Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 05.05.1983, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 5. maí 1983 mjög alla aödrætti. í fyrra var byggt mötuneyti á staönum og þangað lagður simi, rafmagn endurnýjað ásamt því, sem er jú stærsta framkvæmdin, að ráðist var í byggingu svonefnds pönnuhúss. Byggingu þess er nú lokið. Þetta er upp undir 2000 ferm. hús og er tvímælalaust stærsta ein- staka framkvæmdin á svæðinu til þessa. Þá hefur verið byggð svonefnd kísil- setþró sem ætluð er til að- skilnaöar á kísil úr jarðsjón- um, og einnig var sl. vetur boruð ný kaldavatns bor- hola. Á staðnum var gömul borhola fyrir kalt vatn, það vatn er salt og þar sem við þurftum aukið vatnsmagn var farið í það að bora nýja kaldavatnsborholu, sem er all nokkru fjær svæðinu en sú gamla. Virkjun hennarer nú lokið og vorum við mjög heppnir, því við fáum bæði nóg og gott vatn. í þessu pönnuhúsi sem ég minntist á áður, sem er okkar salt- framleiðslutæki, er nú hafin framleiðsla og virðist fram- leiðslurás hafa heppnast í hvívetna." Hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar á árinu? ,,Nú er u.þ.b. að Ijúka borun nýrrar gufuholu, holu 9 eins og hún heitir. Jarðborinn Dofri annast verkið. Boaraðar hafa verið um 1500 metrar og enn hefur allt gengið vel. Eðli- lega er mjög mikið í húfi þegar verið er að tala um framkvæmd upp á 15 milljónir króna, að hún takist vel til. Þá verður lögð ný gufulögn frá borholu 8, sem er sú hola sem við nýtum nú, og lagðar víðari æðar. Þá mun verða sett upp skiljustöð til aðskiln- aðar á jarðsjó og gufu og einnig mun verða byggt raf- stöðvarhús, en við höfum pantað 500 kw gufuhverfil sem væntanlegur er í júlímánuði. Auk þess mun verða byggð hljóðdeyfi- stöð." NÝIR EIMAR MUNU AUKA AFKÖSTIN VERULEGA „í framkvæmdaáætlun fyrir 1983 er einnig gert ráð fyrir því að byggðir verði og settir upp eimar, sem áætlað er að kosti um 20 milljónir króna. Þessireim- ar munu auka framleiðslu- afköst verksmiðjunnar verulega, eða úr 3300 tonnum upp í um eða rúm- lega 8000 tonn á ári. Þá er einnig í tillögunum að finna áætlun um byggingu fín- saltsdeildar, sem er ætlað að vinna úr þeim legi ,sem ekki nýtist við grófsaltfram- leiðslu. Kostnaður við fín- saltsdeildina losar um 20 millj. króna. Þá mun á árinu verða áfram unnið að hönnun 40 þús. tonna verk- smiðju." Hvað eru margirvið vinnu við verksmiðjuna núna, og hvað mun hún geta skapað mörgum atvinnu við 40 þús. tonna saltframleiðslu á ári? „Hjá félaginu starfa í dag 12 menn og aukning verður ekki alveg á næstunni, en Á STÆKKUNUM, EF PANTAÐ ER INNAN 1. MÁNAÐAR FRÁ MYNDATÖKUDEGI Sími 1016 Hafnargötu 26 - Keflavík numijnD Gengið inn frá bílastæði. MUNIÐ 10% AFSLÁTTINN ---------------vg TILLITSSEMI -ALLRA HAGUR _______________r upphæð hverssveitarfélags fyrir sig miðast við höfða- töluregluna. Sveitarfélög- unum hefur verið gefinn kostur á að greiða þetta hlutafé með skuldabréfum sem allflest hafa þáð." Hvernig er fyrirtækið fjár- magnað? „Það er Sjóefnavinnslan hf. sem kostar þessar fram- kvæmdir og það er gert á þann hátt, samkvæmt lögum verksmiðjunnar, að áskilið er að 25% fram- kvæmdafjár skuli vera hlutafé, afgangurinn er byggður á lántöku." Hvernig kemur ríkið inn i þetta? „Stofnun þessa fyrirtæk- is er samþykkt með lögum frá Alþingi. Grunnhug- myndin að þessu fyritæki er sú, að nefnd á vegum sveit- arfélaganna hér á Suður- nesjum á sínum tíma vann að stofnun Undirbúnings- félags Saltverksmiðju á Reykjanesi hf., sem árið 1976 varð að lögum frá Al- þingi. Það undirbúningsfé- lag starfaði síðan til 12. des. 1981, og var þá sameinað Sjóefnavinnslunni hf., en vorið 1981 voru samþykkt lög um Sjóefnavinnsluna hf.“ Hvernig hafa kostnaðar- hliðar framkvæmda við verksmiðjuna staðist? „Þær hafa í öllu staðist. Ef ég fer örlítið til baka þá voru lagöar fyrir Alþingi 1981 stofnkostnaöaráætlanir. Þær hafa verið endurskoð- aðar í tvigang síðan." EKKERT TILBOO YFIR KOSTNAÐARÁÆTLUN „Við höfum nú staðið í framkvæmdum á vegum Sjóefnavinnslunnar í u.þ.b. eitt ár og það gefur auga leið að við höfum boðið út stóran hluta þeirra verka Jaröborinn Dolri er nú u.þ.b. aO Ijúka borun holu 9. sem þar hafa verið fram- kvæmd, við höfum veriðsvo lánsamir að ekkert af þeim tilboðum sem við höfum tekið, hefur verið yfir kostn- aðaráætlunum verkfræð- inga fyrirtækisins. Sá munur sem þarna er á í þessum verkum, nemurein- hverjum milljónum." í hvaða framkvæmdum hefur verið staðið til þessa? „Frá því að lögin voru sett um Sjóefnavinnsluna hefur verið unnið samkvæmt áætlun. Þær framkvæmdir sem Undirbúningsfélagið stóð fyrir á sínum tíma voru hvað aðstöðu á svæðinu varðar mjög takmarkaðar. í fyrsta lagi var vegarsam- band við svæðið nánast ekki neitt, nú er kominn þangað nýr vegur, að vísu ekki breiður en ágætis vegur og snjóléttur, sem hefur auðveldað okkur Uppbygging gengur samkvæmt áætlun - segir Finnbogi Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sjóefnavinnslunnar hf. Finnbogi Björnsson, framkvæmdastjóri. Borhola 8 er i baksýn. Að undanförnu hafa verið miklar framkvæmdir á vegum Sjóefnavinnslunnar hf. á Reykjanesi og einnig eru fyrir- hugaðar miklar framkvæmdir á árinu. Víkur-fréttir fóru á stúfana til þess að kynna sér nánar starfsemi þessa fyrir- tækis, sem búast má við að eigi eftir að skipta Suðurnesja- búa miklu máli f framtfðinni, og tókum við þvf Finnboga Björnsson, framkvæmdastjóra Sjóefnavinnslunnar f viðtal, þar sem hann segir okku nánar frá uppgangi og rekstri fyrirtækisins. Nú hefurstaðiðyfirhluta- fjársöfnun - hvernig hafa sveitarfélögin tekið henni? ,,Sveitarfélögin hafa ákveðið að leggja í þetta 15% af því hlutafé sem boðið var út í haust í sam- ræmi við ákyörðun aðal- fundar þar um. Eru þetta um 3 milljónirsem sveitarfélög- in leggja í þetta í heild og

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.