Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 19.05.1983, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 19. maí 1983 VÍKUR-fréttir Vaktavinna Starfsstúlka óskast á Dvalarheimilið Hlé- vang strax. Upplýsingar gefnar í síma 1870 milli kl. 13-15. Ertu að flytja, byggja eða breyta, búa til lóð eða girðingar? Til V.B.K. er vert að leita, varastu eftirlíkingar. Vörubílastöð Keflavíkur Lóðaskoðun hjá fyrirtækjum á svæðinu er hafin og er þess vænst að eigendur og umsjónarmenn fyrirtækja taki virkan þátt í fegrun byggðar- laganna með snyrtilegri umgengni við fyrirtæki sín. Hellbrigöisfulltrúi Verslunarhúsið Hafnar- götu 34 Keflavík er til sölu Efri hæðin er laus til afnota nú þegarfyrir skrifstofur eða skyldan atvinnurekstur. Stækkunarmöguleikar. Bílastæði. Eignin selst í einu eða tvennu lagi. Nánari upplýsingar gefa fasteignasalar í Keflavík. Óskum eftir 2ja-3ja herbergja íbúð tll leigu fyrir starfs- mann. JClfOpÍAA Hafnargötu 80 - Keflavík - Sími 2652 Atvinna Sjóefnavinnslan hf. óskar eftir að ráða starfskraft á skrifstofu. Verslunarskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. Upplýsingar í síma 3885 frá kl. 14-16 næstu daga. Sjóefnavinnslan hf. List og menning í listar- og menningarbæjum Fyrstu heimildir um leiklist f Keflavfk eru fró 1884-1885, en þá mun Nýársnótt Indriöa Ein- arssonar hafa veriö sýnd í vöru- skemmu kaupmannanna á staönum, þvf ekki voru nein samkomuhús komin. Síöan hefur veriö rekin hér leiklistar- starfsemi meö litlum hléum af hinum ýmsu fólagasamtökum. Og enn um 100 árum sfðar erum viö aö bisast viö aö halda uppi þess konar starfsem i hér á þessum menningar (lausa) staö. Ekki ætlaégaörekjasögu leiklistar í Keflavík, þaö gerði Skúli Magnússon f Heima er best fyrir nokkrum árum. Held ur ætla ég aö reyna aö lýsa hvernig þessir hlutir eru í dag. Ég efast um og meira en þaö, ég er viss um, aö enginn sem ekki hefur komiö nálægt upp- setningu á leikriti gerir sér grein fyrir því hversu geysilegt mikil vinna liggur á bak hverri uppsetningu. Byrjunin er aö velja leikrit og leikstjóra, mis- jafnt er hvort valið er á undan, algengara er aö leikstjórinn sé valinn fyrr. Þá er að velja leik- endur (sjaldan er um val aö ræöa). Þaö er gert meö því aö haldinn er fundur og kannaö hverjir ætli aö vera meö. Þá hafa veriö haldin leiklistarnám- skeiö rétt áöur en æfingatfma- biliö hefst og hefur þaö gefiö mjög góöa raun. Oft þarf þó að ganga á eftir fólki til aö taka aö sér hlutverk. Þegar leikarar hafa veriö valdir hefjast æfingar 6 kvöld í viku í minnstsexvikur,3-4tíma i senn. Sá sem tekur aö sér hlut- verk veröur aö fresta öllu ööru hobbýi þann tfma. Ekki mó gleyma blessuöum mökunum, þvf þeir eru grasekkjur/ekklar meöan allt stendur yfir. Þaö þarf fleira en leikara, s.s. leik- munasafnara, leiktjaldasmiö, búningasaumara, Ijósamann, ritstjóra leikskrár, hvíslara og aöstoöarleikstjóra svo eitt- hvaö sé nefnt. Þessi störf taka sfst minni tfma en hjá leikurun- um. Oftar en ekki eru þetta sömu aöilarnir (leikarar og aö- stoöarmenn) þannig aö álagiö er tvöfalt. Aö loknum stanslausum æf- ingum í 6-8 vikur og með sam- stilltu átaki allra þeirra sem aö sýningunni standa, hefst þetta allt saman. Oft er nótt lögö viö dag og Iftiö um svefn sföustu vikuna, menn taka sér frí úr vinnunni og skólanum til aö allt veröi sem best þegar aö frum- sýningu kemur. Þá gefst bæjar- búum kostur á aö sjá árangur- inn af uppskerunni. En þvf miö- ur eru það yfirleitt mjög fáir sem koma á sýningar, 30-40 manns er ekki óalgengur fjöldi. A frumsýningu koma svona um 100 manns (helmingur reynd- ar boðsgestir). Fellahefurþurft niöur sýningu vegna fámennis. Þó er hryggilegast aö frétta af fullum rútum i leikhús f Reykja- vfk þegar viö erum aö sýnafyrir tómu húsi. HÚSNÆÐISMÁL Þá eru þaö húsnæðismálin, en Leikfélag Keflavfkur hefur engan samastaö fyrir starfsemi sína. Undanfarin ár höfum viö fengiö inni hjó Tónlistarskól- anum fyrir æfingar, og stendur félagiö f mikilli þakkarskuld viö forróöamenn skólans. Einhvers staöar veröa sýningar aö vera. Þaö er nónast enginn staður f Keflavfk sem viö getum sýnt í, þvf Félagsbfó er frekar óhentugt til þess arna, bæöi fyrir leikara og áhorfendur. Þá fáum viö aöeins 3-4 æfingar ó öllu æfingartímabilinu f húsinu. Sföast en ekki sfst er þaö ieig- an sem er nokkur fyrir fátækt félag. Þess vegna hefur verið leitaö nokkrum sinnum f Stapa og leikiö þar. Þaö er mun hent- ugra húsnæði og gefur meiri möguleika hvaö leik og annaö varöar, auk þess sem við getum fengiö þar oftar inni en íbíóinu. Sföast en ekki síst, fyrirgreiösl- an er allt önnur og betri. Þegar smföa þarf leiktjöld er ástandiö síst betra en þeim málum hefur og oft veriö bjarg- aö af velviljuöum trésmið sem hefur leyft okkur aö vera í einu horni hjá sér. Enn eitt vandamáliö eru geymslur. Sú eina sem viö höf- um yfir aö ráöa er háaloftiö f AA-húsinu. Þaö er í sjálfu sér ágætt tll sins brúks. Þarerekki fúi, ekki leki og ekki mölur (ekki aö ráöi), þar er ekki heldur raf- magn, ekki hiti og þar komumst viö ekki inn á meðan sambýl- ingar okkar funda. Þar geym- um viö búningana og leikmun- ina (eöa þaö sem er ekki f ööru hvoru húsi f bænum). Verst er þó meö leiktjöldin, því þar liggja oft miklir fjármunir. Tjöldunum hefur veriö komiö fyrir f bráðabirgöageymslu og úr einni eru þau flutt f aðra. Komiö hefurfyriraö þeim hefur verið hent vegna þess að ekki hefur tekist aö flytja þau í tíma. Bærinn hefur ekki getað séö okkur fyrir geymslum vegna þess aö hann á engar aö sögn. Þó fréttist af einni sem heföi leyst öll okkar mál, send voru óformleg beiöni til félagsmála- ráös þar aö lútandi. Því miöur var henni hafnaö af ástæöum sem ekki er rétt aö ræöa í þess- ari grein. Vera má aö viö séum ekki nógu dugleg aö troöa okkur áfram f þessum efnum. Því skal nefnt, aö vissulega hefur okkur staðiö til boöa hús- næöi af einhverju tagi. En ann- aö hvort hefur leigan veriö þaö há að félagið hefur ekki ráöiö við hana eöa húsnæðiö þaö lé- legt aö þurft hefur aö byggja þaö Uþþ frá grunni. DEYFÐ EÐAUPPGANGUR? Undanfariö hefur rfkt ör- lítil deyfö yfir félaginu miöaö viö þaö sem þaö gæti veriö. Þó svo tekist hafi aö setja upp tvö leikrit á leikári, halda bók- menntakynningar og fleira, þá hefur þaö ekki veriö eins og aö drekka vatn, vinnan viö þetta allt hefur veriö gffurleg eins og áöur er getiö. Hvers vegna deyfö, ef hægt er að kalla hana þaö? Astæöurnar eru margar, en sú stærsta er, hversu Iftlnn •tuönlng hefur verlö aö fá hjá BÆJARBÚUM OG BÆJAR- YFIRVÖLDUM. Auövitaö spilar þaö inn íaösamastaðurereng- inn. Margar sýningar hafa verið taldar gefa sýningum hjó at- vinnumannaleikhúsunum ekk- ert eftir. Nægir aö nefna sýn- ingar eins og Tobacco Road, Herbergi 213, Sjóleiöin til Bagdad, Er á meöan er, og nú sföast Bör Börson. L.K. hefur veriö sett í hóp bestu áhuga- mannaleikfélaga á landlnu (bestu sýningar) og þá nefnt í sama mund og Laikfélag Húsa- vfkur, Leikfélag Sauöárkróks og Litll leikklúbburinn á fsa- firöi. Þetta ætti aö segja nokk- uö, eöa hvað? Nýlokið er sýningum á gam- anleiknum Bör Börson. Sýn- ingar urðu alls 7. Leikritiö hlaut mjög góöa dóma af þeim sem þaö sáu. Blaöaummæli sögöu m.a.: „Besta sýning hjá L.K. í langan tíma" (hj. Mbl.). „Það er ánægjulegt aö allt þetta unga fólk Ijómaöi af leikgleði og þau sem áöur hafa sést á sviöi viröast öll í framför hvaö leik- tækni snertir." (jt. Faxi). „Unga fólkiö hefur öölast reynslu, oröið sviösvant, svo sýningin er í heild sinni mjö góð.“ (emm. DV). Þetta er aöeins lítið dæmi og aö maöurtali nú ekki um alla þásem hafa stoppað mann úti á götu og þakkaö fyrir góða sýn- ingu. Þetta er allt mjög uppörv- andi og ánægjulegt. En, hvaö .... áhorfendur voru rúmlega 400. Ekki á sýn- ingu .... nei, f þaö heila, og það á svæöi sem telur um 9000 íbúa. Þaö er virkilega sárt aö hugsa um þetta. Það kom fyrir aö þegar ein sýning átti aö hefj- ast og allir leikarar klárir aö byrja, aö í Ijós kom aö aðeins 9 manns voru í salnum. Eftir aö aöstoöarmennirnir höföu þerr- aö tárin af leikurunum var sýn- ingu aflýst. Er nú svo komið að hætt er aö vera spurning hvort grund- völlur sé fyrir áhugamannaleik- félag í Keflavík/Njarövík viö nú- verandi aöstæöur. En hvaö er til ráöa? Hætta og fara heim að sofa, eöa kaupa video til aö vera eins og allir hinir? Nei, það skulum viö ekki vona. Ég efast ekki um þaö aö félagiö heldur áfram að starfa á þrjóskunni einni saman. Nýjar leiöir veröur aöfara, hverjarsem þærnúeru. Annars er þaö merkilegt, aö fólki virðist finnast allt betra í Reykjavík, eins og ég nefndi áðan. Margir fara þangað í bíó þó þeir viti aö myndin veröi sýnd i Keflavík innan nokkurra daga. Ef góöar hljómsveitir heimsækja okkur þá koma nokkrar hræöur, ef sama sveit sþilar í höfuöstaðnum má sjá marga bila með ö-númeri fyrir utan samkomustaöinn. Og svo eitt. Garöaleikhúsiö sýndi í Fé- lagsbfói sl. vor (ífyrra) Karlinn í kassanum. Þaö voru örfáirsem komu, en í vetur veit ég til aö margir hafa fariö í Reykjavík aö sjá sama leikrit. Skrítið! Kannski þarna sé komin lausnin á því aö fá fólk á sýn- ingar. Flytja til Reykjavíkur og sýna þar. REYNUM ÞAÐ NÆST. Ég hef oft verið spuröur: Af hverju eruð þið aö þessu? Stanslaus vinna í 6-8 vikur, síöan örfáar sýningar sem ör- fáir sjá. Svariö er einfalt: Þrátt fyrir allt stressiö, alla vökuna og alla magaveikina sem þessu fylgir, þá er þetta bara svona skemmti legt, maöur kynnist svo mörgu skemmtilegu fólki og þetta er bæöi þroskandi og fræöandi. Margt sem maður lærir í þessu kemur manni til góöa síðar. Veitum Thaliu brautargengi, þvf hún á þaö svo sannarlega skiliö. Gfsll B. Gunnarsson UMFERÐIN - ÞÚ OG ÉG

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.