Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 02.06.1983, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 2. júní 1983 7 „Man það ekki lélegra í 30 ár - segir Björgvin Sveinsson á Víði II. úr Sandgerði tt ,,Ég man það ekki svona lélegt í þau 30 ár sem ég hef verið í sjómennsku. Við fengum um 350 tonn á nýliðinni vertíð og er það um það bil helmingi minni afli en við vorum með í fyrra,“ sagði Björgvin Sveinsson, netamaður á Víði II., sem er 126 tonna stálbátur úr Sandgerði og gerði út á línu i vetur. Eru einhverjar sérstakar ástæður fyrir þessari lélegu vertið? ,,Það er nú ýmislegt sem spilar inn í, en alla vega hafði veðurfarið ekki góð áhrif og er einhverju hægt Útbúið á troll Fyrri umferð 1. deildar: ÍBK leikur við Þrótt í kvöld Keflvíkingar leika við Þróttara í 1. deild knatt- spyrnunnar á Laugardals- velli í kvöld og hefst leikur- inn kl. 20. Leikir Keflavíkurliösins í fyrri umferð sem eftir eru, eru þessir: NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT 2. JÚNÍ 7. júni - Keflavfkurvöllur: Keflavík - Þór, Akureyri 12. júni: Laugardalsvöllur: Víkingur - Keflavík 15. júní: - Keflavfkurvöllur: Keflavík - Breiðablik 18. júni: - Akranesvöllur: Akranes - Keflavík 25. júni: - Keflavfkurvöllur: Keflavík - KR 2. júlf: - (safjarðarvöllur: (safjörður - Keflavík pket. að kenna því um." Hvað er framundan hjá ykkur? ,,Við erum að fara á fiski- troll og verðum eitthvað fram eftir sumri á því, en síðan er ætlunin að fara á síld í haust." Ætlið þið að taka þátt i sjómannadeginum? „Já, það stendur til að reyna að vera með, þetta er jú okkar löglegi frídagur og lágmark aðsjómenn taki sig saman og mæti galvaskir," sagði Björgvin að lokum. pket. Heitur matur œtífal * c AádeyútV' NONNI & BCIBBI Hringbraut 92 Hvar er fótboltavöllur? Við hér í Keflavík höfum oft montað okkur yfir knattspyrnuáhuga og mikl- um fjárveitingum sem veittar eru i aðstöðu fyrir knattspyrnuna. Hér er þó einn galli á gjöf Njarðar, því þessi aðstaða er einungis ætluð þeim sem eru innan íþróttafélaganna. Þeir sem eru utan þessara félaga, en hafa gaman af að sparka bolta, fá hvergi að vera í friði, það þarf alltaf einhver að reka þá burt. Er alveg sama hvort þeir eru á viðurkenndum íþrótta- mannvirkjum sem byggð eru fyrir fé almennings eða annars staðar, þar sem tún eru slétt. Því ættu bæjaryfir- völd að búa einhvars staðar til smá grasspildu fyrir þessa stráka, það þarf ekki að kosta svo mikið, þeir eru nægjusamir, baraað þeirfái frið. - hgg. Smekklegt auðkenni Bílabúðin. vö W LÖ\. Radial l\jólbaróa] Ýmis fyrirtæki gera ýmislegt til að minna á tilveru sína. E'tt þessara fyrirtækja er Skipting sf. að Vesturbraut 34 í Kefla- vík, en eins og myndin sýnir hafa eigendur málað mjög smekklega einn vegg hússins sem bendir á tilvist fyrir- tækisins. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.