Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 09.06.1983, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 9. júni 1983 VÍKUR-fréttir AÐALFUNDUR FR-deildar 2 E verður haldinn sunnudaginn 12. júní kl. 14 í Stapa, litla sal. - Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin ÚTBOÐ | Sjóefnavinnslan hf. óskar eftir tilboðum í efnisútvegun og smíði á tveimur eimum úr stáli. Þyngd hvors um sig er u.þ.b. 16 tonn, þvermál 4,7 m, lengd 8,3 m. Efnisútvegun þar aö auki er u.þ.b. 19 tonn. Skilatími er j 23. nóvember 1983. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Sjó- efnavinnslunnar hf., Vatnsnesvegi 14, Keflavík, og hjá Vermi hf., Höfðabakka 9, Reykjavík, gegn 1.000 króna skilatrygg- ingu. Tilboð veröa opnuð hjá Vermi hffimmtu- daginn 23. júní 1983 kl. 11 f.h. Sjómannadagurinn í Keflavík: Stór dagur hjá áhöfn Happasæls Hátiöarhöld sjómanna- dagsins í Keflavík/Njarövík hófust meö hefðbundnum hætti kl. 9sl. sunnudag með þvi aö íslenski fáninn var dreginn aö húni við höfnina og minnismerki sjómanna, en viö síðarnefnda staöinn safnaðistfólksamanum 10- leytiö og þaðan var fariö í skrúðgöngu til kirkju þar sem hlýtt var á sjómanna- Unnar fíagnarsson, sigurveg- arrnn i stakkasundinu messu. Hvort þaö hefur veriö vegna þess að nú var farin ný gönguleið eða af einhverri annarri ástæöu, þá var frekar fátt fólk í göng- unni. Gengiö var frá merkinu, Sunnubraut, Skólaveg, Hringbraut, Aöalgötu og Kirkjuveg. Þá vantaði lúðra- sveitina, en hún boðaði óvænt forföll kvöldið áður. Eftir hádegi var farin skemmtisigling frá Kefla- víkur- og Njarðvíkurhöfn- um og tóku 6 bátar þátt í henni. Siglt var út undir Garð og heim aftur. Fór ekk- ert á milli mála að þetta er lang vinsælasta dagskrár- atriðið. Aðeins einn af bát- unum var með signalfána, þ.e. Albert Ólafsson, hinir létu sér nægja íslenska fán- ann. Kl. 14.30 hófust síðan hin eiginlegu hátíðarhöld við höfnina, með hátíðarræðu Kristjáns Ingibergssonar skipstjóra. Þá voru þrír aldnir sjómenn heiðraðir, þeir Baldvin Oddsson, Vog- um, Sigurður Breiðfjörð Ól- afsson og Vikar Árnason. Aflakóngur síðustu vertíð- ar, Guðmundur Rúnar Hall- grímsson á m.b. Happasæli KE 94, var einnig heiðr- aður. Að því loknu tóku íþróttir við og sigraði sveit Voga- manna að vanda í kapp- róðrinum. Unnar Ragnars- son sigraði í stakkasundi og Ómar Ingvarsson í kodda- slagnum. En af óviðráðan- legum orsókum féllu bæði reiptogið og boðhlaupið niður. Mikil og hörð keppni varð um afreksbikar sjó- mannadagsins milli skips- hafnanna á m.b. Happasæl og Árna Geir, og tóku ein- staklingar úr báðum skips- höfnum þátt í öllum grein- um og urðu því jafnir og þvi var tími látinn ráöa, og hlaut Rúnar Guðmundsson bik- arinn eftirsótta, sem skips- hafnarmeðlimur á m.b. Happasæli. Má því segja að þetta hafi verið stór dagur hjá þeirri áhöfn. Fjöldi áhorfenda fylgdist með hátíðarhöldunum við höfnina þrátt fyrir hálf leið- inlegt veður, sem orsakaði þaö að fólki tók að fækka nokkuð er á leið. - epj. Stóraukin þjónusta - Nýtt leiðakerfi Nú til reynslu næstu þrjá mánuöi verða ferðir milli Njarðvíkur og Keflavíkur sem hér segir: Frá Njarðvík kl.: Frá Keflavík kl.: 7.35 9,25 10.15 10.45 11.45 12.40 13.30 14.00 14.45 15.30 16.30 18.00 18.30 19.10 8,45 10.00 10.30 11.00 11.30 12.05 13.10 13.45 14.30 15.15 16.15 17.15 18.15 19.05 Ekið verður: Sjávargötu, Borgarveg, Móaveg, Hlíðarveg, Holts- götu, Hjallaveg, Vallarbraut, Hringbraut, Vesturgötu, Hafnar- götu og sömu leið til baka. StoppaðverðurviödyrSamkaupsog Hagkaups. Timar í Ytri-Njarðvík verða 5-7 mínútur eftir tíma frá Innri-Njarð- vík og Keflavík. [ Grænás verður ekið eftir þörfum. Biðstöðvar verða sem hér segir: A Borgarvegi: Við Sjávargötu og hjá Friðjónskjöri. Á Móavegi. Á Hlíðarvegi: Við dagheimilið. Á Holtsgötu: Við Hjallaveg á móts við Stapann. Á Vallarbraut. Keflavík: Á venjulegum biöstöðvum. (GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA). STEINDÓR SIGURÐSSON Sérleyfis- og hópferðabílar Njardvik - Pósthólt 108 - Simi 2840-3550 Aflakóngurinn Guómundur fíúnar Hallgrimsson, tekur vió vióur- kenningu úr hendi form. sjómannadagsráós, Jóni Kr. Olsen. Þeir voru heiöraóir. F. v.: Vikar Árnason, Baldvin Oddsson og Sig- uróur Breiófjöró Ólafsson. Vogamennirnir, hinir ódrepandi sigurvegarar i kappróórinum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.