Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 09.06.1983, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 9. júni 1983 VIKUR-fréttir AÐALFUNDUR FR-deildar 2 CD verður haldinn sunnudaginn 12.júníkl. 14 í Stapa, litla sal. - Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Sjómannadagurinn í Keflavík: Stór dagur hjá áhöfn Happasæls ÚTBOÐ Sjóefnavinnslan hf. óskar eftir tilboðum í efnisútvegun og smíði á tveimur eimum úr stáli. Þyngd hvors um sig er u.þ.b. 16 tonn, þvermál 4,7 m, lengd 8,3 m. Efnisútvegun þar að auki er u.þ.b. 19 tonn. Skilatími er 23. nóvember 1983. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Sjó- efnavinnslunnar hf., Vatnsnesvegi 14, Keflavík, og hjá Vermi hf., Höfðabakka 9, Reykjavík, gegn 1.000 króna skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð hjá Vermi hf., fimmtu- daginn 23. júní 1983 kl. 11 f.h. Hátíöarhöld sjómanna- dagsins í Keflavík/Njarövík hófust meö hefðbundnum hætti kl. 9sl. sunnudag meö því aö íslenski fáninn var dreginn aö húni viö höfnina og minnismerki sjómanna, en viö síöarnefnda staöinn safnaðistfólksamanum 10- leytið og þaðan var farið í skrúðgöngu til kirkju þar sem hlýtt var á sjómanna- Unnar Ragnarsson, sigurveg- arinn í stakkasundinu Stóraukin þjónusta - Nýtt leiðakerfi Nú til reynslu næstu þrjá mánuði verðaferðir milli Njarðvíkurog Keflavíkur sem hér segir: Frá Njarðvík kl.: Frá Keflavík kl.: 7.35 9,25 10.15 10.45 11.45 12.40 13.30 14.00 14.45 15.30 16.30 18.00 18.30 19.10 8,45 10.00 10.30 11.00 11.30 12.05 13.10 13.45 14.30 15.15 16.15 17.15 18.15 19.05 Ekið verður: Sjávargötu, Borgarveg, Móaveg, Hlíðarveg, Holts- götu, Hjallaveg, Vallarbraut, Hringbraut, Vesturgötu, Hafnar- götu og sömu leið til baka. StoppaðverðurviðdyrSamkaupsog Hagkaups. Tímar i Ytri-Njarðvík verða 5-7 mínútur eftir tíma frá Innri-Njarð- vík og Keflavík. ( Grænás verður ekið eftir pörfum. Biðstöðvar verða sem hér segir: Á Borgarvegi: Við Sjávargötu og hjá Friðjónskjöri. Á Móavegi. Á Hlíðarvegi: Við dagheimilið. Á Holtsgötu: Við Hjallaveg á móts við Stapann. Á Vallarbraut. Keflavík: Á venjulegum biðstöðvum. (GEYMID AUGLÝSINGUNA). STEINDOR SIGURÐSSON Sérleyfis- og hópferðabílar Njarövik - Pósthólt 108 - Simi 2840-3550 messu. Hvort það hefur veriö vegna þess aö nú var farin ný gönguleið eða af einhverri annarri ástæðu, þá var f rekar f átt f ólk í göng- unni. Gengið var frá merkinu, Sunnubraut, Skólaveg, Hringbraut, Aðalgötu og Kirkjuveg. Þá vantaði lúðra- sveitina, en hún boðaöi óvænt forföll kvöldið áður. Eftir hádegi var farin skemmtisigling frá Kefla- víkur- og Njarðvíkurhöfn- um og tóku 6 bátar þátt í henni. Siglt var út undir Garð og heim aftur. Fór ekk- ert á milli mála aö þetta er lang vinsælasta dagskrár- atriðið. Aðeins einn af bát- unum var með signalfána, þ.e. Albert Ólafsson, hinir iétu sér nægja islenska fán- ann. Kl. 14.30 hófust síðan hin eiginlegu hátíöarhöld við höfnina, með hátíðarræðu Kristjáns Ingibergssonar skipstjóra. Þá voru þrír aldnir sjómenn heiðraöir, þeir Baldvin Oddsson, Vog- um, Sigurður Breiðfjörð Ól- afsson og Vikar Árnason. Aflakóngur síðustu vertíð- ar, Guðmundur Rúnar Hall- grímsson á m.b. Happasæli KE 94, var einnig heiðr- aður. Að því loknu tóku íþróttir við og sigraði sveit Voga- manna að vanda i kapp- róðrinum. Unnar Ragnars- son sigraöi í stakkasundi og Ómar Ingvarsson í kodda- slagnum. En af óviðráðan- legum orsökum féllu bæði reiptogið og boðhlaupið niður. Mikil og hörð keppni varð um afreksbikar sjó- mannadagsins milli skips- hafnanna á m.b. Happasæl og Árna Geir, og tóku ein- staklingar úr báðum skips- höfnum þátt i öllum grein- um og urðu þvi jafnir og þvi var tími látinn ráða, og hlaut Rúnar Guðmundsson bik- arinn eftirsótta, sem skips- hafnarmeðlimur á m.b. Happasæli. Má því segja að þetta hafi verið stór dagur hjá þeirri áhöfn. Fjöldi áhorfenda fylgdist með hátíðarhöldunum við höfnina þrátt fyrir hálf leið- inlegt veður, sem orsakaði það að fólki tók að fækka nokkuð er á leið. - epj. Aflakóngurinn Guðmundur Rúnar Hallgrimsson, tekur vió viður- kenningu úr hendi torm. sjómannadagsráðs, Jóni Kr. Olsen. Þeir voru heiðraðir. F.v.: Vikar Árnason, Baldvin Oddsson og Sig- uröur Breiðfjörð Ólafsson. Vogamennirnir, hinir ódrepandi sigurvegarar i kappróðrinum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.