Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 02.06.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 2. júní 1983 9 „Ekki eins mikil vosbúð“ - segir Ólafur Pálsson, skipstjóri á Vonninni KE 2 Sl. laugardag er viö blaða menn Víkur-frétta vorum staddir inni við Njarðvíkur- höfn, renndi sér inn i höfn- ina einn af þessum yfir- byggðu vertíðarbátum, m.b. Vonin KE 2. Skipstjóri á þeim bát er Ólafur Páls- son, búsettur í Njarðvík. í tilefni af þvi að sjómanna- dagurinn er nú um helgina tókum við hann tali. Fyrst var hann spurður um nýliðna vertíð. ,,Hún var frekar erfið, bæði hvað gæftir snertir og mjög lélegur afli. Það vant- aði alveg þorskinn." Hamlaði veður ekki sjó- sókn? ,,Jú, það var töluvert leið- indaveður oft í vetur." Var sótt lengra í vetur en oft áður? ,,Nei, við sóttum styttra.“ Hver voru þá hin dæmi- gerðu mið? ,,Við vorum lengst af á svokölluðum Blettum, tvo tíma vestur af Sandgerði, svo höfum við verið núna úti í kanti, norð-vestur og vest- norð-vestur af skaganum." Hvað heldur þú að vertíð- in hafi gert í tonnum? „Ég er ekki alveg klár á þvi, svona 450-460 tonn, þar af svona 420tonn til 15. maí.“ Er þorskur megin uppi- staða í aflanum? Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Heimir hf. Keflavík Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Njarðvík Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Gauksstaðir hf. Garði „Ætli það sé ekki þorskur og ufsi.“ Oft hefur verið rætt um aö illa gengi að manna bátana, en hvernig gekk það hjá þér? „Alveg ágætlega, ég var með alveg sama mannskap- inn fram til 15. maí, en þá urðu nokkur skipti." Heldur þú að það hafi ráðið einhverju að þú ert kominn með yfirbyggðan bát? „Já, það er mikill munur fyrir mannskapinn." En réði ekki yfirbygging- ingin þvi að auðveldara var að sækja sjóinn? „Ja, ég veit ekki, maður réri ekkert stífar þó bátur- inn væri yfirbyggöur, það var aftur á móti meira skjól fyrir kallana og ekki eins mikil vosbúð." Hvað tekur nú við? „Við erum að hætta á netunum núna og síðan hefur báturinn verið leigður til (safjarðar á rækjuveiðar, en milli 30-40 bátar munu stunda þær veiöar í sumar út af Norðurlandi. Ég mun þó ekki fara með, heldur hef ég fengið frí frá sjónum i sumarog munstundavinnu í landi." Nú var það eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að skera niður launahækkanir og fiskverðið, hvernig list þér á þau mál? „Ég hef lítinn tima haft til að kynna mér þau mál, en fyrir kosningar voru allir að tala um að eitthvað þyrfti að gera, en samt verður allt sem gert er óvinsælt." Nú er sjómannadagurinn um helgina, hefur þú eitt- hvað tekið þátt í sjómanna- deginum sem slíkum, eða er þetta kannski orðið meira skemmtun þeirra í landi? „Ég hefaðeinstekiðþáttí deginum sem áhorfandi og búið." Hvaða álit hefur þú á sjó- mannadeginum, er hann að missa sitt hlutverk? „Já og nei, og ef það er orðið svo, þá er það sjó- mönnum sjálfum að kenna, því það er orðið landfólk sem þarf að vinna að öllum málum fyrir okkur. Ég hef gert eina eöa tvær tilraunir síöan ég kom hingað í Njarö víkurnar, að reyna aö safna saman áhöfn á einn róðrar- bát, úr sömu áhöfninni, en það hefur aldrei tekist", sagði Ólafur Pálsson að lokum. - epj. Ólafur Pálsson i brúarglugganum Blómamarkaður N.k. laugardag mun Systrafélag Y-Njarðvíkur- kirkju standa fyrir blóma- markaði við kirkjutúnið. Á boðstólum verða sumar- blóm, fjölær blóm, potta- plöntur og blómaker. Auk þess að bjóða Suðurnesja- mönnum upp á fjölbreytt úrval af blómum ætla kon- urnar að vera með kaffitjald þar sem markaösgestum gefst kostur á að bragða Ijúffengar kökur og sporð- renna þeim niður með drykknum ómissandi. Sem endranær er mikill kraftur í Systrafélaginu, sem telur u.þ.b. 25 konur. Þær standa fyrir vikulegum fundum og eru þegar farn- arað undirbúaárleganjóla- basar. Eins og áður segir er blómamarkaöurinn n.k. laugardag við kirkjutúnið og hefst hann kl. 14 og ættu vegfarendur að líta við hjá þeim. - epj. Frá blómamarkaói Systrafólagsins Suöurvellir "1S Drangavellir PLÖNTUSALAN ER AÐ DRANGAVÖLLUM 3 PLONTUSALA Drangavöllum 3 Keflavík Fjölbreytt úrval af garöplöntum. Tré, runnar og limgerði frá Hafnarfirði og Skógrækt Reykjavíkur. Blóm, rósir og kvistir frá Grímsstöðum í Hveragerði. Opið virka daga frá kl. 13-22, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 13-17. ATH: Samaverð og í Reykjavík. Gróður mold Getum útvegað úrvals gróðurmold úr Reykjavík, einnig sandblöndu (sandi bland að í moldina) ef óskað er. Hafnarsandur, Höfnum Sími 91-53594 og 91-86450

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.