Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.06.1983, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 09.06.1983, Qupperneq 16
\fiKun Fimmtudagur 9. júní 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717. SPARISJÓÐURINN Keflavík Njarövík Garöi Síml 2800 Sími 3800 sími 7100 15 ára stúlka stórslas- ast á Sandgerðisvegi Rétt fyrir kl. 6 aö morgni síöasta laugardags fékk lögreglan í Keflavík tilkynn- ingu um bílveltu á Sand- gerðisvegi. Þar hafði bifreiö fariö út af veginum og fariö þrjár veltur. Þrennt var í bílnum og lá annar farþeg- inn, 15 ára stúlka, meövit- undarlaus utan viö bifreiö- ina og var mikiö slösuö. Var hún flutt meö sjúkrabíl til Reykjavikur og liggur nú í Borgarspítalanum. Hinn farþeginn og ökumaður voru fluttir í sjúkrahúsiö í Keflavík en fengu aö fara heim. ökumaður er grun- aður um ölvun viö akstur. Á sama tíma varö önnur bílvelta á Vatnsleysustrand- arvegi við hænsnabúið. Þrír voru í bifreiöinni og voru þeir allir ölvaðir. Þeir sluppu án verulegra meiösla. Báöir bílarnir eru ónýtir. epj. Riddarar götunnar AÐALFUNDUR UNGMENNAFÉLAGS NJARÐVÍKUR: Eðvarð Þ. Eðvarðsson íþróttamaður ársins Jón Halldórsson tekur við formennsku Aöalfundur UMFN var haldinn í félagsheimilinu Stapa fimmtudaginn 2. júní sl. Fundurinn var haldinn meö sama sniöi og undan- farin ár, farið varyfirskýrslu stjórnar og reikninga og aö því loknu voru teknar fyrir skýrslur hinna ýmsu deilda innan UMFN. Næst var gengiö til kosn- inga í stjórn UMFN. Odd- geir Karlsson, formaður, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs, en hann hefur setið í stjórn félagsins í 5 ár, þar af 3 ár sem formaöur. Einnig gaf Jónína Sanders ritari, ekki kost á sér áfram. Jón Halldórsson, sem sat áfram i stjórn félagsins, var kosinn formaöur og meö- stjórnendur þeir Rósant Aðalsteinsson og Jónas Jó- hannsson. Iþróttamaöur UMFN1982 var kosinn Eðvarö Þ. Eö- varösson sundmaður, en hann stóð sig mjög vel á sl. ári og setti mörg ný Islands- met og er því vel aö þessum titli kominn. Var honum af- hentur skjöldurtil geymslu í eitt ár ásamt bikar og verö- launapeningi til eignar, og voru verölaunin gefin af RH-innréttingum í Njarð- vík. Þaö helsta undir liönum önnur mál var stofnun frjáls íþróttadeildar innan UMFN og er formaöur hennar Mar- grét Sanders. Að lokum voru miklar umræður um Landsmót UMFl sem haldið veröur í Keflavík og Njarðvík á næsta ári. - pket. Stóraukin þjónusta hjá Steindóri Oddgeir Karlsson fyrrverandi formaöur (t.v.) og Jón Halldórsson, núverandi formaöur UMFN. Eövarö Þ. Eövarösson, afreksmaöur UMFN Leikskóli við Heiðrholt Félagsmálaráö hefur far- iö fram á aö heppilegasti staöurinn fyrir næsta leik- skóla í Keflavík sé við Heiö- arholt 1. Samsetning íbúða- bygginga í hverfinu (fjöl- býlishús) bendir til þess að ungt fólk (barnafólk) verði stór hluti íbúa þar, auk þess sem íbúar nærliggjandi hverfa eiga greiðan aðgang aö leikskólanum. - pket. Steindór Sigurösson hef- ur nú til reynslu um þriggja mánaöa skeiö stóraukiö feröatíönina milli Keflavíkur og Njarðvíkur og Keflavík- ur og Grindavíkur, auk þess sem akstursleiöin um Njarö vik og Keflavík er breytt. Nánari sundurliöun birtist í auglýsingu annars staöar í blaöinu. Feröirnar hafa aö sögn Steindórs verið frekar strjál- ai að undanförnu og helst miöast viö þarfir skólakrakk anna, en meö þessu er hann aö gera könnun á því hvaö komi fólki best. Munu ferö- irnar standast áætlun upp á mínútu þegar þær veröa komnar á. Skorar hann á fólk aö láta skoöanir sínar i Ijósi varð- andi það hvaö megi betur fara og annað í þeim dúr, en veröi þessi stórfjölgun ekki notuö, má búast viö aö hann dragi feröirnar saman á ný að þessum reynslu- tíma loknum. - epj. Spurningin: Hvaö kostar 1 líter af mjólk í dag? (Rétt svar: 16,45). Jón Borgarsson: Hvernig í andsk. . . . ætti ég aö vita það?" Alda Svelnsdóttlr: „Ég veit það ekki." Halla Jónsdóttir: „16, 35." Júlfus Óskarsson: „Þaö veit ég ekki, ég nota bara léttmjólk." NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT 23. JÚNÍ

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.