Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 19. maí 1983 11 Eignamiðlun Suðurnesja 5 ára: „íbúðaverð hefur ekki náð að fylgja verðbólgunni eftir“ - segir Hannes Ragnarsson, fasteignasali Eignami&lun Su&urnesja varö 5 ára 2. maf sl., en eins og mörgum er kunnugt er Hannes Ragnarsson eigandl fyrlr- tækisins og byrja&i hann reksturinn þar sem hann er nú f dag, aö Hafnargötu 57 f Keflavfk. í tllefnl af þessum áfanga fengum viö Hannes f stutt spjall. Hvernig gekk reksturinn f byrjun og hvernig er a& reka fasteignasöiu f dag? „Fyrstu 2-3 árin voru vissulega erfið, þar sem maður var algerlega reynslulaus í þessum bransa, en svo skólaðist maður með tímanum og þetta hefur gengið allt mjög vel. Þetta eru vissulega oftá tíðum viðkvæm viöskipti, því maður er jú að versla með aleigu fólks og það þarf oft töluverða lagni til að komast vel frá því, svo allir séu ánægðir." Er erflöara fyrir ungt fólk aö fara f fbú&akaup f dag en á árum á&ur? „Nei, ekki mundi ég segja það, hlutfallið er mjög svip- aö. Lánshlutföllin hafa að vísu versnað, þ.e. verðbóta- þátturinn, en hann var ný- byrjaður og var að komast í gagnið þegarég byrjaði hér fyrir fimm árum.“ Hugsa Su&urnesjamenn vel um sfn hús og eignir? „Þetta er mjög persónu- bundið og það er misjafnt hvaö fólk hugsar vel um eignir sínar og hvað það leggur mikið í þær. Suöur- nesjamenn eru hvorki betri né verri en aðrir í þessum efnum, nema ef helst væri að segja í minni byggðar- lögunum, en þar vill ástand íbúða oft vera verra en f stærri byggðarlögunum. En inn í þetta spilar einnig metnaður fólks og að sjálf- sögöu fjárráð." Hvar seljast fbú&lr best á Su&urnesjum? Innbrot í skemmur Um sl. helgi var brotist inn í skemmur sem eru neðan við gömlu bæjar- skemmurnar við Flugvallar- veg og miklar skemmdir unnar á trésmíðavélum sem þar eru. Málið er í rann- sókn. - epj. Auglýsingasfminn er 1717 „Það selst alltaf best í Keflavík og nýjar ibúðir eru alltaf vinsælastar, en samt er það nú þannig, að ef íbúðin er í góðu ástandi þá aö um 1000% á þessum 5 árum og hefur því allt að því fylgt verðbólgunni., en eins og ég segi, þá hefur það ekki gert þegará heildinaer litiö." Áttu von á þvf a& þróunin f fastelgnakaupum sé a& breytast, þ.e. aö rfkiö fari aö lána meira f fasteignum en á&ur? Hannes Ragnarsson (t.h.) ásamt stoðarmanni. selst hún yfirleitt fljótlega. Það er að vísu alltaf ákveð- inn kjarni af íbúðum sem gengur kaupum og sölum og eru því fyrir bragðið þyngri en aðrar íbúðir í sölu. Einnig hefur sala í ný- byggingum minnkað frá því áður, fólk virðist vera eitt- hvað hræddara við það en áður." Hefur fbúöaverö haldiö f vlö ver&bólguna? „íbúðaverð hefur ekki náð að halda í við verðbólg- una sem á okkar íslandi geisar og hefur gert undan- farin ár. Byggingavísitalan var 192 stig i apríl 1978, en var 1774 stig nú í apríl 1983, og hefur þvi hækkað um 1082 stig á þessum 5 árum. Aftur á móti kostar 3ja her- bergja íbúð með bílskúr, sem kostaði 9.7 millj. 1978 (97 þús. nýkr.) 870 þúsund í dag og hefur því hækkað um 780% á 5 árum, og hefur því ekki fylgt verðbólgunni. Ef við tökum annað dæmi og má þar nefna raðhús við Miðgarð í Keflavík, en það kostaöi í júni 1978 1.6 millj. (160 þús. nýkr.) en í dag kostar sams konar hús 1700 þúsund og hefur því hækk- Sigurði bróður sinum og að- „Þetta fer að verða eins og á Norðurlöndunum, þ.e. ríkið fer að lána meira, allt upp í 60-70% með húsnæð- isstjórnarlánum og lífeyris- sjóðslánum. Ég held að sú tíð sé að líða undir lok, að menn eigi þetta orðið alveg skuldlaust, nema þeir sem voru komnir yfir þetta áður en þetta skall á, þannig að það sem einstaklingarnir munu koma til meðaðeiga í þessu verður minna en und- anfarin ár. Það má því segja að framtíðin sé bjartari fyrir unga fólkið sem er að byrja búskap. Þaö fær lánað til 20-30 ára og þá er þetta mun auðveldara að fara í íbúðakaup og fólk þarf þá kannski ekki að vinna myrkr anna á milli til að komast í sína eigin íbúð. Þessi þróun gæti því jafnvel orðið til þess að það yrði meiri hreyfing á íbúðum og fólk ætti því auðveldara með að stækka við sig þegar að því kæmi. Ég vil þakka öllum við- skiptavinum okkar á þessum 5 árum fyrir sam- starfið og vona að það verði sem best í framtíðinni," sagði Hannes Ragnarsson að lokum. - pket. Frá Fjölbrautaskólanum: Skólaslit verða í Keflavíkurkirkju, laugardaginn 21. maí kl. 10.30. Skólameistari Frá Fjölbrautaskólanum: Skrifstofa skólans verður opin í sumar sem hér segir: í júnímánuði alla virka daga kl. 9-12 f.h. í ágústmánuði verðu skrifstofan opin kl. 9-12 f.h. dagana2.-13. ágúst, en kl. 9-12og 13-16 frá 15. ágúst að telja. Skólameistari Frá Fjölbrautaskólanum: Skráning nýnema fer fram dagana 24. maí til og með 3. júní 1983. Skólameistari NJARÐVÍK Lóðahreinsun 1983 Dagana 24. - 27. maí og 30. maí - 3, júní býður Njarðvíkurbær upp á brottflutning á rusli frá einkalóðum án endurgjalds. Þeir sem vilja notfæra sér þessa þjónustu, hafi samband við Áhaldahús Njarðvíkur- bæjar í síma 1696, eða skrifstofu Njarðvík- urbæjar í síma 1202. ATH: Allt rusl þarf að vera samansafnað út við götu eða þar sem bfll kemst auðveld- lega að. STEINSTEYPUSÖGUN Sögum m.a. gluggagöt, stigaop og hurðagöt. - Sögum einnig í gólf og innkeyrslur. - Gerum föst verðtilboð. Upplýsingar í símum 3894 og 3680. Hljóðlðtt - Ryklaust - Fljótvirkt TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI KRISTJÁNS OG MARGEIRS SF.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.