Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 19. maí 1983 VÍKUR-fréttir --------------------------N Fyrir hvítasunnuhelgina GALLABUXUR, frábært úrval. BÓMULLARBOLIRNIR vinsælu í mörgum litum. STUTTERMASKYRTUR nýkomnar á dömur og herra. MOKKASÍNUR - tilvaldir sumarskór í dömu og herrastærðum. - Margir litir. Kíktu inn, þú sérð ekki eftir því! Troðfull búð Po/chJon af nýjum vörum Þeir bestu nota UHL-SPORT MARKMANNSHANSKA Til í öllum stærðum, 614 - 11, 5 gerðir. Einnig UHL-SPORT markmannspeysur 1,1 °9 stuttbuxur. Simi 2006 Hringbraut 92 - Keflavik SjfM/ktvLk 0 Slmi 2006 ^ Hringbraut 92 - Keflavik j Fólk ber ekki virðingu fyrir almennri umgengni Annars staðar í blaðinu er vakin athygli á auglýsingu þess efnis að bannað sé að henda rusli og jaröefnum á ýmis opin svæði f Njarðvík, og er það bæjarverkstjórinn í Njarðvík sem auglýsir þaö. ( framhaldi af auglýsingu þessari tókum við tali Sig- mar Ingason, bæjarverk- stjóra og spuröum hann nánar út í þessi mál. Hann bauð okkur í ökuferð um bæinn þar sem meöfylgj- andi myndir voru teknar, málinu til stuðnings. [ viðtalinu sagöi Sigmar að það angraði sig mikið alls konar drasl utan vegar þar sem fólk færi ekki eftir hindrunum eða aövörunar- skiltum um að losun væri bönnuö, og sem dæmi þar um benti hann áað við Fitja- braut er áberandi skilti. Samt hefur fólk losaö sig við alls konar úrgang í að- eins 30 metra fjarlægð frá skiltinu. ,,Megin ástæöa fyrir þessu er sú aö fólk notar f rí- tíma sinn til alls konar heimaiðju og þegar það þarf síðan að losna viö úr- ganginn þá er Sorpeyðing- arstöðin lokuð fyrir þetta fólk og þá bara losar þaö sig við draslið á víðavangi," sagði Sigmar. „Þetta hefur mikið versnað eftir aö stöö- in tók til starfa, því áöur mátti losa sig viö drasl út á hauga hvenær sólarhrings sem var. Ekki má þó kenna stööinni um þetta allt sam- an, því fólk berallsekki virð- ingu fyrir almennri um- gengni og því er útlitið svona, og síðan verður bæjarfélagiö að eyða stórfé og dýrmætum sumartíma í aö hreinsa eftir þetta fólk sem kann ekki almennar umgengnisvenjur. Þó einstaklingar séu slæmir þá er ýmis verktaka- starfsemi og vélaútgerð ekki skárri, s.s. sjá má víða t.d. í Innri-Njarövlk. Þessir aðilar flytja jafnvel aö sér vinnutæki og fleira og stað- setja síðan tækið og alls konar drasl þar sem hendi er næst. Þá vill það alltof oft brenna við að fyrirtæki noti fjörukambinn bak við hús sín sem ruslahauga og áður en nokkur veitaferu komnir þarna miklir haugar." Látum myndirnar tala, en athygli skal vakin á því að hér eru aðeins um opin svæöi að ræða, lóðir fyrir- tækja, sem víöa mega vera betri, eru ekki teknar með. Dæmigerö vólaútgerö i Innri-Njarðvik Smádrasl á fjörukambi er oröinn mikill haugur Verktakastarfsemi i ibúöahverfi 30 metrum frá þessu skilti er bæöi losuö mold og drasl

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.