Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 11.05.1983, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Miðvikudagur 11. maí 1983 Heilsugæslan, góðan dag____ Hver kannast ekki við þessa setningu, eöa öllu heldur rödd sem kemur í sfmann þegar þú hringir í 3360? Þú hringir vanalega ekki þangað nema að eitt- hvað ami að þér og þú þarfnast ,,viðgerðar". Þú sem sagt hringir í heilsugæsluna þegar þú ert lasinn og spyrð hvort þú getir fengið tíma hjá lækni. Símastúlkan svarar ansi elskulega, að því miður sé það ekki hægt í dag, en hvernig væri að þrófa á morgun? Jú, það er allt í lagi, klukkan hálf tíu skaltu mæta. Þú ert orðinn öllu skárri eftir aö hafa talað við röddina á heilsugæslunni. En þú kemst fljótt að raun um að það er bara plat-bati og þú hringir afturog segist vera öllu verri en fyrr, kominn með yfir fjörutíu stiga hita, svitnir eins og i vinnunni og sért á klósett- inu öllum stundum. Hún (röddin) spyr hvort þú hafir reynt að liggja fyrir með heitan bakstur við magann. Þú segist ekki hafaeiröí þér að liggja fyrir, en þú viljir fá lækni í húsvitjun. Hann kemur bara ef það er eitt- hvað nauðsynlegt, segir röddin þá. Þú segir það vera alveg bráðnauösynlegt, þú getir vara ekki verið svona lengur. Röddin segir að þú verðir að hringja eftir kl. 5. Þú þakkar fyrir þig. Klukkan tifar áfram, mikið er tíminn alltaf lengi að líða þegar þú ert veikur. Jæja, þá er klukkan oröin fimm, þú þrífur símann upp og hringir. Símsvarinn talar við þig og gefur þér uþþ annað símanúmer. Þú hringir aftur, í það númer, annar símsvari svarar, þar sem segir að læknirinn sé farinn í vitjun upp í Grinda- Hvar er pósthúsið? Ég er einn þeirra sem mikiö ferðast innalands, bæöi starfs míns vegna og til að kynnast landinu okk- ar. Á þessum ferðum þarf ég oft á þjónustu pósthús- anna á hinum ýmsu stöðum að halda. Hér í Keflavik gekk mér mjög erfiðlega að finna það, þó þaö hafi tekist að lokum, og má það furðu sæta að engin merking skuli vera á þessari nauðsynlegu stofn- un. Aökomumaður Vegna þessa bréfs höfðum við samband við Björgvin Lútherssonar símstöðvar- stjóra. Hann sagði að nú væri i pöntun Ijósaskilti með merkingu Pósts og Síma, og væru liðin 3-4 ár síöan pöntunin var lögð inn. En það sem helst hafi dregið afhendingu á skilt- unum væri sú reynsla sem væri hér við Hafnargötuna, þar sem Ijósaskilti fá yfirleitt ekki að vera í friði fyrir skemmdarvörgum. Þetta þætti sér mjög slæmt og hefði hann reynt ítrekað að fá skilti þrátt fyrir þessa reyslu. Árangurinn væri sá, að nú fyrir haustið yrði sett hér upp Ijósaskilti sem merkti staðinn vel. Að vísu hefðum við mastrið stóra, sem sést víða að, en það vissu ekki allir hvað það merkti, en yfir höfuð væri hann mótfall- inn gluggaskiltum. En eins og áður segir leysast þessi mál með haustinu. - epj. Tíðar uppákomur í Vitanum Sl. sunnudag var haldið upp á ársafmæli veitinga- hússins Vitans í Sandgerði með kaffihlaöborði, auk þess sem Bergþóra Árna- dóttir vísnasöngkona skemmti gestum með söng sínum. Hefur rekstur vieitinga- staöarins gengið nokkuð vel þetta fyrsta ár sitt, en veitingamaöurinn hefur bryddaö upp á ýmsum uppákomum þennan tíma, t.d. hefur Bergþóra komiö fram fjórum sinnum auk þess sem hún hefur komið TRAKTORSGRAFA MF 50 B Tek afi mér alla almenna gröfuvínnu. Frlfibjörn B|öm»»on Sfml 3734 óvænt í hádegismatartím- um. í sumar hefur verið ákveðiö að hafa kaffihlað- borð alla sunnudaga og ættu Suöurnesjamenn að koma við á sunnudagsrúnt- inum og kynnast því. - epj. Bergþóra Árnadóttir skemmtir I Vitanum vík, já, þeir verða víst veikir þar líka. Þú reynir aftur seinna, þáer læknirinn úti í Sandgeröi, eða var þaö úti í Garöi? svo á hann eftir að vitja inni í Vogum og suður í Höfnum. Jæja, þá getur hann líka farið að byrja á Njarðvík og Keflavík, ef hann er þá ekki þúinn með hluta af þeim vitjunum strax. Já, hugsar þú með þér, skyldu þeir ekki vera þreytt- ir þessir menn, vera allan daginn á fullu, í símanum, vitjunum, móttöku og veriö að kvabba á þeim allan dag- inn? Ekki vildir þú vera í þeirra sporum, aldrei friður. Nei, þú einfaldlega hættir við að reyna aö ná í lækni, því þú veist að þú ert vís með að vera oröinn góður þegar það loksins hefst að ná í hann. Eins og gamall vinur minn sagði: Hér eru læknarnir lausir við stress, þó líflegt sé hjá þeim að gera. Þeir dæma þig annað hvort ákveðið-,,hress", ellegar „finitó", búinn aö vera. P.S. Heyrðu annars, mér finnst það nú ansi slæmt ef (slendingar þurfa aöfaraaö kenna Könunum að reykja hass. Kannskieggiðséfariö að kenna hænunni? 0.0.7. Bílasala Brynleifs Vatnsnesveg 29a - Keflavík - Sími 1081 Vegna eftirspurnar vantar t.d. Hondur, Mözdur, Saab og Toyotur árgerðir 1979 - '82. Opið alla virka daga og laugardaga IBílasala Brynleifs Tilkynning frá Hitaveitu Suðurnesja DRÁTTARVEXTIR VERÐA INNHEIMTIR frá og rneö 15. maí 1983. Hitaveita Suðurnesja Næsta blað kemur út 19. maí *iH/&2=r NEI, NÚ FER ÉGÍ TRIMMIÐ. Allt í trimmið. Hafnargötu 54 - Sími 1112

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.