Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 19. maí 1983 VÍKUR-fréttir mun pétUl Útgetandl: VlKUR-fróttir hf. Rltst). og ábyrgöarm.: Emil Páll Jónsson, simi 2677 Páll Ketilsson, sími 1391 Afgrelfisla, rltatjórn og augl.: Hafnargötu 32, II. hæö Sími 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavík Setning og prentun: GRÁGÁS HF. Keflavík VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ aö í byrjun júni flytjum viö aö Vallargötu 14. rintiTOnmm r ET ^ - 11 Knattspyrnuvertíðin hafin: „Fyrstu leikirnir eru þýðingarmiklir“ - segir Guðni Kjartansson, þjálfari ÍBK Fyrsti leikur Keflvíkinga á þessu keppnistfmabili er í kvöld, fimmtudag, viö Val, og hafa okkar menn æft stlft undir stjórn Guðna Kjart- anssonar frá því I janúar sl. Knattspyrnuáhugamenn I Keflavík eru aö vonum spenntir og vonast auðvitaö eftir góöum árangri hjásínu liöi. Árangur liösins I fyrra var ekki til aö hrópa húrra fyrir, þannig aö vonast er eftir betri árangri I ár. (til- efni af byrjun vertiöar feng- um viö Guöna í stutt spjall og kynnum um leiö hópinn sem æfir undir hans stjórn. Um 20 manna hópur hefur æft undir stjórn Guöna frá því æfingar byrj- uöu í desember aö litlu leyti en aö fullu í janúar. Er hóp- urinn skipaöur aö mestu leyti eins og í fyrra, og skal þá fyrst nefndur Þorstelnn Bjarnason í markinu, lands- liösmarkmaöur, en eins og kunnugt er þá stóö til aö hann færi erlendis til að leika knattspyrnu en úr því varö þó ekki. Skúll Jónsson er ungur og efnilegur mark- maöur og veröur varamað- ur liösins. Bakverðir eru þeir Rúnar Georgsson, Kárl Gunnlaugsson, PAII Þor- kelsson og Óskar Færseth, sem kominn er aftur í liöiö, en hann lék ekki meö því í fyrra. Miðveröir eru þeir Gfsll fyrirllöl Eyjólfsson, Inglber Óskarsson, Björn Ingólfsson og Sigurbjörn Gústafsson, sem tekið hefur fram skóna aö nýju. Miövallarleikmenn eru þeir Slguröur Björgvlnsson, Elnar Á. Ólafsson, Skúli Rósantsson, Magnús Garö- arsson, Ingvar Guömunds- son og Freyr Sverrlsson, sem gengið hefur aö nýju í ÍBK eftir stutta dvöl hjá Reyni í Sandgerði. Fram- línumenn eru þeir Óll Þór Magnússon, Björgvln Björgvlnsson, sem varö annar markahæsti leikmaö- ur 3. deildar í fyrra meö Víöi í Garöi, Hermann Jónasson og Björn Oddgelrsson. Þetta er sá hópur sem æft hefur undir stjórn Guðna, en auk þess má geta að endurnýi Ragnar Margelrs- son ekki samning sinn viö belgíska félagiö sem hann leikur meö, þá er auövitað vonandi aö hann komi og leiki með (BK aö nýju og er þaö von bæjarbúa og knatt- spyrnuáhugamanna hér í Keflavík, að hann eigi eftir aö sjást ( Keflavíkurbún- ingnum á ný, en vitaö er aö önnur félög falast eftir pilti meö gylliboöum, en þaö verður bara aö bíöa og vona þaö besta. Hvernlg leggst komandl keppnistfmabll f þig? „Nú, sumariö leggst svona sæmilega vel í mig, það hefur gengið ágætlega fram aö þessu, þannig að maður getur ekki annaö en veriö bjartsýnn aö sæmileg- ur árangur náist og þá betri en í fyrra. Meö samheldni á hann aö nást og þaö er alveg Ijóst aö hvert einasta fótboltaliö byggist á sam- heldni innan hópsins og sé hún ekki fyrir hendi hlýtur að vera erfitt aö ná árangri, því þetta eru 11 leikmenn aö leika sem eitt lið að ein- hverju marki, en ekki 11 einstaklingar." Nú fálö þlö 2 heimalelki í byrjun mótslns, - gæti þaö ekkl haft elnhver áhrlf á gengl liösins I mótinu? ,,Þaö er auðvitað mikiö atriði hvernig fyrstu leikirnir koma út fyrir liðiö upp á framhaldiö, og komi þeir vel úter þaöekki nemagotteitt fyrir liðið. Þaö á aö vera styrkleiki fyrir okkur að fá þessa heimaleiki f byrjun, og er vonandi að áhorfend- ur láti sjá sig og hvetji sína menn, því allir vita hvað þaö getur haft mikið aö segja fyrir liöið.“ Nú haflö þiö æft frá þvf snemma f vetur, - hvernig hefur æfingasókn veriö? ,,Við byrjuöum af fullum krafti í janúar, eftir að samn- ingar viö mig um þjálfun liðsins höföu fariö fram, við höföum aö vísu æft lítillega f desember, en frá þvf við byrjuðum hefur æfinga- sókn verið nær 100% hjá hópnum." „Gerlröu þér vonlr um sæti ofarlega i deildinni? ,,Þaö er mikill hugur í mönnum og víst að mann- skapurinn ætlar aö sýna hvaö í honum býr. Ég vil helst ekki bendla okkur viö eitthvert sérstakt sæti, en Guóni Kjartansson markmiöiö til að byrja meö er að ná betri tölu úr byrj- unarleikjunum heldur en í fyrra, því oft er dæmiö hugsað þannig, aöeinungis er stefnt ofar en áður og ekki aö taka of stóran bita upp í sig. Sé ekki einungis horft á árangur liðsins, þá er þaö mikið atriði aö gera leikmennina betri sem ein- staklinga heldur en þeir voru áður, en auövitað þannig að þeir nýtist vel innan liösheildarinnar." Framh. á 9. sfðu RAÐHÚS TIL SÖLU 116 ferm. raðhús í smíðum við Norðurvelli. Húsin verða afhent fokheld í haust. Verð frá kr. 1.000.000. Teikningar fyrirliggjandi. Nánari upplýsingar gefur Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæð, Keflavík, sími 3722, 3441 KEFLAVÍK: Elnbýliahús vlö Baldursgötu, mjög mlklö endurnýjaö ásamt bllskúr. • Verö 1.100.000. Elnbýllshús I góöu ástandl vlö Vesturbraut meö bil- skúr. - Verö 1.250.000. Eldra einbýllshús vlö Vallargötu. - Verö 890.000. NJARÐVÍK: Góö efrl hæö vtö Holtsgötu. - Verö skv. samkomul. 140 ferm. nýtt fullfrágengið elnbýllshús meö bflskúr (tlmburhús) vlö Háseylu. Fasteignaþjónusta Suöurnesja Hafnargötu 31, II. hæö, Keflavík, símar 3722, 3441 __________________________________________f Fasteignaþjónusta Suðurnesja Vegna mikillar sölu undanfarið vantar íbúðír af öllum stærðum og gerðum í Keflavík. Meistaraflokkur iBK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.