Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 05.05.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 5. maí 1983 VÍKUR-fréttir Frá Grunnskóla Njarðvíkur Foreldrar, innritun 6 ára barna (fædd 1977) verður í Grunnskóla Njarðvíkur, mánudag- inn 9. maí n.k. kl. 9-12. Skólastjóri Auglýsing Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suður- nesjum vill minna á, að gjallddagi fast- eignaveðlána var 1. apríl sl. Áfallnir dráttarvextir eru nú 10% og reikn- ast 5% fyrir hvern byrjaðan mánuð. Gerið skil og forðist frekari kostnað. Veðlánin greiöist í Sparisjóðnum í Kefla- vík. Lífeyrissjóður verkalýðsfé- laga á Suðurnesjum Suöurgötu 7 - Kedavik Frá Kirkjugörð- um Keflavíkur Þeir sem eiga Ijósakrossa og Ijósaseríur uppistandandi í kirkjugörðum Keflavíkur frá síðustu jólum, eru beðnir að fjarlægja það nú þegar og eigi síðar en 20. þ.m., ann- ars verða þeir fjarlægðir. Kirkjugarðsstjóri Prjónakonur Kaupum fallega vel prjónaða sjónvarps- sokka, 60 cm langa. Móttaka miðvikudaginn 18. maí kl. 13-15 að Iðavöllum 14b, Keflavík ÍSLENZKUR MARKADUR HF. KgiifiaíMr Um allt og ekki neitt. .. SUMARÞANKAR Heil og sæl, þökk fyrir síðast. Ég hef haft svo mikið að gera undanfarið, að ég var nærri búin að gleyma rit- störfunum. Þannig er mál með vexti, að ég sótti um vinnu utan heimilis. Þar sem éa hefi um árabil verið í BÉ-HÁ-félaginu (bara hús- móðir-félaginu) og auðvit- aö ekkert unnið, ákvaö ég að skella mér út á hinn almenna vinnumarkað. Ég var tekin svona til reynslu, þarsem ég vareðlilegafarin að fúna allnokkuð eftir allt aðgerðarleysið. En ég get sagt ykkur i fúlustu alvöru, að þetta er bráðskemmti- legt, en dálítið erfitt. Strák- urinn minn hefur lært heil ósköp á þessum tíma. Nú kann, hann að kveikja og slökkva áeldavélinni og láta vatn í pott. Sá ,,stóri“ hríð- horast, þar sem hann er bú- inn aðsannfærasig umaðá meðan ég er ekki á staðn- um þegar hann matast, missi hann alla matarlyst. Blessaður karlinn! Reyndar ætlaði ég að Tónleikar í Njarðvík Tónleikar Tónlistarskóla Njarðvíkur verða í Ytri- Njarðvíkurkirkju mánudag- inn 9. maí kl. 20.30 og mið- vikudaginn 11. maí kl. 20.30. Á fyrri tónleikunum, sem söngdeild skólans stendur fyrir, verður eingöngu flutt tónlist frá Norðurlöndun- um. Munu söngnemendur ásamt kennurum flytja þar bæði Ijóð og vísnatónlist og verða m.a. flutt tónverk eftir Grieg, Bellman ásamt þjóð- lögum frá þessum löndum. Á tónleikunum 11. maí verður dagskráin mjög fjöl- breytt og þar mun m.a. verða einleikur, lúörasveit, barnakór ásamt hljómsveit o.m.fl. Aðgangur að báðum tón- leikunum er ókeypis og eru Njarðvíkingar ásamt öllum velunnurum skólans hvattir til að mæta. - öó./epj. Só/uð radia/ sumardekk edJHOJlJfiJE! J Brekkustígur 37 Njarðvík. Sími 1399. skrifa um VORIÐ, en þar sem það er alltaf að koma og fara, læt ég það bíða. Það virðist vera einhver tímaskekkja hjá veðurguð- unum sl. mánuði. Þeir þarna í Rússíá voru víst að dytta að túlípönunum sínum i desember í blíð- skaparveðri. Þeir botnaekk- ert í þessu veðurfari frekar en við. En á meðan við bið- um eftir vorinu getum við dundað okkur við ýmislegt. Fyrir alla muni látum okkur ekki leiðast, verum bjartsýn og höldum í vonina. Þeir sem hafa áhuga á kosning- unum nota eflaust næstu sólarhringa til að spá og spekúlera, súpa hveljur, hrósa happi. Það var á sumardaginn fyrsta (það er nú eitthvað bogið við þetta, sumar á undan vori! Ha?) sem börnin okkar klæðast hvítu sokkunum sínum, lakk- skóm, rauðu og bláu peys- unum, úlpunum, lopahúf- um og vettlingum. Þau fögnuðu sumrinu, glöð, bjartsýn og full eftirvænt- ingar. Tökum þau til fyrir- myndar. Óskum Axel til hamingju með nýja veitingastaðinn. Látum hann hella á könn- una og bjóða okkur heita súpu. Loksins, loksinsgeta sælkerar og aðrir Suður- nesjabúar hrósað happi. Löng var biðin, en einlæg von og bjartsýni Axels gerði þennan nýja veruleika. - Til hamingju! Gleðilegt sumar, elskurn- ar mínar, þökk fyrir vetur- inn. Kveð ykkur með brosi og bjartsýni og munið að kyssa barnið ykkar á morgun. Ykkar einlæg, KLEO. 3 bakaranemar taka sveinspróf Bakarsveinarnir ásamt kennurum sinum. Laugardaginn 30. apríl sl. tóku 3 nemar í bakaraiðn verklegt sveinspróf hjá Ragnarsbakaríi. Voru þeir allir nemar hjá Ragnari og er þetta í fyrsta sinn þetta margir taka próf í iðninni í einu hér syðra, en allir aðrir bakaranemar sem lokið hafa prófi hér syðra eiga það sameiginlegt aö hafa lært hjá Ragnari Eð- valdssyni, ýmist allt náms- tímabilið eða síðari hluta þess. Þeir nemar sem nú tóku verklegt próf eru Eyj- ólfur Hafsteinsson, Sigurð- ur Sigurðsson og Ólafur Ingibergsson. Frá upphafi hefur Ragnar útskrifað 7 bakara af 10, sem hafið hafa nám hjá honum, hinirþrírhafasnúið sér að öðru áður en til prófs kom. í viðtali við blaðið sagði Ragnar að nú myndi losna pláss fyrir nýja nema, en hann gerði þau skilyrði að þeir sem kæmu til hans hefðu góð próf, góða rit- hönd, góða framkomu, og nákvæmni væri algjört skil- yrði. - epj. PASSAMYNDIR tilbúnar strax. Myndatökur við allra hæfi. nymynD Hafnargötu 26 - Keflavik - Sími 1016 Gengiö inn frá bílastæði.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.