Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.1983, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 09.06.1983, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 9. júní 1983 15 „Mikilvægt að geta verið úti" - segir Bjarni Frímannsson, 86 ára „Það gæti oröiö ágætt, þó þaö sé hálf kuldalegt í dag," sagði Bjarni Frí- mannsson, er blaðamaður Víkur-frétta hitti hann ekki alls fyrir löngu við Hafnar- götuna og sþuröi hann hvernig sumarið legðist í hann. ,,Ég man nú eftir mörg- um geysiköldum vorum, enda Norðlendingurog ætt- Opnum aö Vallar- götu 14, miðviku- daginn 15. júní. GRÁGÁS HF. aður frá Hvammi í Langa- dal, og t.d. man ég eftir því er ég og hálfbróðir minn fórum yfir Blöndu á ís 16. maí árið 1916, þannig aö ég er öllu vanur hvaö veður-far snertir." Hvernlg er heilsan? „Hún er nokkuð góð og verður betri með hækkandi sól. Ég fékk að vísu krans- æðastiflukast í september i fyrra og er búinn að fara 3 sinnum á sjúkrahús, en er nú allur að hressast," sagði hinn geðþekki gamli maður að lokum." - þket. hundaplága ,,Hvar er eftirlitið með hundum sem ganga lausir? Ef maður hringir í lögregl- una og kvartar, þá vísar hún á heilbrigðisfulltrúa, en hann virðist sjaldan vera við og því erfitt að ná til hans. Hundaplága sú sem nú er i Garðahverfi og Eyjabyggð er orðin til stórvandræða. Mér og fleirum finnst það ansi hart, að þegar búiö er að planta út sumarblómum og snyrta lóðir, þá koma hundarnir, jafnvel 5 í röð i garðinn og gera þar þarfir sínar og troða um leið niður blómin. Sama sagan endur- tekur sig dag eftir dag". Þetta sagði einn bæjar- búi sem hafði samband við blaðið fyrir stuttu síðan, og bætti síðan við: „Vonandi þurfum við ekki að grípa til Til styrktar Hlévangi Þessir krakkar héldu tombólu aö Sólvallagötu 44 til styrktar elliheimilinu Hlévangi, laugardaginn 28. maí sl., og söfnuðu þau 298 kr. Þau heita Sigurður, Halla, Arna Björk og Laufey, og eiga heima á Sólvallagötu 44 og 46. - hgg. AUGLÝSINGASÍMINN ER 1717 PÚSTÞJÓNUSTA NÝSMÍÐI OG UNDIRSETNINGAR Eigum til á lager Pústkerfi undir flestar gerðir bifreiða Fljót og góð þjónusta. PÚSTÞJÓNUSTAN Fitjabraut 2, Njarðvík - Sími 1227 Innrömmun sf., Njarðvík Vegna sumarleyfa verður lokað frá og með 20. júní til 18. júlí. Innrömmun sf., Holtsgötu 8, Njarðvík sama verknaðar og ég veit að var framkvæmdur við götu eina í Reykjavík, þar sem slik plágavar. Þartóku íbúar við götuna sig til og lokkuðu hundana til sín og spreyjuðu síðan litsterkri málningu á trýnið á þeim, og þaö dugði til þess aö þeir komu ekki aftur." Þetta er aöeins ein sagan sem okkur hefur borist að undanförnu vegna hunda hér á Suðurnesjum. Margir hafa kvartaðyfirþvíaðerfitt sé að hafa lítil börn úti við vegna stórra hunda sem hræði þau. Fólk í Vogum hefur einnig kvartað yfir miklu hundafargani þar, einnig fólk í Sandgeröi, og svona mætti lengi telja. Því spyrjum við hvort ekki sé timi til kominn að stöðva þennan faraldur i eitt skipti fyriröll, því allir hljótaaösjá að ekki er uppörvandi t.d. fyrir húseigendur að snyrta í kringum sig ef von er á því að hundur skemmi það jafn óðum. ,,Ef rétt yfirvöld kippa þessu ekki í liðinn hiö fyrsta, má fara að búast við einhverjum miður réttum aðgerðum, t.d. að fólk hreinlega reyni að kála þessum kvikindum," eins og einn þeirra sem hafði samband við blaðið orðaði það. Hér er verið að ræða um þá hunda sem ganga lausir, það hljóta að vera til lög yfir þá og því höfðum við sam- band við heilbrigðisfulltrúa og spurðum hann um máliö. Jóhann Sveinsson sagði aö í dag væri eftirlitið í höndum hundafangara, en það háði þó starfseminni að nægjanlegt fjármagn vant- aði til að hann gæti starfað að þessum málum sem skyldi. Þá sagði hann aö nú nýlega hefði ráðuneytið gengið frá samþykkt á nýrri hundalöggjöf, sem setti undir ýmsa leka sem áður voru, og væri nýja löggjöfin þvi mun strangari. Löggjöf þessi bíður nú eftir birtingu í Stjórnartíðindum til að öölast gildi og myndi það ske á næstu dögum. Þá sagðist hann vonast til aö sektir fyrir lausa hunda myndi stórhækka á næstu unni. Veröi þetta allt eins og þaö á að vera, leysast málin vonandi farsællega. - epj. Fóstrur Staða forstöðumanns við dagheimilið og leikskólann Garðasel, Keflavík, er laust til umsóknar. Áskilið er að umsækjendur hafi fóstrumenntun. Staðan veitist frá 1. sept. 1983. Uppl. um stöðuna eru veittar hjá fé- lagsmálafulltrúa, Hafnargötu 32, sími 92- 1555, frá kl. 9-12 alla virka daga. Skriflegar umsóknir purfa að berast félagsmálafull- trúa fyrir 20. júlí n.k. Félagsmálaráð Keflavíkurbæjar NJARÐVÍK Fasteigna- gjöld Þriðji og síðasti gjalddagi fasteignagjalda 1983 var 15. maí sl. 15. júní n.k. eru öll fasteignagjöldin fallin í gjalddaga og innheimtuaðgerðir hefjast strax þar á eftir. Dráttarvextir eru 5% fyrir hvern byrjaðan mánuð. Greiðið fyrir 15. júní og forðist þannig frek- ari innheimtuaðgerðir. Bæjarsjóður Njarðvíkur - Innheimta KEFLAVÍK Lögtaks- úrskurður Samkvæmt beiðni bæjarsjóðs Keflavíkur úrskurðast hér með, að lögtök geta farið fram vegna gjaldfallinnar ógreiddrar fyrir- framgreiðslu útsvars- og aðstöðugjalda ársins 1983 til bæjarsjóðs Keflavíkur, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Keflavík, 2. júm' 1963. Bæjarfógetinn í Keflavík Jón Eysteinsson (sign)

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.