Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 09.06.1983, Blaðsíða 7
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 9. júní 1983 Fyrirspum til Hitaveitunnar Kona i Keflavík haföi sam- band viö blaöið vegna fyrir- spurnar varðandi inn- heimtu dráttarvaxta o.fl. hjá Hitaveitunni. Málið er tvíþætt, þ.e. ann- ars vegar þegar greitt er á 16. degi fær notandi drátt- Eldur út frá rafmagni í tveim tölublöðum nú með stuttu millibili hefur verið rætt um bruna þar sem eldsupptök eru talin vera út frá rafmagni. í báð- um þessum tilfellum hefur nú komið í Ijós að um mis- skilning hefur veriðaö ræða og leiðréttist það hér með. í brunanum í Keflavík hf. hefur ekkert komið í Ijós við rannsókn að svo hafi verið, og í brunanum á Bala á Stafnsei var um prentvillu að ræða, en standa átti að eldsupptökin hefðu verið Ut frá rafsuöu. - epj. AUGLÝSINGASÍMINN ER 1717 Golfkonur, athugið Sl. sumar stóð golf- kona úr Golfklúbbi Suður- nesja, Guöfinna Sigurþórs- dóttir fyrir golfkennslu fyrir nýliðana (konur og stúlkur) og kenndi þeim undirstöðu- atriðin í þessari skemmti- legu íþrótt. I næstu viku byrjar nýtt námskeiö og veróur sem hér segir: Þriðjudaginn 14. júní kl. 14-20. Mánudaginn 20. júní kl. 14-20. Fimmtudaginn 23. júní kl. 14-20. Mánudaginn 27. júní kl. 14-20. Verður kennslan á æf- ingavellinum í Leirunni og allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Guðfinnu eöa í golfskálanum í Leiru. pket. arvexti fyrir eitt tímabil, og því er spurningin hvort ekki sé hætta á aö fólk dragi að greiða þar til næsta dráttar- vaxtatímabil komi? Síðara atriðið er hvernig standi á því að þegar greitt er á fimmtudegi fyrir hvíta- sunnu komi lokunartilkynn- ing á þriðjudag eftir hvíta- sunnu? Júlíus Jónsson hjá Hita- veitunni svarar þessu svona: Varðandi dráttar- vextina er notuð sama regla og hjá bönkum, með von um að fólk borgi áður en dráttarvextir komi til. Takist það ekki er alltaf hitt fyrir hendi, þó flestir reyni að komast hjá því. Varðandi síðari liðinn sagði hann að Hitaveitan gerði allt sem hún gæti til að koma í veg fyrir þetta, en þarna væri í raun bara um einn virkan dag aö ræða og lokun kæmi aldrei til fram- kvæmda þrátt fyrir hótun þar um, fyrr en öruggt væri aðgreiðslaværiekki komin. epj. í Höfnum í Höfnum hefur verið opnuð bátaleiga undir nafninu Bátaleiga Hart- manns, en umsjónarmaður er Rúnar Hartmannsson. Leigöirveröaút nýirtveggja manna kanóar ásamt ára- bátum. Er hér um aö ræða báta smíðaðir af Plastgerð- inni sf. í Kópavogi og viður- kenndir eru af Siglinga- málastofnun ríkisins. Auk þessara báta veröur hægt að fá bát meö utan- borösmótor, en kjöriðerað fá bátana til siglingar um ósana. Aldurstakmark veröur miðað við 10 ára aldur, þ.e. yngri verða að vera i fylgd fulloröinna, en öllum verður gert skylt aö nota björgunarvesti og fullt eftirlit verður haft með leigutökum. Nánari fregnir af þessu máli verða hér í blaðinu á næstunni, en fólki er þó bent að opið er alla daga þegar veður leyfir milli kl. 13 og 22. - epj. þú ert hýr á brá okkur hjá ,.-=" vörvW^ ^ónjsfc* NONNI & BÍBBI Hringbraut 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.