Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 19. maí 1983 3 70-90% virða ekki Nú er fariö aö styttast í eitt ár síðan Hafnargatan var breikkuð milli Víkur- brautar og Flugvallarvegar, en um leiö voru settar upp tvær akreinar fyrir akstur noröur Hafnargötu. Þrátt fyrir þaö aö nú sé komið umferðarmerki sem segir til um hvernig aka skuli, er þaö hending aö eftir því sé farið. ( sfðustu viku tókum viö nokkrar skyndikannanir á þessu við gatnamót Víkur- brautar og virðist svo vera að milli 75-90%af þeimsem aka þarna noröur Hafnar- götu séu á rangri akrein og mjög oft, þaö oft aö við náöum ekki tölu yfir þaö, munaði aöeins hársbreidd aö ekki yröu haröir árekstr- ar. reglurna Fyrir þá sem ekki kunna umferöarmerkin skal á þaö bent að miðakreinin er aö- eins fyrir umferð sem ætlar aö beygja upp Faxabraut, akreinin nær sjónum er bæði fyrir umferö niöur aö höfn og eins áfram niöur Hafnargötuna. Á meðfylgjandi mynd er sýnt hvernig ekki á að aka. epj. Hór kunna bilarnir hægra megin ekki umferOarreglurnar Sævar Helga og íþróttamálin Þaö voru kaldar kveðjur sem blaðið fékk á hátíðar- fundi í tilefni af 25 ára af- mæli Tónlistarfélags Kefla- víkur nú nýverið. íhátíðar- ræöu sem Sævar Helgason flutti sagði hann: ,, . . ég reyndi að koma grein um 25 ára afmælissögu félagsins í blaö sem gefið er út hér á svæðinu, en fékk afsvar, en í þessu sama blaði voru 4 greinar um íþróttaatburöi. Sýnir þetta afstööu ritstjór- ans, sem metur það hvaö séu fréttir og hvaö ekki og hvaö sé seljanlegt og hvaö ekki.“ Af þessu tilefni höföum viö samband við Sævar og bentum honum á aö umrætt afmæli hefði fengiö mikla og góða umfjöllun á bak- síöu og forsíðu í fleiru en einu blaði, auk greina á inn- síðu, á sama tíma og yfirleitt sæust ekki íþróttagreinar á útsíðum. Varðandi þessa ákveönu grein, þá heföum við óskaö eftir því aö fá styttri og betri grein um félagið ( dag og taldi hann þaö sjálfsagt, því blaðið reynir að fylgja frek- ar nútíma fréttaþjónustu en ekki frásögnum sem teljast frekar til heimildargreina, nema þá helst í jólablaöi, auk þess eru lengri greinar yfirleitt látnar sitja á hak- anum og löng grein sem þessi heföi ekki komist f umrætt blað. Þessari ábendingu tók Sævar þannig, aö hann kom meö aöra grein sem upp- fyllti umrædd atriöi og fékk hún pláss á baksíöu, auk þess sem Herbert H. Ágústsson fékk birta grein á forsíðu, sem yfirleitt á sér ekki staö þegar um aösend- ar greinar er aö ræða. Þrátt fyrir að Sævar Helgason hafi gert þetta mál sitt að opinberu máli í hátíðarræöunni, var gerð tilraun til aö ræöa viö hann í síma um viðkomandi mál áöur en það yröi tekið upp hér í blaðinu, þá tókst það ekki. Samt féllst hann á okkar rök, en kom síðan alltaf inn á að íþróttir fengju betri umfjöllun. Auk þess sem hann í lokin sagöi aö þetta heföi ekki átt viö okkur sérstaklega. Þá spuröum viö hann hvert annað hann hefði sent þessa grein og þá kom svar- iö, sem stangaöist á viö annað: „ekkert nema í Vík- ur-fréttir“. Á þessum sama fundi sátu fulltrúar Keflavíkur- bæjar undir skömmum yfir því hvaö bæjarfélagiö heföi lítið gert fyrir félagiö og annað í þeim dúr, en um þau atriði látum viö þá um aö svara. Aö lokum viljum viö þó benda Sævari á, aö vilji hann ná einhverju fram, þá má hann ekki samþykkja það í ööru oröinu og skamm ast yfir því í hinu. Slíkt er ekki til góðs, hvorki fyrir tónlistarmálin hér né Sævar sjálfan, vilji hann láta taka mark á sér. Ritstjórar Drangur tekur vörur í Keflavík Flóabáturinn Drangur kom sióasta iaugardag til Keflavikur til aö takasaltsem komiö hafOi veriö fyrir i plastkörum ogpokum.En þar sem Drangur var þegar oröinn vel lestaöur gat hann aöeins tekiö þaö sem ver i körunum, eöaum 50 tonn, og flutt þaö noröur. - epj. Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 57 - Keflavík - Símar 1700 og 3868 KEFLAVÍK: 2ja herb. fbúöir 2ja herb. hugguleg rishæö v/Vatnsnes- veg ................................. 620.000 2ja herb. nýleg íbúö viö Heiðarból ... 750.000 Háseyla 7, Njarövfk: Nýtt einbýlishús, fullbúiö, ásamt 30 ferm. garöhúsi og bílskúr. 2.200.000. 3ja herb. íbúöir 3ja herb. íbúðir viö Mávabraut 7 og 9. Lausar nú þegar, lítiö áhvílandi ... 800.000 3ja herb. íbúð við Mávabraut 4 ..... 950.000 Mjög góð 3ja herb. íbúö við Hringbraut ásamt bílskúr ...................... 850.000 Glæsileg 3ja herb. neðri hæöviðSunnu- braut, sér inng., margt endurnýjaö ... 950.000 100ferm. efri hæö v/Smáratún, sérinng. 950.000 4ra herb. fbúöir 120 ferm. efri hæö ásamt 60 ferm. kjall- ara og 45 ferm. bílskúr í sérflokki, við Hringbraut ........................... 1.400.000 4-5 herb. efri hæö viö Faxabraut.... 850.000 245 ferm. neðri hæð viö Vatnsnesveg ásamt bílskúr ........................ 1.050.000 108 ferm. efri hæö við Framnesveg í góöu ástandi ......................... 1.100.000 105 ferm. efri hæö við Hringbraut ásamt bílskúr .............................. 950.000 Raöhús Gott raöhús við Mávabraut, 2x75 ferm., lítiö áhvílandi ...................... 1.450.000 Endaraöhús við Sunnubraut, 2x70 ferm. ásamt bílskúr ........................ 1.550.000 150 ferm. raöhús viö Faxabraut ....... 1.100.000 Elnbýli Eldra einbýli, timbur, við Vesturgötu, mikiö endurbætt ..................... 1.050.000 Glæsilegt einbýlishús við Suöurvelli, eign i sérfl. - Skipti á raöhúsi möguleg. NJARÐVÍK: Úrval af 3ja herb. íbúöum við Hjallaveg og Fífumóa. 120 ferm. huggulegt einbýlishús viö Borgarveg, 12 ára gamalt, ásamt bílskúr 1.800.000 2ja herb. góð íbúö í fjórbýli v/Holtsgötu 730.000 153 ferm. einbýli viö Borgarveg ásamt bílskúr ........................... 1.600.000 SANDGERÐI: 121 ferm. efri hæð v/Vallargötu, sér inngangur ........................ 900.000 173 ferm. einbýli viö Noröurgötu . 1.550.000 108 ferm. efri hæð viö Brekkustíg .... 750.000 Holtsgata 30, Njarövfk: Einbýlishús, steinsteypt, ásamt góöum bílskúr. Ýmis- legt endurbætt. Nýtt gler fylgir. - 1.400.000. Aöalgata 13, Keflavik: Eitt gamalt og gott sem stendur vel fyrir sínu. - 800.000. Noröurvelllr 2, Keflavfk: 180 ferm. nýtt raöhús, tilbú- iö undir tréverk, allar teikn- ingar af innréttingu til staö- ar ásamt 40 ferm. af gólf- flísum. - 1.600.000. Hátelgur 2, Keflvfk: Ein sem leynirásér. 1. hæð, suðursvalir. Einkasala. - 950.000. Vesturgata 8, Keflavfk: Toppíbúö í sérflokki, full- gerö, sér inng. Einkasala. 1.100.000. Hringbraut 68, Keflavik: 120 ferm. efri hæö + 'h. kjall- ari ásamt bílskúr, f góöu ástandi. - 1.400.000. Noröurgaröur 7, keflavik: Höfum fengiö þetta glæsi- lega raöhús í einkasölu. Eign í algjörum sérflokki. Fullbúiö bæöl úti og inni. - 1.950.000.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.