Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 11.05.1983, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 11. maí 1983 VÍKUR-fréttir Frá Barnaskólanum í Keflavík Skólaárið 1983 - 1984 Foreldrar, athugið Innritun 6 ára barna fer fram ískólanum vi6 Skólaveg, fimmtudaginn 19. maí og föstu- daginn 20. maí kl. 10-12 og 13-14. Foreldrar/forráöamenn barna í Keflavík eru vinsamlega beðnir aö tilkynna skrifstofu skólans aðsetursskipti eða flutn- ing, standi það til hjá viðkomandi fyrir næsta skólaár. Skólastjóri Fyrirbæna- fundur Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja heldur fyrirbænafund 17. maí n.k. kl. 20.30 í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Miðillinn og fyrir- lesarinn Jóna Rúna Kvaran mun annast efni fundarins, miðlarnir Ósk Guðmunds- dóttir og Ingibjörg Hjörleifsdóttir, ísafirði, koma einnig fram. Sálrænt fólk frá ýmsum stöðum af landinu mun taka þátt í fundin- um undir handleiðslu Jónu Runu. Hlíf Kára dóttir mun syngja fyrir fundarmenn við undirleik Ólafs V. Albertssonar. Stjórnin LITLA LEIKFÉLAGIÐ, GARÐI PILTUR OG STÚLKA Höfundur: EMIL THORODDSEN Lelkstjóri: GUNNAR EYJÓLFSSON Litla leikfélagið í Garðin- um frumsýndi Pilt og Stúlku eftir Emil Thoroddsen ( Samkomuhúsinu á föstu- dagskvöldið, við mjög góð- ar undirtektir áhorfenda, sem þökkuðu leikurum og leikstjóra með langvinnu lófataki að leikslokum. Það þurfti vissulega kjark til að ráöast i aö taka til sýningar Pilt og Stúlku, af hálfu L.L. Verkið er nokkuð langt, tekur á þriðju klukku- stund og yfir 20 hlutverk og margar leikmyndir - á litlu sviði. Auk þess gerist leikur-inn í fortíðinni, sem krefst sannrar leikmyndar og klæðnaðar, sem erfitt er getur reynst aö verða sér úti um, og þetta tókst þeim LL- mönnum að yfirstíga svo sýningin var í hæsta máta trúverðug. Sumar persónurnar í leiknum eru vandeöfarn- ar og krefjast góðra leikara, svo eftirvænting áhorfenda var mikil hvernig til myndi takastog þeirurðu ekki fyrir vonbrigöum. Sýningin rann létt í gegn, svo að segja frá byrjun til enda. Auðséð er að leikstjórinn, Gunnar Eyj- ólfsson, hefur lagt mikla alúð í verkið og getur vissu- lega verið ánægður með ár- angurinn af starfi sínu í Garöinum. Freistandi væri að fjalla um frammistöðu hvers og eins leikanda fyrir sig, - en það yrði of langt mál, vegna fjöldans, -en ístuttu máli þá skiluðu allir hlutverkum sínum mjög vel og fóru sínum mjög vel og þótt svo þeir færu sumir með fleira Golfarar athugið Nýkomið mikið úrval af golfvörum: Kúlur frá kr. 29,00 - Kerrur - Pokar Tí - Sólder Einnig regngallar frá HENSON og góður hlífðarfatnaður frá DON CANO. Hringbraut 96 - Keflavik Siml 2006 Só/uð radial sumardekk Brekkustígur 37 Njarðvík. Sími 1399. en eitt í leikritinu. En svo aöeins sé vikiö að viðamestu hlutverknum, þá var Sigfús Dýrfjörö, sem aö þessu sinni er inni á svið- inu - óborganlegur í hlut- verki GuömundaráBúrfelli, hins kynlega kvists, sem var Sviðsmyndir úr Pilti og Stúlku bæði rauðnefjaöur og tannfár. Bragi Einarsson tjáði vel matgogginn Þorstein, sem hugsaði vart um annað en mat. Einnig fór hann með hlutverk Jóns fyllibyttu og sjóara af engu minni inn- lifun. Mæðgurnar Ingveldur í Tungu og dóttir hennar voru skemmtilegar í meðförum mæðgnanna Kolbrúnar Sigurðardóttur og Svönu Sturludóttur, „stúlkunnar" í leiknum. Þá má geta Gróu á Leiti, sem Ásta Hansdóttirfórvel með. „Pilturinn" í leiknum var í höndum Ólafs Sæmunds- sonar, sem var mátulega rómantískur og elskulegur, eins og saklausir sveitapilt- ar eiga að vera, en sigraði réttlát ástin aö lokum. Jogn Gregory Iskra var skörulegur sem Möller kaupmaður, bæði í fasi og róm. John er Bandaríkja- maður, búsettur í Garðinum og með tilliti til þess að hann hefur dvalist stutt á (s- landi er frammistaða hans enn athyglisverðari. Ólafur Sigurðsson var góður i hlutverki „fóstrans' en náði sér ekki eins vel á strik í kaupmannshamn- um, - vantaði meira hrogna- mál hjá Levin kallinum. Ragnheiður Guðmunds- dóttir tjáði vissulega yfir- stéttarmerkilegheitin í hlut- verki Maddömu Ludvigsen. Leikmyndin var vel unnin og var þar um hópvinnu að ræða og búningar voru í góðu samræmi við þann tíma sem leikurinn gerist á. Leikstjórinn, Gunnar Eyj- ólfsson, ávarpaði gesti að leikslokum. Lýsti hann mik- illi ánægju með samstarfið við LL, sem hefði verið ein- staklega gott. Hann sagðist fagna því hve leiklistin hefði skotið mörgum frjósprotum á Suðurnesjum, „en ég, Keflvíkingurinn, er ættaður úr Garðinum og Leirunni," og fögnuðu leikhúsgestir þeim orðum með kröftugu lófataki. - ná. AUGLÝSINGASÍMINN 1717 AUGLÝSINGASÍMINN QDO Legg flísar og marmara ásamt arinhleðslu. Einnig alhliða múrverk. Þröstur Bjarnason Múrarameistari Hólabraut 16 - Siml 3532 Prjónakonur Kaupum fallega vel prjónaða sjónvarps- sokka, 60 cm langa. Móttaka miðvikudaginn 18. maí kl. 13-15 að Iðavöllum 14b, Keflavík ÍSLENZKUR MARKADUR HF. rniismí

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.