Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.1983, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 05.05.1983, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 5. maí 1983 5 183 umferðaróhöpp fyrstu þrjá mánuðina Fyrstu þrjá mánuði yfir- standandi árs urðu 183 um- ferðaróhöpp í umdæmi lög- reglunnar hér á Suðurnesj- um, þ.e. að Grindavík und- anskilinni. 123 þeirra urðu í Keflavík, 28 í Njarðvík og 32 annars staðar í sýslunni. At- hygli vekur að af fimmtán slösuðum úr þessum slys- um slösuðust jafnmargir, þ.e. 5,í þessum 28óhöppum í Njarðvík og 123 í Keflavík. (Ijós kemur við nánari at- hugun, að vegarkaflinn og gatnamótin á Reykjanes- braut þar sem hún liggur í gegnum Njarðvík er með þriðju hæstu óhappatíðn- ina í öllu umdæminu, í fyrsta og öðru sæti er Hafn- argata og Hringbraut í Keflavík. Eigendaskipti að Púströraverkstæðinu Nú um nokkurra ára skeið hefur verið rekið púströra- verkstæði að Grófinni 7 í Keflavík, en eigandi þess hefur verið þar til nú fyrir stuttu, Björn J. Björnsson. Nýir eigendur hafa nú tekið við þjónustunni og hafa þeir stofnað sameignarfyrirtæki undir nafninu Púströra- verkstæðið sf. og er fram- kvæmdastjóri þess Krist- mundur Árnason. Mun verkstæðið veita sömu þjónustu og áður, þ.e. ýmist smíða eða útvega pústkerfi í flestar gerðir bif- reiða og annast uppsetn- ingu þeirra. - epj. StarfsmaOur hjá Púströraversktæöinu sf. aö störfum viö aö skipta um pústkerfi. Fremst á myndinni sést vélin sem beygir púströrin. Auglýsingasíminn er 1717 Sem fyrr eru orskirnar mestar eftirtaldar: Þrengsli (49), ógætilega ekið aftur á bak (45), gáleysi (37). Ef nánar er skoðaðir þeir vegarkaflar sem hættuleg- astir eru, kemur í Ijós að 22 umferðaróhöpp verða á Hafnargötunni, þar af 7 á kaflanum frá Tjarnargötu að Ránargötu. 14umferðar- óhöpp verða á ýmsum gatnamótum sem tengjast Hringbrautinni og eru hættulegustu gatnamótin við Vesturbraut og Tjarnar- götu. 14 umferðaróhöpp veröa einnig á Reykjanes- braut í Njarðvík og er þar hættulegasti kaflinn frá Flugvallarvegi í Keflavík og að Hafnarbraut. Ef Reykjanesbrautin frá Njarðvík og inn úr er skoð- uð nánar, kemur í Ijós að inn aö Straumsvík eru skráð 10 óhöpp og eru flest þeirra eða 3 við gatnamót Reykja- nesbrautar og Grindavíkur- vegar og 2 inn við Kúagerði, en i öðru þeirra varð mikið slys. - epj. Nemendur Fjölbrautaskólans bestir Nemendur í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja sigruðu í stofnana og fyrirtækja- keppni í borðtennis sem haldin var um síðustu helgi í íþróttahúsi barnaskólans. Mættu 7 lið til keppni og var leikið tvöfalt útslátarkerfi. Nemendur F.S. sigruöu, í öðru sæti voru Aðalverk- takar (A-lið) og í 3 - 4 sæti voru Byggingaverktakar (A-lið) og Tannlæknastofa Einars Magnússonar. Sparisjóðurinn í Keflavík gaf verðlaun í mótið sem ivoru mjög vegleg. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkt mót er haldið, en von er á að þetta verði árlegur viðburður héðan i frá. pket. Samvinnuferdir - Landsýn Umboðsmaður í Keflavik frá 20. april til 16. maí: Guðjón Stefánsson skrifstofu K.S.K., sími 1500. Heimasími: 2459. - Ný tölvuspil - DONKEY KONG H MARIOBROS (MW-56) Hafnargötu 38 - Keflavík - Simi 3883 Keflavík: Góður stein- bítsafli Þórhallur Helgason á hafnarviktinni í Keflavík sagði að nokkrir bátar væru búnir að taka upp netin, Þorsteinn og VikarÁrnason eru að búa sig út á rækjuveiðar, en Heimir og Helgi S. á troll. En heyrst hefur á mönnum að senn fari fleiri að hætta. Hjá línubátum er það helst að frétta að Binni í Gröf var með 4,8 tonn á mánudag og 5,3 tonn á laugardag eftir róður með 45 bjóð, af þeim bátum sem róa með meira en 90 bjóð hafa þeir Happasæll GK og Harpa fengið mjög gott en að vísu er það steinbítur. Komst Happasæll upp í 33 tonn og Harpan upp í 22 tonn, á laugardag lönduðu þeir aftur og þar var Happasæll GK með tæp 18 tonn og Harpa 15,5 tonn. Hjá netabátum hefur aflinn verið sáralítill eða frá 2 og uppí 6 tonn. epj. GARÐ EIGENDUR! Garðhrífur - Kantskerar og önnur garðyrkju- áhöld. Garðáburður - Túnáburður Áburðarkalk. Grasfræ - Skrúðgarðafræ. Túngirðingarnet - Girðingar- staurar - Garðanet - Gaddavír. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA JÁRN & SKIP - SÍMI 1505

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.