Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 28. apríl 1983 17 Fara dráttarvextir í skemmtanir? Mikill fjöldi fólks hefur að undanförnu haft samband við blaðið vegna þátttöku Hitaveitu Suðurnesja í árs- hátíð starfsfólksins nú ný- lega. Flestir þeirra sem haft hafa samband við blaðið fullyrða að Hitaveitan hafi boðið starfsmönnum ó- keypis á árshátíðina og þar hafi verið allt innifalið, s.s. gisting á hóteli í Reykjavík, vínveitingar o.fl. Telur fólk að fá verði þetta mál á hreint, því svona spilling eigi ekki aö eiga sér stað hjá opinberu fyrirtæki, fyrirtæki sem tekur misk- unnarlaust dráttarvexti af skuldum notenda ef eitt- hvað dregst að greiða orku- reikningana. Einn þeirra aðila sem hér er um að ræða, sagði: ,,Það á ekki að þekkjast, að okur- fyrirtæki í eigu almennings bjóði starfsmönnum sínum slík hlunnindi, miklu nær væri ef þetta er hægt, að láta það koma notendum og þar með um leið viðskipta- vinum til góða t.d. með lægra orkugjaldi." önnur rödd sagði: „Hitaveitan tekur dráttarvexti af okkur en hikar samt ekki við að eyða fjármunum í svona vit- leysu. Gera stjórnendur HS sér ekki grein fyrir því, að þeir eru með fé almennings milli handanna en ekki gróða af einkarekstri?" Til að fá einhvern botn í þetta höfðum við samband við Ingólf Aðalsteinsson hjá Hitaveitunni. Hann sagði að það væri venja hjá flest öll- um fyrirtækjum að bjóða starfsmönnum sínum út að borða. Að öðru leyti neitaði hann að svara þessu, því svona fyrirspurn væri fyrir neðan allar hellur. Með dráttarvextina sagði Ingólf- ur: ,,Það er ekki farið að reikna þá ennþá, en það verður gert síðar, enda er reglan alls staðar sú, að skuld fellur í eindaga eftir 15 daga frá gjalddaga. Og hvar getur lán dregist lengur án dráttarvaxta?" epj. Tónlistarfélag og Tónlistarskóli Keflavíkur 25 ára: Afmælis-vortónleikar í Félagsbíói, miðvikudaginn 4. maí n.k. kl. 20 ( nafni Tónlistarskólans vil ég þakka öllum velunn- urum skólans, sem hafa sýnt okkur mikinn áhuga á þeim 25 árum sem skólinn hefur starfað. Ennfremur þakka ég öllum núverandi og fyrrverandi kennurum og ekki síðurbæjaryfirvöld- um, sem hafa sýnt mikinn Leiðrétting I frétt í síðasta blaði um stjórnarkjör hjá Þroska- hjálp á Suðurnesjum varð nafnabrengl átveimurstöð- um í fréttinni. Annars vegar stóð að Ásgeir Ingimars- skilning á starfsemi okkar. Að undanförnu hefur þessa merka áfanga í starfi skólans verið minnst á ýmsan hátt. Þrennirtónleik- ar hafa verið haldnir síðan í febrúarmánuði, hveröðrum glæsilegri, og eru þessir tónleikar þeir fjórðu og hinir svonefndu „Vortón- leikar" skólans. son væri i varastjórn en átti auðvitað að vera Ásgeir Ingimundarson. I hinu til- fellinu stóð að varaendur- skoðandi væri HaukurHalls son, en átti að vera Hallur Hallsson. Biðjum við vel- virðingar á þessum mistök- um. - epj. Á tónleikunum koma fram, auk núverandi nem- enda, einnig fyrrverandi nemendur skólans svo og nemendur frá útibúi okkar í Garði, þrír kórar staðarins, en í þeim eru margir söngv- ararsem hafa fengiðtilsögn á vegum skólans. Glöggt má sjá af þessu þá framför sem orðið hefur á liðnum árum. Hafi þeir hjartans þakkir sem fyrir þessu stóðu og einnig þeir sem hér komu fram, fyrir framlag sitt í þágu tónlistarmenningar hér í Keflavík. Tónlistarlíf stendur með miklum blóma á vorum dögum og á það ekki síður við um sígilda tónlist, en fyrstu skrefin inn í þennan heim eru einmitt tónlistar- skólar. Tónlistarskólar kenna ævagamla list, kenna það sem gamlir meistarar hafa látið eftir sig af sígild- um verkum sem eins konar helgisögn í hugum okkar nútímamanna. Ég hef þá bjargföstu trú, að hægt sé að kenna svo til hverju einasta mannsbarni að njóta sígildrar tónlistar og skynja í hverju töfrar hennar liggja. Síðastliðið haust, þá er þetta 25. starfsár hófst, lét ég í Ijósi þá von mína, að næsta skólaár, sem og öll sem framundan eru, yrðu okkur öllum sem starfa við Tónlistarskóla Keflavíkur til farnaðar. Þetta ár lofar góðu og því erum við öll full bjartsýni. Tónlistin er tungumál sem höfðar til hins listræna heila mannsins og hafa margir fundið fyrir slíkum áhrifum af tónlist. Herbert H. Ágústsson Framkvæmdir við laxeldisstöðina Eins og áður hefur komið fram er í sumar von á fyrsta laxinum til baka í nýju laxeldisstöðina í Vogum. Til að svo verði þarf að gera ýmsar bráðabirgöaframkvæmdir á móttökustaðnum, og stóðu þær yfir í síðustu viku. Sjást þær á meðfylgjandi mynd, sem tekin var á sumardaginn fyrsta. - epj. STEINSTEYPUSÖGUN Sögum m.a. gluggagöt, stigaop og hurðagöt. - Sögum einnig í gólf og innkeyrslur. - Gerum föst verðtilboð. Upplýsingar í símum 3894 og 3680. Hljóðlðtt - Ryklaust - Fljótvirkt TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI KRISTJÁNS OG MARGEIRS SF.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.