allir með á fyrstu plötu Boxsins. Síðan hætti Eddi en Balli og Óskar ásamt Siguröi Sæv- ars störfuðu áfram í Box og gáfu þeir út aðra plötu sem fékk ágætis viðtökur. Ekki höfum við hinir setið aðgerðalausir því allir höfum við starfað í hinum og þessum smærri hljóm- sveitum. HVERNIG CODA VARÐ TIL. Við sáum fram á það að ef við ætluðum að haldaáfram að spila hver í sínu horni þá endaði það með ósköpum. Einfaldlega vegna þess að hljóðfæri eru dýr og maður fær ekki borgað fyrir að spila fyrir sjálfan sig. Þá kom hugmyndin að stofna danshljómsveit. Það var einnig orðið vont að spila alltaf sömu tónlist- ina árið út og árið inn. Það að spila á böllum er fjöl- breytt og má segja að það víkki sjóndeildarhringinn. Balli segir líka aö „fyrir tón- listarlegan þroska sé bara ágætt að standa í svona rugli". Nafnið CODA varð fyrir valinu vegna þess að það er eina 4 stafa orðið sem er ekki gróft. FRÁ KEFLAVÍK TIL LANDSFRÆGÐAR. Við höfum fengið mjög góðar undirtektir, satt að segja miklu betri en við nokkurn tíma þorðum að vonast eftir. Var þar okkar fyrsta ball alveg frábært en það varárshátíð Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Við stefnum eindregið að því að eftir nokkur böll hér heima förum við í bæinn og reynum undirtektir þar. Ef það svo tekst vel er ekkert eftir annað en að skella sér út á land. Næst á dagskránni hjá okkurersvakalegtstuðball í Stapa nú um helgina en að því loknu hugsum við okkar gang og sjáum svo hvað setur. Sennilega spilum við á 2-3 böllum hérna heima áður en við förum í bæinn. KOSTNAÐURINN MIKILL. Það gefur auga leið að stærri áheyrendahópur kallar á betri hljóöfæri en þau kalla á meiri pening. Allur ágóði af fyrstu böllum okkar fer beint í kaup á nýj- um hljóðfærum. Flestirball- staðir borga flutnings- kostnað hljómsveitanna sem hjá þeim spila svo að það er kostnaðarlaus liður fyrir okkur, annars borgaði sig heldur ekki að vera að standa i þessu. Það eralveg svakalegur tími sem fer í þetta þá mest í æfingar. ÆFINGAHÚSNÆÐI. Við fengu m þetta húsnæði þegar við höfðum labbað Keflavík endanna á milli. Það stendur til að við flytjum okkur hér upp á efri hæð þessa húss og mun LAUS STAÐA forstöðumanns við dagvistunarheimili í Keflavík Starf forstöðumanns við dagheimilið og leikskólann, Garðarsel er laust til umsóknar. Nauðsynlegt er að umsækjend- ur hafi fóstrumenntun. Upplýsingar um starfið eru veittar hjá félagsmálafulltrúa Keflavíkurbæjar að Hafnargötu 32, sími 1555, frá kl. 9-12 alla virka daga. Skriflegar umsóknir þurfa að berast félagsmálafulltrúa fyrir 5. maí n.k. Félagsmálaráð Keflavíkur I það verða eftir um það bil 1- 1'/2 mánuð. Því fylgir kannski einn galli og hann er sá að við þurfum þá að bera hljóðfærin upp og nið- ur. Við viljum nota tækifærið og þakka Hannesi Ragnarssyni fyrir hans góðu hjálp því án hans værum við svo að segja á götunni. Við mundum með glöðu geði veita honum frí- miða á öll okkar böll. LOKAORÐ. EDDI: „Frá mér er það helst vonin um að fólk sjái sér fært að koma á ballið á föstudaginn. ELVAR: „Ég vonast eftir áframhaldandi góðum mót- tökum, mér finnst við eiga þær skilið þar sem við höfum lagt mjög hart að okkur til að hafa allt sem vandaðast". BALLI: „Við erum ekki að fullnægja okkar tónlistar- hvötum með því að spila Framh. á 12. síðu Orlofshús VSFK Dvalarleyfi Frá og með mánudeginum 9. maí n.k. liggja umsóknareyðublöð frammi á skrifstofu VSFK að Hafnargötu 80, um dvalarleyfi í orlofshús- um félagsins, sem eru sem hér segir: 1 hús í Ölfusborgum 1 hús í Svignaskarði 1 hús í Hraunborgum Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tímabilinu frá 15. maí til 15. september, sitja fyrir dvalarleyfum til 15. maí n.k. Leiga verður kr. 1200 á viku. Úthlutað verður eftir þeirri röð sem umsóknir berast. Ekki verður tekið á móti umsóknum bréflega eða símleiðis. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Orlofshús VKFKN Dvalarleyfi Frá og með mánudeginum 9. maí liggja um- sóknareyðublöð frammi á skrifstofu VKFKN að Hafnargötu 80, um dvalarleyfi í orlofshús- um félagsins, sem er sem hér segir: 1 hús í Ölfusborgum 1 hús í Húsafelli. Þeirsem ekki hafadvaliðsl.öárí orlofshúsum á tímabilinu frá 15. maí til 15. september, sitja fyrir dvalarleyfum til 15. maí n.k. Leiga verður kr. 1200 á viku. Úthlutað verður eftir þeirri röð sem umsóknir berast. Ekki verður tekið á móti umsóknum bréflega eða símleiðis. Verkakvennafélag Keflavikur og Njarðvikur Verslunarfólk á Suðurnesjum ORLOFSHÚS - Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsum V.S. í ölfusborgum og Svignaskarði, á skrifstofu félagsins að Hafnar- götu 28 frá og með mánudeginum 2. maí. Opið kl. 16-18. Þeir sem ekki hafa dvalið í húsunum sl. 5 ár hafa forgang til 10. maí. Vikuleigan, kr. 1200, greiðist við pöntun. Ekki tekið á móti pöntunum í síma. Verslunarmannafélag Suðurnesja AUGLÝSINGASÍMINN ER 1717

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.