Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.1983, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 27.05.1983, Qupperneq 11
VÍKUR-fréttir Föstudagur 27. maí 1983 11 SSS kynnt Stjórn SSS ásamt framkvæmdastjóra. Á myndina vantar Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóra i Grindavik. Sl föstudag efndi Sam- band sveitarfélaga á Suður- nesjum til blaðamanna- fundar þar sem kynnt voru málefni sveitarfélaga á Suð- urnesjum og samstarf, og að því loknu voru iðnfyrir- tækin Ragnarsbakarí og Trésmiðja Þorvaldar Ólafs- sonar heimsótt. Þeir fjölmiölar sem sendu fulltrúa á fundinn voru Víkur-fréttir, Faxi, Ríkisút- varpið, Morgunblaðið, Tíminn og Þjóðviljinn. Eftirfarandi kynning fór fram á SSS: Landshlutasamtök sveit- arfélaga voru stofnuð í öll- um kjördæmum landsins, nema Reykjavík, á árunum 1964-1969 eða eldri sam- tökum í umdæmunum breytt í slík samtök. Alls staðar voru mörk landshlut- anna hin sömu og kjör- dæmanna, nema hvað Fjórðungssamband Norð- lendinga nær yfir tvö kjör- dæmi, Noröurlandskjör- dæmi eystra og vestra. Síðar, eða 1978, hlutuðust Samtök sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi, SAS- ÍR, í tvennt með stofnun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Um síðustu áramót gekk Reykjavíkurborg til sam- starfs við sveitarfélögin sem eftir voru í SASÍR og mynd- aði með þeim Samband sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Landshluta- samtökin eru því 7 að tölu. Markmið landshlutasam- takanna var frá uþphafi og er enn, að stuöla að auknu sjálfsforræði byggðannaog auka þátttöku fólks í stjórn- un eigin mála, að bæta stað- bundna þjónustu og stuðla að uppbyggingu fjölbreytt- ara atvinnulífs um landið. Þau eru samstarfsvettvang- ur og hagsmuna- og þjón- ustusamtök sveitarstjórn- anna, og hafa sannað til- verurétt sinn sem slík, ekki síst á Suðurnesjum. Upphafið að formlegri samvinnu sveitarfélaganna á Suðurnesjum má rekja allt til ársins 1946, er þau sam- einuðust um byggingu sjúkrahúss Keflavíkurlæk- ishéraðs, sem tekið var í notkun 1953. Frá þeim tíma allt til ársins 1971 var sam- vinna sveitarfélaganna ó- veruleg, en þaðárvaráam- starfsnefnd sveitarfélaga á Suðurnesjum, S.S.S. stofn- að. Með samstarfsnefnd- inni hófst svo markviss samvinna sveitarfélaganna, sem hafur vaxið og dafnað æ síðan. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum var stofnað sem formleg landshluta- samtök 16. nóvember 1978. Samvinnuverkefni sveit- arfélaganna í SSS er afar fjölþætt. Þau helstu eru: 1. Stofnun Hitaveitu Suð- urnesja var undirbúin á árunum 1972-74. Að- ild sveitarfélaganna 60%, ríkisins 40%. ATHUGASEMD Framh. af 9. sfðu lagsins, og skrifast algjörlega á ofanritaðan. Athugasemd við athugasemd Ekki ætla ég að deila við Sigurð Guðleifsson, hann má hafa sína skoöun á málinu og ég mina, til þess er ritfrelsi í þessu góða landi. Hitt er annað mál, að Sigurður fer með fleipur, en það er hans mál, enda eru skrif hans persónu- leg og skoðun önnur en stjórn- ar A(FS, alla vega þeirra sem við okkur hafa talað eftir út- komu næst síðasta blaös. Gott væri fyrir blaöamenn og ýmsa aðra þá aðila sem þurfa að koma frá sér fréttum, að Siguröur gæti bent á þá hliö- stæðu og um leið þann fjölmiðil sem hefur innan sinna raða blaðamenn sem hafa yfir þeim krafti aö ráða aö vita allt og geta fylgst með öllu. Ef menn hefðu yfir þeim krafti að ráða þyrftu fyrirtæki og félagasamtök ekki lengur að kalla saman blaða- mannafundi eða ráða blaða-og fræðslufulltrúa til að koma fréttum á framfæri. Og til að fræöa Sigurð enn betur. ef hann veit þaö ekki nú þegar, þáhefurþað færstmikið í vöxt að undanförnu að sér- stök ráðgjafafyrirtæki taka að sér það hlutverk að koma frétt- um til fjölmiðla. Fái fjölmiðill hins vegar veður af fréttnæm- um atburðum reynir hann það sem hann getur til að nálgast þá, en til þess verður hann aö fá að vita hvað er á takteinum í hvert skiþti, og það hafa stjórn- endur félagasamtaka og fyrir- tækja vitneskju um og því láta þau oftast fjölmiðla vita hvað er að ske til að tryggja sig fyrir því að frá því verði sagt, ef fjölmið- illinn hefur tök á að koma þvi á framfæri. - epj. 2. Brunavarnir Suður- nesja voru stofnaðar 1972. 3. Iðnskóli Suðurnesja stofnaöur 1972 og upp úr honum Fjölbrauta- skóli Suðurnesja 1975. 4. Heilsugæsla Suöur- nesja hefur aðalstöðv- ar í Keflavík, en lækna- móttökur (útibú) eru í hinum sveitarfélögun- Njarövík og Höfnum. 5. Heilbrigðisfulltrúi og meindýraeyðir hafa fasta bækistöð í Kefla- vík/Njarðvík og veita þjónustu í öllum sveit- arfélögunum. 6. Byggðasafn Suður- nesja varstofnað 1975. 7. SSS stóð fyrir stofnun tilraunasaltverksmiðj- unnar á Reykjanesi 1976, sem nú er orðin Sjóefnavinnslan hf. 8. öldrunarheimilin Garð vangur í Garði og Hlé- vangur i Keflavík, eru rekin sameiginlega af sveitarfélögunum á Suðurnesjum nema Grindavík. 9. Reykjanesskaginn ut- anverður er friðaöur og afgirtur. Sambandið annast vörslu og upp- græðslu í samvinnu við Landgræðsluna. 10. Sorpeyðingarstöð Suð urnesja vartekin í notk- un 1979. Brennir ca. 9 þús. tonnum af sorpi árlega úr sveitarfélög- unum og Keflavíkur- flugvelli. Sorphirðan er sameiginleg í öllum sveitarfélögunum. 11. Atvinnumálanefnd Suð urnesja er starfandi. 12. Iðnráðgjafi var ráðinn 1981. Fjölmörg fleiri mál mætti nefna. - epj. AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarum- dæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grinda- víkur og Gullbringusýslu fyrir árið 1983 Aðalskoðun í Keflavík verður framhaldið sem hér segir: miðvikudaginn 1. júní Ö-3801■ -Ö-3850 fimmtudaginn 2. júní Ö-3851■ -Ö-3900 föstudaginn 3. júní Ö-3901 • - Ö-3950 mánudaginn 6. júní Ö-3951 ■ -Ö-4000 þriðjudaginn 7. júní Ö-4001 ■ -Ö-4050 miðvikudaginn 8. júní Ö-4051 ■ -Ö-4100 fimmtudaginn 9. júní Ö-4101 • -Ö-4150 föstudaginn 10. júní Ö-4151 ■ -Ö-4200 mánudaginn 13. júní Ö-4201 ■ -Ö-4250 þriðjudaginn 14. júní Ö-4251 ■ - Ö-4300 miðvikudaginn 15. júní Ö-4301 ■ - Ö-4350 fimmtudaginn 16. júní Ö-4351 ■ - Ö-4400 mánudaginn 20. júní Ö-4401 ■ - Ö-4450 þriðjudaginn 21. júní Ö-4451 ■ - Ö-4500 miðvikudaginn 22. júní Ö-4501 ■ - Ö-4550 fimmtudaginn 23. júní Ö-4551 ■ - Ö-4600 föstudaginn 24. júní Ö-4601 ■ - Ö-4650 mánudaginn 27. júní Ö-4651 ■ - Ö-4700 þriðjudaginn 28. júní Ö-4701 ■ ■ Ö-4750 miðvikudaginn 29. júní Ö-4751 ■ - Ö-4800 fimmtudaginn 30. júní Ö-4801 ■ - Ö-4850 Skoðunin fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík, milli kl. 8-12 og 13-16. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja, s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig við um um- ráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og gildri ábyrgðartryggingu. í skráningarskírteini bifreiðarinnar skal vera áritun um að aðalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1982. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. 24. maí 1983 Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu KEFLAVÍK Starfsvöllur Starfsvöllur verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur, á Duustúns-velli. Innritun fer fram í Karlakórshúsinu 30. og 31. maí frá kl. 13-17. Starfsemin hefst miðvikudaginn 1. júní. Félagsmálafulltrúi Keflavíkurbæjar Bygginganefnd íbúða aldraðra fyrir hönd Njarðvíkurbæjar, óskar eftir tilboðum í að reisa íbúðir aldraðra í Njarðvík. Reisa skal fokhelt hús og frágengið að utan á grunni sem þegar er steyptur. Húsið er ein hæð, 2068 rúmm. Tilboðsgögn afhendast á skrifstofu Njarð- víkurbæjar, Fitjum, gegn 1500 króna skila- tryggingu. Tilboðum skal skila ásamastaðkl. 11, mið- vikudaginn 8. júní 1983, og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Bygginganefnd íbúða aldraðra, Njarðvík ÚTBOÐ

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.