Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 05.05.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 5. maí 1983 9 VÍKUR-fréttir I þessum kerum skilur jarösjórinn sig, þ.e. ,,mettast". þegar 40 þús. tonna verk- smiðjan verður byggð þá má gera ráð fyrir því að starfsmenn verði á bilinu 60-70.“ dvenær mætti þá reikna með að 40 þús. tonna verk- smiðjan verði komin í gagnið og hvað mun slík verksmiðja framleiða? ,,Ef þessar áætlanir stand ast og nauðsynlegar heim- ildirfást til framkvæmda, þá má gera ráð fy ri r því að á ár- inu 1987 verði öll mannvirki risin sem gert er ráð fyrir vegna 40 þús. tonna áfang- ans. Þessi verksmiðja mun framleiða 40 þús. tonn af grófsalti, 9 þús. tonn af kalsíumklóríði, 4 þús. tonn af kalíi, 200 tonn af brómi auk vítisdóda og saltsýru fyrir innanlandsmarkað. Þaðerfleira semtil kemur við byggingu þessaáfanga. Þá verður t.d. búið að auka rafmagnsframleiðslu á Reykjanesi, setja upp nýjan gufuhverfil og búið að tengja nýja rafmagnsstofn- línu frá svæðinu og fleira sem þarna spilar inn i.“ Hvað viltu segja um þá neikvæðu gagnrýni sem Sjóefnavinnslan hefur hiotið? Nú hefur þessu ver- Ið Ifkt við nýtt Kröfluævin- týr? ,,Það hefur marg oft kom- ið fram að þessi verksmiðja hér á Reykjanesi sem nú er veriö að byggja, á sér enga algera hNðstæðu í heimin- um. Það gefur því auga leið, að það er á nokkrum svið- um rennt nokkuð blint í sjó- inn. En ég er ekkert hissa út af fyrir sig á þessari gagn- rýni, því svo er oft er fólk ræðir hluti sem það þekkir ekki til. Slíkir dómar koma því upp. Ég hef getið um það áður, að þær fram- kvæmdir sem viö höfum nú þegar farið í gegnum, hafa allar staðist þær áætlanir sem settar voru í upphafi. Sjóefnavinnslan hefur aldrei haldið þvi fram aðallt kunni að ganga upp vegna þessara framkvæmda, en á meðan við rekum okkur ekki á neitt sem hleypir stofnkostnaðaráætlunum okkar úr böndunum, þá tel ég okkur hafa fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnir. Varðandi Suðurnesja- svæðið, þá má kannski spyrja: Hvað hefur komið nýtt upp á Suðurnesja- svæðinu í atvinnuskapandi tilliti utan smærri rekstrar? Ljóst er að þetta fyrirtæki, verði þróun þess eðlileg, verður stórfyrirtæki á ís- lenskan mælikvarða." SUÐURNESJAMENN ÆTTU AÐ STANDA SAMAN „Það má einnig geta þess, að töluveröur hluti af þessari gagnrýni sem fram hefur komið, hefur verið fram settur af heimamönn- um og það finnst mér mið- ur, einfaldlega vegna þess að þegar allir landshlutar eru að slægjast eftir æ fleiri atvinnutækifærum og möguleikum til sinna hér- aða, þá finnst mér lágmark- ið að við gætum staðið saman um það, Suðurnesja- menn, að reyna að skapa þessu fyrirtæki þann grundvöll sem það þarf að hafa út i frá. Þetta fyrirtæki kostar að visu all mikið fé, en ég sé ekki nein nærtæk- ari dæmi til efnaiönaðar á svæðinu. Það er langt í frá að þessir möguleikar séu tæmdir. Nú standa yfir athuganir t.d. á framleiðslu á natríum- klórati sem byggir fram- leiöslu sína m.a. á salti og rafmagni. Svona mætti nefna ýmis fleiri fyrirtæki eða möguleika á fyrirtækj- um sem grunnur er þegar fyrir hendi til að byggja á í sambandi viö Sjóefna- vinnsluna á Reykjanesi svo og þær framkvæmdir sem átt hafa sér stað hjá Hita- veitu Suðurnesja í Svarts- engi,“ sagði Finnbogi Björnsson að lokum. - pket Séö irm i Pönnuhúsið Einstakt tækifæri 50% afsláttur á tré- leikföngum til 15. maí. Gerið góð kaupá vönd- uðum leik- föngum fyrir sumarið. RITVAL Hafnargötu 54, sími 3066 Verð: 3ja sæta sófi ..... 11.600 2ja sæta sófi ...... 9.400 Stóll .............. 7.400 Hárstóll ........... 7.900 Skammel ............ 2.300 Keflavík ÓDÝRTLEÐURS í sjónvarpshornið, og á skrifstofuna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.