Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1983, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 02.06.1983, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 2. júní 1983 VÍKUR-fréttir Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Fiskverkun Happasæls Keflavík Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Fiskverkunarstöð Axels Pálssonar hf. Keflavík Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Fiskverkunarstöð Jóhannesar Jóhannessonar Keflavík „Fiskurinn tók ekki beituna" - segir örn Einarsson, skipstjóri á Arnarborginni Skipstjóri á Arnarborg- inni KE er örn Einarsson úr Njarövík, en hann var í vetur meö örn KE á útilegu á línu. Viö tókum hann tali rétt áöur en báturinn fór út í fyrsta róðurinn á humar- veiöar og spuröum fyrst hvernig gengið hefði í vetur. ,,Það gekk bara illa, sér- staklega voru mars og apríl mjög lélegir, þaö varö frek- ar vart viö fisk fyrri part vetrar. Ja, hverju það er aö kenna, t.d. minnkandi fiskur og loöna um allan sjó, og því tók fiskurinn ekki beit- una.“ Nú ertu að fara út á hum- ar, hvernig líst þér á það? ,,Mér líst ágætlega á það, þaö virðist vera það eina sem er Ijós yfir í dag og því eitthvað bjart yfir.“ Verður nógur humar í sumar? „Það verður bara að koma í Ijós." Nú eru mikil viðbrigði að fara af 300 tonna skipi yfir á bát eins og Arnarborgina, hvernig finnst þér það? ,,Ja, ég held aö það sé nú ekki hugsun í þessu hvort maður sé á litlum eða stórum bát, viðerumallirað vinna að því sama við þenn- an sjó,“ sagði örn Einars- son. - epj. „Lýst mjög vel á humarveiðarnar“ - segir Einar Stígsson Við Arnarborgina KE 26, sem gerð er út frá Sand- gerði, hittum við EinarStígs son 2. vélstjóra, og tókum hann tali. Fyrst spurðum við hann hvar hann hefði verið í vetur og hvernig hefði gengið. ,,Ég var á Erling KEáneta veiðum og gekk hörmulega illa.“ Af hverju stafaði það, var það vegna aflaleysis t.d.? „Það var bara almennt aflaleysi." Nú ertu að fara á humar- veiðar með Arnarborginni, hvernig líst þér á það? Trossumar hlföar I land Tilkynning til aldraðra Unglingavinnan í Keflavík veitir aðstoð við umhirðu lóða hjá þeim bæjarbúum, sem vegna aldurs eða fötl- unar geta ekki sinnt því sjálfir. Þessi þjónusta er ókeypis. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður unglinga- vinnunnar, Helgi Eiríksson, í síma 2730. Bæjarstjórinn í Keflavík „Mjög vel, því eftir því sem fiskifræðingar sögðu eftir síðasta leiöangur, ætti að vera nægur humar í sum- ar.“ Hvernig list þér á þær ráðstafanir sem nýja ríkis- stjórnin var að gera? „Ég veit þaðekki, hef ekki fregnað nægilega af mál- inu. En eitthvað verður að gera.“ Tekur þú þátt i hátiðar- höldum sjómannadagsins? ins? „Þrátt fyrir það aðég búi í bænum, hef ég alltaf komið hingað suður og tekið þátt í þeim hátiðarhöldum sem upp á er boðið," sagði Einar Stígsson, 2. /élstjóri á Arn- arborginni, að lokum. - epj. Viija nýta orkuna frá Sorpeyðingar- stöðinni Sjávarútvegsráðuneytið hefur lýst áhuga fyrir könn- un á nýtingu orkunnar frá Sorpeyðingarstöðinni, sem nú fer út um strompinn. Hefur verið rætt um t.d. orku til að knýja Fiskimjöls- verksmiðju eða eitthvað annað. Eru þessi mál nú í at- hugun. - epj. UGLÝSINGASÍMINN ER 1717

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.