Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.1983, Síða 3

Víkurfréttir - 09.06.1983, Síða 3
VÍKUR-fs’étfir Fimmtudagur 9. júní 1983 3 Keflavík - Þór Ak. 2:1: Rúnar „bangsi“ inn- siglaði sigur ÍBK Rúnar „bangsi" Georgs- son tryggöi Kefivíkingum sigur á Þór frá Akureyri, er hann skoraði sigurmark ÍBK á 82. mín. leiksins eftir sendingu frá Einari Ásbirni, sem náöi boltanum eftir fyrirgjöf Óskars Færseth. „Alltaf ánægjulegt að fá stig,“ sagði Guðni Kjartans- son þjáifari ÍBK eftir leik- inn, „við hefðum átt að skora fleiri mörk í fyrri hálf- leik en það er öruggt að Þórsarar eiga eftir aö hala inn stigin í deildinni," sagði Guðni. Fyrsta tækifærið í fyrri nálfleik kom á 16. mín. þegar Óli Þór hafði leikið á 3-4 varnarmenn Þórs og komst inn á vítateig en skaut lausu skoti framhjá. Á 28. mín. skoruðu svo Keflvíkingar fyrsta mark leiksins og var þar að verki Sig. Björgvinsson eftirauka spyrnu, en skot hans fór í einn varnarmann Þórs og breytti stefnu og hafnaði í markinu án þess að Þor- steinn Ólafsson markvörð- ur Þórs kæmi vörnum við. Á 37. min. átti svo Einar Ás- björn hörkuskot að marki Þórs, en Þorsteinn varði meistaralega. Á 40. min skall hurð nærri hælum við Þórsmarkið er boltinn rúll- aði rétt framhjá stönginni eftir hornspyrnu Freys Sverrissonar. Staðan í hálf- leik var því 1:0 fyrir ÍBK. Akureyringar byrjuðu seinni hálfleikinn af fítons- Hvað verður um Keflavík hf? Eg undirritaður hef nú ekki verið talinn til penna- færra manna, en langar þó til þess að reyna, vegna atviks þess sem skeði þann 17. maí sl., er Frystihús- ið Keflavík hf. brann, og þess sem eftir á hefur ekki kornið fram. Sú spurning sem allir spyrja að þessa dagana er sú: Verður Keflavík hf. byggtupp? Frá mínum bæjardyrum séð er svarið nei. Hvers vegna ekki? Jú, eigendur Keflavíkur hf. hafa undan- farin ár verið í striði viö Keflavíkurbæ vegna þess að ein kerling í Njarövík og önnur í Keflavik fannst pen- ingaiyktin úr Fiskiðjunni ekki nógu góð, þarsem hún yfirtók snobbarafýluna. Nú eru sömu eigendur að Keflavík hf. og Fiskiðjunni. Því skyldu þeir vilja byggja upp Keflavík hf. eftir það sem á undan er gengið? Er ekki best að flytja starfsemi þess úr Keflavík yfir í annaö byggðarlag? Er það ekki stefna bæjarstjórnar? Mér sýnist svo. í Keflavík hf. hefur verið reynt að halda fyrirtækinu gangandi allt áriö upp á eigin spýtur, það er meira en sagt verður um önnur frystihús hér í Keflavík. ( Keflavík hf. hefur meirihluti starfsfólks unnið þar í áratugi, þetta er samrýmdur hópursem nú veröursenni- lega tvlstrað. Ef svo heldur áfram sem horfir i atvinnu- málum Keflavíkur verður Keflavík einn atvinnulaus- asti bær á landinu. Það verður vart langt að bíða að Hraðfrystihúsi Keflavíkur veröi lokaö vegna fjárhags- örðugleika. Það er víst orð- inn fastur liður tvisvar til þrisvar á ári. Hvernig væri að réttirað- ilar tækju nú hendur úr vösum og færu að gera eitthvað í þessu ófremdar- ástandi? Svo mörg voru þau orð. Halldór R. Þorkelsson 3606-5087 krafti og eftir 3 mín. átti Guðjón Guömundsson hörkuskot að marki ÍBK, en rétt framhjá. Á 58. mfn. skoraði Helgi Bentsson mark eftir góðan samleik Þórsara er hann lék á Þor- stein Bjarna og skoraði í autt markið. Fram að mark- inu haföi verið látlaus sókn að marki Keflavíkur og dundi áfram fram í miöjan seinni hálfleik, en Keflvík- ingar fóru þá að vakna til lífsins. Á 63. min. átti Óskar Færseth stórglæsilegt skot í stöng Þórsmarksins af 30 metra færi. Óskar var svo enn á ferðinni á 82. mín, en hann átti allan heiðurinn af sigurmarki Keflvíkinga er hann náði boltanum af bak- verði Þórs og gaf svo fyrir markið sem endaði með marki Rúnars, eins og áður segir. Ekkert markvert skeði það sem eftir lifði af leikn- um og fögnuðu Keflvíking- ar sigri í leikslok og hafa nú hlotið 4 stig úr 4 leikjum sem er öllu skárri byrjun en í fyrra. Bestu leikmenn Kefla- víkur voru þeir Rúnar Georgs og Óskar Færseth, en einnig áttu þeir EinarÁs- björn og Siguröur Björgv- ins góan leik. Helgi Bentsson, fyrrum Breiðabliksmaður, var best- ur í liöi Þórs, en einnig var Guðjón Guðmundsson góður. Þorsteinn Ólafsson sýndi að hann hefur litlu gleymt. - pket. Jgg^Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 57 - Keflavík - Símar 3868, 1700 KEFLAVÍK: 2ja herb. Ibúðlr: 60-70 ferm. íbúö við Faxabraut, sér inng. 70 ferm. íbúð á neðri hæð við Vestur- braut. Laus strax, sér inng......... 3ja herb. ibúðir: 90 ferm. íbúð á neðri hæð við Skólaveg, sér inng............................ 80 ferm. efri hæð v/Hátún, góður staður 70 ferm. nýleg (búð við Háteig, glæsileg eign ............................... 90 ferm. rúmgóð ibúð við Mávabraut 4 85 ferm. ibúð við Faxabraut ........ 70 ferm. efri hæð við Miðtún, góður staður ............................. 80 ferm. endaíbúö við Mávabraut .... 4ra herb. og stærri: 95-100 ferm. 4ra herb. íbúð við Máva- braut 2, hugguleg eign .............. 115 ferm. 4-5 herb. ibúð á neðri hæð við Smáratún............................. 110 ferm. 4ra herb. íbúð á neðri hæð við Hólabraut ........................... 150 ferm. sérhæð við Suöurgötu ásamt 30 ferm. bílskúr. Glæsileg eign. Skipti á ódýrari möguleg ..................... Raöhús: Glæsilegt 116 ferm. raðhús við Norður- garð ásamt 20 ferm. bílskúr. Fullbúin eign að öllu leyti .................. 180 ferm. raðhús við Norðurvelli, tilbúið undir tréverk að innan, fullbúið að utan, ca. 50 ferm. af steinflísum fylgja .. Glæsilegt 100 ferm. endaraðhús við Heiðarbrautásamt24 ferm. bílskúr, bjart og skemmtilegt hús .................. Elnbýllshús: Glæsilegt 160 ferm. nýlegt timburhús við Suðurvelli. 80 ferm. verönd til suð- urs. Góður staður. Skipti á raðhúsi eða sambærilegu möguleg ................. borgun 625.000 620.000 800.000 725.000 950.000 950.000 750.000 650.000 850.000 1.000.000 950.000 1.000.000 GARÐUR: Fyrirhugað er að byggja tvö fjórbýlishús (2x4 íbúðir). Hér er um aö ræða um 100 ferm. ibúð með sér inng. Skilast fullbúin aö utan en fokhelt að innan. Bygg- ingameistari: Bragi Guð- mundsson. Verðhugmynd frá 690.000. Grundarvegur 21: 120ferm. Íbúðá3. hæö fyrir aðeins 890.000. 1.600.000 1.530.000 2.100.000 Smáratún 46: Ein meö öllu, 110 ferm., 3 svefnherb., stofa, sér inng., fullbúinn bílskúr m/gryfju, ekki skemmir staðurinn. 1.250.000. NJARÐVÍK: Glæsileg ný 3ja herb. íbúð viö Fífumóa, glæsilegar innréttingar ............ 119 ferm. ný 4ra herb. íbúð í fjórbýli við Fífumóa, ekki fullbúin ............. 82 ferm. nýleg íbúð við Fífumóa 6, sér inng................................ 900-925.00 Sökkull aö einbýlishúsi viö Kópubraut. Mögulegt að taka góðan bíl upp í sem út- iuLMáBk | j”" ftíTl B ; 900.000 1.100.000 220.000 Tjarnargata 20: öll eignin til sölu, bæöi í einu eða tvennu lagi, e.h. er um 100 ferm. + ris + 26ferm. bílskúr. Neðri hæð er um 85 ferm. + verslunarhúsnæöi um 75 ferm. Ekkert áhvíl- andi. (einkasala). jfi ^ ^ JL. " 4. il11* I 1 ; | 'I »!2E*S ; - Smáratún 27: 100 ferm efri hæð, sér inng. Laus strax. Smáratún 26: 117 ferm. efri hæö, sér inng. Góður bílskúr. 1.250.000. Hátún 18: 80 ferm. neðri hæð, 2 svefn- herb., stofa o.fl. 800.000. Frá brunanum i Keflavík hf. i sióasta mánuói.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.