Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 11.05.1983, Blaðsíða 12
VlllMiuuii Miðvikudagur 11. maí 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717. [ m G i SALAT 1 L hm ; SPARISJOÐURINN AfitT^-^—-C3u :¦'"^^ábu^^^jjj^^--- ''''¦¦¦¦ ¦¦¦'''''¦ fff i.l!i5"; ttMiutartj Keflavík Sími 2800 Njarövík Sími 3800 Garöi Sími 7ioo Eika-grill rall hjá Aksturs- íþróttafélagi Suðurnesja Akstursíþróttafélag Suð- urnesja hélt sitt fyrsta rall um síöustu helgi, svonefnt Eika-grill rall. Keppnin var um 280 km löng og þar af voru sérleiðir um 114 km. Hinir kunnu bræður, Ómar og Jón Ragnarssynir, sigr- uðu í rallinu, en rall þetta er Sigurvegararnir Ómar og Jón Ragnarssynir á fullri ferð. það fyrsta í stigakeppninni um íslandsmeistaratitilinn. Fyrsti bíllinn var ræstur kl. 7 á laugardagsmorgun frá Tollvörugeymslunni í Keflavík og þaðan var ekið yfir Stapa og síðan hjá Sel- tjörn. Frá Seltjörn var ekið út á Reykjanes, en það var sérleiö, að Grindavík. Frá Grindavík var ekið út á fsólfsskálaveg og snúið þar við og ísólfsskálavegur ek- inn til baka aftur. 20 þátttakendur hófu keppni í Eika-grill rallinu, en 13 luku keppni eftir harða baráttu og fór svo að Ómar og Jón komu fyrstir í mark á Renault. ( öðru sæti urðu þeir Halldór Úlfarsson og Tryggvi Aðalsteinsson á Toyota, og í þriðja sæti urðu Steingrímur og Svavar á Datsun. í fjórða sæti urðu þeir Jón S. Halldórsson og Hjalti Hafsteinsson á BMW. pket. Spurningin: Er neysla fíkniefna að aukast? Erna Árnadóttir: ,,Ég hef ekki hugmynd um það, gæti þó ímyndað mér það." KARLAKÓR KEFLAViKUR: Fjölbreytt efnisval á tónleikunum n.k. þriðjudag og miðvikudag ( ávarpi formanns Karla- kórs Keflavíkur, Jóhanns Líndal, (söngskrá fyrir tón- leika 17. og 18. þ.m., kemur fram að í tilefni 30 ára af- mælis kórsins 1. des. n.k. hafi verið brugðið út af þeirri venju að syngja ein- göngu hefðbundin karla- kórslög, heldur verði einnig sungin 7 lög eftir unga kefl- víska tónlistarmenn, og séu sumir textanna einnig eftir Suðurnesjamenn. Lögin út- setti stjórnandinn, Eiríkur Árni Sigtryggsson. Einsöngvarar að þessu sinni eru Jón Kristinsson, Sverrir Guðmundsson, Steinn Erlingsson, Sævar Helgason og Haukur Þórð- arson. Undirleikarar eru Ragnheiður Skúladóttir, Finnbogi Kjartansson og Magnús Kjartansson. Fram kemur að starfsemi kórsins hafi verið meö ágætum á siöasta ári. Farið var til Austfjarða sl. vor. sungnir 3 konsertar þar. Árshátíð kórsins varhaldin í fyrsta skipti í félagsheimil- inu í vetur, en áætlað er aö Ijúka viö efri hæðina nú í sumar og taka hana í notk- un formlega þann 1. desem- ber n.k. á 30 ára afmælinu. jl/epj. Sigurður Jónsson: ,,Ég hef ekki orðið var við það." Grunnskólinn í Keflavík: Prófin byrjuðu í gær Próf eru byrjuð í öllum skólum landsins, en í gær var fyrsta prófið í Grunn- skólanum i Keflavík, en síð- asti kennsludagur var sl. fimmtudag og var auðvitað haldiö upp á þaö meö pompi og prakt með skemmtun, sem nemendur skólans héldu í skólanum þar sem kennarar voru einnig þátttakendur. Stóð sú skemmtun fram eftir degi en til skemmtunar voru ýmis uppátæki nemenda, mælskukeppni og ýmisíegt fleira. Að lokum var disko- tek um kvöldið. Þaö má því segja að það hafi verið önnur og betri hegðun hjá krökkunum en í fyrra, sem ekki skal tíundað hér, en víst er að þetta fór allt fram með sóma og eiga krakkarnir hrós skilið fyrir framtak sitt á síðasta skóla- degi sínum. - pket. Viktor Kjartansson vann mælskukeppnina, en auk þess hlaut hann aöra vióurkenningu, eins og sjó má á myndinni. ARNEY KE 50 AFLA- HÆST Á SVÆÐINU Annars staöar í blaöinu er birt aflaskýrslan fyrir vertíöina sem nú er að Ijúka. Eins og áður verður að leggja saman tölur frá Keflavík, Sandgerði, Grinda vík og jafnvel Þorlákshöfn til aö sjá hverjar aflatölur einstakra báta eru. Blaðinu hefur tekist aö afla talna yfir flesta Suður- nesjabáta, þó með þeirri undantekningu að i afla- skýrslunni frá Grindavík vantar tölur úr janúar. Staf ar þetta af því að á haf n- arvigtinni þar er ekki gefin út heildarskýrsla, heldur aöeins skýrsía yfir hvern mánuö og hefur okkur ekki tekist að fá janúarskýrsl- una til að leggja við hinar tölurnar. Fljótt á litið viröist þó vera svo, að af Sandgeröisbátum sé Arney KE 50 aflahæst með 629 tonn og af Kefla- víkurbátum sé það Happa- sæll KE 94 með 527 tonn. Þessar tölur eru þó með þeim fyrirvara aö einhver annar bátur hafi landað afla í Grindavfk í janúar, sem getur breytt dæminu. - epj. Kristjár 1 Hansson: ,,Ég vona ekki." • B ~jM ¦ *M það. Gunnar Sveinsson: ,Mér er ekki kunnugt um

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.