Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 28.04.1983, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 28. apríl 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717. G SALAT SPARISJÓÐURINN Innbrotafaraldrinum í Keflavík lokiö? Tveir 14 ára drengir játa á sig 6 innbrot Spurningin: Ætlar þú í kröfu- gönguna 1. maí? Tveir 14 ára drengir úr Keflavík hafa játað á sig 6 innbrot í verslanir og fyrir- tæki hér í Keflavík. Voru þessi innbrot framin sl. vik- ur og mánuði og þegar til drengjanna náðist voru þeir að undirbúa eitt innbrotið enn. Suðurnesja menn! Verslum heima! „Þjófstartið" í rannsókn Kæra Landhelgisgæsl- unnar á hendur báta þeirra sem „þjófstörtuðu" í lok þorskveiðibannsins eftir páska, erenn í rannsókn og verða skipstjórar viðkom- andi báta kallaöir fyrir hjá Rannsóknarlögreglunni nú á næstunni. Málið verðursíðan senttil Ríkissaksóknara sem síðan ákveður framhaldið. - epj. Vignir Jónsson sýnir á Glóðinni Vignir Jónsson, bróðir Axels Jónssonar, opnaði sýningu á hnýtiteppum í Glóðinni, samhliða opnun staðarins. Eru þetta teppi unnin af honum sjálfum, en hann býr á Stokkseyri. Eru öll teppin til sölu. Sýningin stendur til 30. apríl. - pket. Takið þátt Að vanda verða fjölbreytt hátíðahöld á hátíðisdegi verkalýðsins hérsyðra. Þau hefjast með dansleik n.k. laugardag og aðal dagskrá- in fer fram á sunnudag, 1. Aöalheiöur bjarnfreösdóttir Þeir sex staöir sem þeir hafa játað að hafa brotist inn í eru Hljómval, Ritval, Leikhólmi, Félagsbíó, Sundhöllin og innbrotstil- raun í Stapafell, en þar komust þeir aldrei inn. Að sögn Johns Hill rann- sóknarlögreglumanns mun megnið af því þýfi sem þeir tóku hafa komist til skila, en það mun hafa verið að verðmæti um 100 þús. kr. bara í Hljómvali og Ritvali samanlagt, fyrir utan skemmdir sem þeir unnu á stöðunum. Innbrotin munu yfirleitt hafa verið framin um miðja nótt. Barnaverndarnefnd hef- ur fengið málið í sínar hendur og mun hafa loka- ákvörðun í því. Drengirnir tveir hafa ekki komið við sögu hjá lögreglunni áður. pket. Mikil eftirpurn eftir kálfinum Síðan skrokkur sá sem fékkóvænttillandsinskom, Skipasmíðastöð Njarövíkur og margir hafa haldið fram ólöglega, hefur að sögn Þorsteins Baldvinssonar framkvæmdastjóra SN, verið geysileg eftirspurn frá ýmsum aðilum. Hafa margir þeirra sýnt áhuga á að eign- ast skipið eftir að það verður komið í gegnum kerfið. Vinna hefur staðið yfir af fullum krafti við hinn skrokk inn og er nú komin skips- mynd á hann, en Þorsteinn sagðist eiga von á að vinnu við hann lyki í lok júlí eða byrjun ágúst. Eigandi þess skips er Skagavík sf. í Kefla- vík. - epj. Hagkaup, Njarðvík: Einar Ingimundarson: ,,Já, ef ég á frí.“ Senn líður að opnun Að undanförnu hefurver- ið unnið af miklum krafti við byggingu Hagkaups inni á Fitjum í Njarðvík. Að sögn Gylfa Ármannssonar, sem verður verslunarstjóri á staðnum, munu iðnaðar- menn Ijúka störfum um miðjan maí. Verður þá haf- ist handa við að raða upp í hillur og ganga frá fyrir opnun. maí. Kröfuganga og bar- áttu- og hátíðarfundur eru eins og fyrr það sem best minnir á daginn. Eins og sést á auglýsingu annars staðar í blaðinu hefur verið vandað mjög til dagskrár og vilja aðildarfé- lögin að 1. maí-nefnd hvetja alla sína félaga svo og aöra sem tengjast kjörum launa- manna til að fjölmenna í kröfugönguna og á fundinn í Félagsbíói, en þar flytur Aðalheiður Bjarnfreðsdótt- ir, formaður Starfsmanna- félagsins Sóknar, aðalræðu dagsins, auk ýmissa ann- arra sem fram koma. Að loknum fundi býður Vélstjórafélag Suðurnesja upp á kaffi í húsi Verslunar- mannafélagsins og þar eru allir velkomnir. Áætlað er að opna um mánaöamótin júní-júlí og verður markaður Hagkaups með matvörur, fatnað og fleira eins og nú er í Skeif- unni í Reykjavík, þó að sjálf- sögðu minna i sniðum. Auk Hagkaups mun á sama tíma verða opnuð bensínaf- greiðsla á vegum Skeljungs Nú standa 9 stéttarfélög að 1. maí-nefnd, en þau eru: Verslunarmannafélag Suð- urnesja, Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verkakvennafé- og Olís i húsi á sömu lóð, auk veitingasölu sem verð- ur i bensínafgreiösluhús- inu. Áður en opnað verður mun verða lokið við allan frágang á húsi, bæði máln- ingu, snyrtingu umhverfis og frágangi á bílastæðum. lag Keflavíkur og Njarðvík- ur, Iðnsveinafélag Suður- nesja, Vélstjórafélag Suð- urnesja, Verkalýðs- og sjó- mannafélag Gerðahrepps, Verkalýðs- og sjómannafé- lag Miðneshrepps, Starfs- mannafélag Keflavíkurbæj- ar og Starfsmannafélag Suðurnesjabyggða. - epj. Kristján Kristjánsson: ,,Nei, það hef ég aldrei gert og mun ekki gera.“ Maria Ingibergsdóttir: ,,Nei, ég hugsa ekki.“ Reynar Óskarsson: ,,Ekki reikna ég nú með því." epj- í kröfugöngunni 1. maí

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.