Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudgur 19. maí 1983 VÍKUR-fréttir Ólafur og Þór, málningarverktakar Ólafur Guðmundsson hjá Ólafi og Þór í Njarðvík, hefur nú um nokkurt skeið rekiö umboðssölu fyrir ýmsar vörur frá Slippfélag- inu í Reykjavík, svo sem CUPRINOL-fúavarnarefni og HEMPEL’S-málningu. Vegna hagkvæmra samn- inga um innkaup á vörun- um hefur Ólafur getaö boð- ið allar vörur á veröi sem er undir verksmiðjuveröi. Er útsala þessi opin alla virka daga frá kl. 18-20 í Lager- húsnæöi Ólafs að Bolafæti 3 i Njarövik. Á miðvikudaginn í síð- ustu viku hittum viö þar innfrá þá Ólaf, Tryggva Magnússon, sölustjóra Slippfélagsins í Reykjavík, og Paul Collier, sem er út- flutnings söluskrifstofu- stjóri hjá Cuprinol Ltd., en Paul var hér á landi til að kynnast þörfum markaðar- ins hér til að verksmiðjan gæti uppfyllt þær kröfur sem hér eru geröar í fram- leiðslu fúavarnaefna. Slippfélagið í Reykjavík sér um aö framleiða þær vörur sem íslenski markað- urinn notar undir þessu vörumerki, en Cuprinol er mjög vinsælt vörumerki á þessu sviöi, víða ytra t.d. framleiða þeir um 54% af þörfinni á breska markaö- inum, en afgangurinn þar skiptist yfir á um 20 vöru- merki. í viðtali við blaöið sagöi Tryggvi Magnússon aö Cuprino! hefði komið mjög vel út í veörunarþolsprófun sem Rannsóknarstofa bygg ingariðnaðarins fram- kvæmdi, enda væri svo komið, að fyrirtæki eins og Húsasmiðjan í Reykjavík og Gluggasmiðjan notuðu ein- göngu þetta efni við djúp- fúavörn, en síðan má setja hvaða lit sem er í yfirborðs- vörn. Undir þessu merkieru framleidd fúavörn og lökk af ýmsum gerðum og er t.d. ein gerðin sérstaklega við- urkennd af bresku eftirliti til notkunar á ýmis barnaleik- föng, þ.e. í þau má bíta án þess að skaöast af efninu. Utan Cuprinol framleiðir Slippfélagiö Vitretex, sem er mest selda sandmálning- in og Hempel’s, sem et löngu þekkt vara, og t.d. 80-89% af skipaflotanum notar málningu undir því vörumerki, sem er að sögn Tryggva mjög sterk máln- ing til ýmissa hluta, innan- húss sem utan. Og að lokum hafa þeir hafið fram- leiðslu á nýju merkiaf sand- sparsli, bæöi fyrir hamraða og grófa áferð og er t.d. hægt að sprauta því á veggi í stað fínpússningar og sparast bæöi með því mikill tími og ekki þarf að nota mynsturmálningu, en samt er hægt að ná fram ýmsum áferöum. Tryggvi lagði mikla áherslu á aö í sambandi viö Cuprinol þá væri það eina fúavarnarefniö sem hefði þá eiginleika að lýsast meö Á miövikudag, fimmtu- dag og föstudag í síöustu viku fórfram í Félagsheimil- inu Festi í Grindavík, fræðslunámskeið fyrir sveit arstjórnarmenn, á vegum SSS. Farið varyfirlög og reglu- gerðir varðandi sveitar- stjórnir, gerö fjárhagsáætl- ana og ársreikninga, svo og dagleg störf sveitarstjórna. Byggðist námskeiöið á fyr- irlestrum og siðan var skipt niður í vinnuhópa, þar sem settir voru sveitarstjórnar- fundir. Námskeið sem þetta eru hugsuð í upphafi hvers kjör- tímabils og var mikil og góð þátttaka í námskeiöinu. Var samþykkt að SSS myndi auka fræðslustarf sitt í framhaldi af námskeiði þessu. tímanum, þannig aö alltaf má endurnýja meö sama litnum, en varðandi önnur efni þá dökknuöu þau meö tímanum og því yrði næsta yfirferö dekkri en var t.d. áriö áöur, en endurmálning meö Cuprinol væri alltaf sú sama, væri fyrir því áhugi. epj. Fyrirlesarar á námskeiði þessu voru af hálfu SSS þeir Jón K. Ólafsson, Jón Hólm- geirsson og Eiríkur Alex- andersson, en af hálfu Sam- bands ísl. sveitarfélaga, sem hélt námskeið þetta í samvinnu við SSS, voru Magnús E. Guöjónsson, Garðar Sigurgeirsson og Birgir Blöndalh. Þá sáu þeir Tómas Tómasson og Finn- bogi Björnsson um vinnu- hópana, en Leifur ísaksson setti námskeiöið og sleit því. Vill SSS senda þakklæti til allra þeirra er stóöu að undirbúningi námskeiðs- ins svo og til húsráðenda í Grindavík. - epj. AUGLÝSIÐ f VfKUR-FRÉTTUM Ólafur Guömundsson (lengst t.v.) ásamt Tryggva Magnússyni og Paul Collier. Fræðslunámskeið sveitarstjórnarmanna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.