Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 09.06.1983, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 9. júní 1983 VÍKUR-fréttir KEFLAVÍK 2080 SfMI 1334 6, 10og 18 hjóla bíl- ar, vörubílar, krana- bílar, dráttarbílar, vagnar. Útvegum fyllingarefni, m.a. bögglaberg, súlusand, grús, sand, bruna. - Einnig mold, torf o.fl. Ertu að flytja, byggja eða breyta, búa til lóð eða girðingar? Til VBK er vert að leita, varastu eftirlíkingar. VÖRUBÍl.ASTÖÐ KEFLAVÍKUR 10 málmiðnaðarnemar þreyttu sveinspróf: Ganga að vísri vinnu Um síöustu helgi þreyttu 10 nemendur á málmsmíöa- braut, verklegt sveinspróf viö Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Fór próftakan fram i húsnæöi Fjölbrautaskólans viö löavelli og í húsnæöi Skipasmíðastöövar Njarö- víkur, en um helmingur nemenda voru í námi þar. Prófdómarar voru Jón Valdimarsson, Sigurður Er- lendsson og Karl Olsen yngri. Til aö fræöast um þessi próf og annað sem snýr að málmiðnaðarnámi, tókum við Jón tali, en hann er for- maður prófnefndar og hefur verið það síðan 1968, en í nefndinni hefur hann setið óslitið frá 1954, að 3 árum undanskildum. Sagði hann aö 10 þessara nemenda væru í vélvirkjun en 2 í ketilsmíöi. 6 þeirra heföu verið tengdir Skipa- smíðastöðinni í náminu, 2 væru úr Grindavík, 1 frá Dráttarbraut Keflavíkur og annar frá Vélsmiðju Sverre Stengrimsen. „Nemendurnir fá blönd- uð verkefni til að glíma við, s.s. sýnishorn af renni- smíði, logskurði, logsuðu, silfurkveikingu, rafsuðu, vélfræsiverk, renniverk og ýmislegt fleira þessu tengdu s.s. tengingar, bor- anir o.fl.," sagði Jón. ,,En þar sem þeir koma úr mismunandi smiðjum er reynt aö taka það sem er al- gengast hjá þeim öllum, en erfitt er aö finna meðaltalið vegna mismunandi verk- efna hjá smiðjunum. Vegna þess voru þeir sem voru í al- mennara námi stundum i takmarkaðra sviði, en með nýja fjölbrautaskólafyrir- Snyrtistofan ANNETTA auglýsir: MARÍURNAR verða með það nýjasta ísum- arfatnaði, skóm og höttum, tilsýnis ogsölu n.k. laugárdag 11. júni frá kl. 14-19. Hattar og skór r l sumarlitum AtAIMIIItNAIt Klapparstlg 30 slml 17812 komulaginu er verið að reyna að velta þessu yfir á raunhæfara nám, þar sem settir eru upp sterkir stand- ardar sem allir fara í gegn um, og koma þar með betur búnir inn á verknámið. Með þessu er verið að koma í veg fyrir gömlu grýl- una, að vera meö sópinn eða kústinn fyrstu tvö árin í náminu, sem stafaði af því að þá hafði enginn tíma til aö sinna þeim sem ekkert kunnu. Nú þegar þeir koma í smiðjuna með þennan undirbúning breytir þaö málinu þannig að þeir fara aðjafnaði beintíverkogeru vel undirbúnir gagnvart því að fara í verkin og hafa fengið vissan undirbúning undir ýmis tækniverk. Þeim hefur því verið kennt það sem hinir hafa þurft aö leita að smám saman. Breytir þetta geysimiklu varðandi framtíð þessara nemenda. Þeir nemendur sem nú eru í prófi virðast einmitt koma vel út úr því m.a. vegna þessa. Þá er annað varðandi þessa nema, þ.e. þeir eru í fagi semennþá vantarfólk í. Ganga þeir því aö vísri vinnu, en aðrir sem nú taka t.d. stúdentinn hafa ekki tryggingu fyrir neinu starfi við sitt hæfi að námi loknu. Þessir nemar hafa aftur á móti í gegnum sitt nám tryggt sér það að geta verið öruggir með vinnu þó bók- lega hliöin sé kannski ekki eins mikil og hjá hinum," sagði Jón Valdimarsson, en fyrir utan þá þrjá í próf- nefndinni, eru teknir yfir- setumenn með, ef prófin eru þreytt á mörgum stöð- um. - epj. Blóma- og grænmetis- verslun í Njarðvík Á fundi bæjarráðs Njarð- víkur 2. júnísl. var tekin fyrir umsókn Guðríðar Gests- dóttur, Heiðarbraut 5g, Keflavík, en hún sækir um rekstursleyfi fyrir blóma og grænmetisverslun í húsi Sparisjóðsins við Grundar- veg (áður mjólkurbúð Kaupfélagsins). Bæjarráð heimilar slíka starfsemi, enda séu önnur tilskilin leyfi fyrir hendi. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.