Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 05.05.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 5. maí 1983 13 Pink Floyd: 11.000.000 eintökum. Nú á þessu ári hafa svo meðlimir Pink Floyd sent frá sér plötuna The Final Cut, sem er á engan hátt síðri en The Wall. The Final Cut er mikil ádeiluplata eins og greini- lega kemur fram í textun- um, en þeir eru eingöngu samdir af söngvara og jafn- framt bassaleikara hljóm- sveitarinnar, Roger Waters. Áður en platan kom á markaðinn voru margar sögur um það, að ef The Final Cut kæmi út, þá væri hún síðasta platan sem meðlimir Pink Floyd myndu senda frá sér. Þetta er mikill misskilningur, því það er nú The Final Cut tell me true tell me why was jesus crucified is it for this that daddy died? was it for you? was it me? did I watch too much t.v.? Með þessum orðum hefur George Roger Waters söng sinn á nýjustu plötu stór- hljómsveitarinnar Pink Floyd, - The Final Cut. Fjögur ár eru liðin frá því að listaverkið The Wall kom út, en sú plata hefur nú í dag náð því afreki að seljast í um víst að The Final Cut er eng- an veginn síðasta plata Pink Floyd, nema síður sé. Að vísu er hljómborðsleikarinn hættur og hefur það eflaust leitt til þess að sögur færu að berast um að öll hljóm- sveitin væri hætt, en það er nú víst að The Final Cut er Óhæft til umfjöllunar Hallgrímur Arthursson, eigandi leiktækjasalarins að Hafnargötu 19, hefur ákveðið að flytja staðinn að Hafnargötu 62, þar sem áður var kjörbúð KSK, og hefur þess vegna sótt um leyfi fyrir breytingu síðar- nefnda húsnæðisins. Á fundi bygginganefndar 27. april sl. var þetta tekið fyrir og bókað, ,,aö þar sem erindinu fylgja engar teikn- ingar, er það óhæft til um- fjöllunar." Að gefnu tilefni bendir bygginganefnd á, að engar reglur eru i gildi um starf- sem i lei ktækjasala í bænum. Nefndin telur þörf fyrir slíkar reglur og leggur til að bæjarstjórn hlutist til um það. - epj. Bifreiðaeiaendur Eigum flestar stærðir aTsumarhjólbörðum, bæði sólaða og nýja. Einnig hvíta og svart/hvíta hringi. Fljót og góð þjónusta. Brekkustíg 37 • Njarðvík - Simi 1399 Atvinna Aðstoðar- verkstjóri Skipaafgreiðsla Suðurnesja óskar eftir að ráða mann til aðstoðar við verkstjórn o.fl. Uppl. veittar í síma 3260. Umsóknir sendist skrifstofu Skipaaf- greiðslunnar, Saltsöluhúsinu, Keflavík, fyrir 6. maí n.k. SKIPAAFGREIÐSLA SUÐURNESJA SF. ekki síðasta plata Pink Floyd, aðdáendum hennar til mikillar ánægju. Roger Waters stundaði nám við listaskóla í Eng- landi. Hann ásamt vinum sinum, Syd Barrett, Nick Mason og Rick Wright, stofnaði hljómsveit sem spilaði oftast á skóla- skemmtunum og svoleiðis nokkru. Árið 1967 ákváðu svo félagarnir að gefa út breiðskifu og í ágúst það ár kom platan ,,The Piper at the Gates if Dawn“ út. Sex árum seinna, eða 1973, senda þeir svo frá sér þlöt- una ,,The Dark Side on the Moon“, sem er hreint snilld- arverk, enda gerði platan metsölu víða um heim. Síðan hefur hvert listaverk- ið rekið annað og núna standa menn svo frammi fyrir plötunni The Final Cut, sem er ein af vönduðustu plötum sem á markaðinn hafa komið. The Final Cut hefst á lag- inu „The Post War Dream", sem er stutt en gefur góða innsýn í það sem framund- an er. „Your Possible Pasts" tekur svo við af „The Post War Dream", en það er áhrifamikið sveiflukennt lag sem beinir athygli manns að innihaldi textanna. Síð- an koma lögin „One of the Few", „The Hero’s Return", „The Gunners Dream” og loks „Paranoid Eyes“, en þegar það er búið er komið að því að snúa plöt- unni við. Hlið tvö hefst á mkilli sprengingu í laginu „Get Your Filthy Hands off My Desert”, en þá tekur hin Al- þjóðlega Fílharmóníu- hljómsveit Lundúna við undir stjórn Michael lca- men. Á eftir fyrsta laginu kemur ,,The Fletcher Memorial Horne”, þá „Southampton Dock“ og loks kemur að titillagi plöt- unnar, „The Final Cut“, sem er frábær hljóðfæraleikur með stóbrotnum senum. Loks kemur vinsælasta lag plötunnar, ,,Not Now, John", og það er víða á toppnum um þessar mundir. Á eftir „Not Now, John“ er komið að síðasta lagi plötunnar, sem er skemmtilega rólegt og vel spilað lag sem nefnist,,Two Suns in the Sunset”. Þegar á heildina er litið má segja að The Final Cut sé frábært samspil hljóð- færaleiks og textaflutnings, en boðskapur texta hefur ávallt verið stórt hlutverk á plötum hljómsveitarinnar Pink Floyd. Kristján & Ertlngur Vilja smábátahöfn í Grófinni Bæjarráði Keflavíkur hef- ur borist bréf frá Féjagi smá- bátaeigenda í Keflavík og Njarövík, þar sem vakin er athygli á að vilji sé fyrir því að áfram verði haldið við hönnun á smábátahöfn í Grófinni. - epj. Frá Barnaskólanum í Keflavík Skólaárið 1983 - 1984 Foreldrar, athugið Innritun 6 ára barna ferfram ískólanum viö Skólaveg, fimmtudaginn 19. maí og föstu- daginn 20. maí kl. 10-12 og 13-14. Foreldrar/forráðamenn barna í Keflavík eru vinsamlega beðnir að tilkynna skrifstofu skólans aðsetursskipti eða flutn- ing, standi það til hjá viðkomandi fyrir næsta skólaár. Skólastjóri SUMARSTÖRF hja Njarðvíkurbæ Eftirtalið starfsfólk óskast til starfa í sumar: 1. Forstöðumaður unglingavinnu (vinnu- skóla). 2. Fjórir flokksstjórar í unglingavinnu. 3. Flokksstjóri í vinnuflokk sem annast ræktun og grashirðu. 4. Tveir aðstoðarmenn í ræktunarvinnu. 5. Maður til að stjórna dráttarvél með ýmsum fylgiverkfærum. Nánari upplýsingar hjá verkstjóra í síma 1696. Umsóknir skulu berast fyrir 7. maí. Þeir sem þegar hafa sótt um vinnu þurfa ekki að endurnýja umsóknir. KEFLAVÍK Fasteigna- gjöld Hér meðerskorð á þásem enn skulda bæj- arsjóði Keflavíkur fyrri hluta fasteigna- gjalda ársins 1983, að gera skil nú þegar og í seinasta lagi 30 dögum frá birtingu aug- lýsingar þessarar, ella mega þeir búast við að beðið verði um uppboð á viðkomandi fasteign og þá til lúkningar öllu fasteigna- gjaldi ársins 1983 ásamt kostnaði, sbr. lög nr. 491/1951 um sölu lögveða án undan- gengins lögtaks. Bæjarlögmaðurinn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.