Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.06.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 23.06.1983, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 23. júní 1983 7 Er ekki hættur ( síöasta tölublaöi var sagt frá því að Bólstrun, sem var aö Hafnargötu 20 í Keflavík væri hætt starf- semi. Var þar um misskiln- ing aö ræöa sem blaðið bið- ur velvirðingar á. B-Bólstrun hefur hins vegar flutt sig um set, nánar tiltekið í kjallara hússins aö Háteig 4 í Keflavík. - epj. Þjófstartið til saksóknara Rannsókn á máli skip- stjóra þeirra báta sem ,,þjóf- störtuðu", þ.e. fóru út og lögðu netin áður en þorsk- veiðibanni var lokið um páska, er lokið hjá rann- sóknarlögreglunni í Kefla- vík og hefur málinu nú verið vísaö til ríkissaksóknara til nánari umfjöllunar. - epj. Um kvöldið var fjölskyldu dansleikur í Stapa þar sem þátttakendur voru frá tveggja ára til sjötugs og var mikil og góð þátttaka, enda mikið fjör. Þar spilaði hljóm- sveit Þorsteins Guðmunds- sonar f rá Selfossi fyrir dansi og einnig kom fram hljóm- sveit úr Njarðvíkum, sem nefnist Triton. Þjóðhátíðarnefnd Njarð- víkur er skipuð af bæjar- stjórn og eru í henni Áki Gránz, Oddgeir Karlsson og örn Óskarsson. - epj. Bílasala Suðurnesja v/Reykjanesbraut - Njarðvík - Sími 2925 Úrval bíla á skrá. - Vantar fleiri bíla, aðallega nýrri árgerðir. ATH: Eitt besta sýningarsvæðið hér. Allt á sama stað: Bílasala - Tryggingar - reikningsskil o.fl. Opið frá kl. 10 - 18. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17. Jón Ásgeirsson, heimasími 1473. milli Njarövíkur og Kefla- víkur og fram fór knatt- spyrna í 6. flokki milli sömu aðila. ( hálfleik fórfram víta- spyrnukeppni þar sem bæjarfulltrúar og bæjar- stjóri voru meðal þátttak- enda, en vítaspyrnukóngur varð Ragnar Halldórsson, bæjarfulltrúi. Lausir hestar Á mánudaginn var þegar menn komu til vinnu við golfvöllinn í Leiru, komu þeir að 2 hestum sem voru lausir og höfðu farið yfir golfvöllinn endilangan. Ullu þeir töluverðum skemmd- um á golfvellinum en svæðið er mjög viðkvæmt fyrir öllum troðningi sem veröur af þessum skepnum. Tókst að koma hestunum út af svæðinu en þeir virð- ast hafa farið inn á völlinn í gegnum sandgryfjurnar þar sem framkvæmdir eru nú á fullu við viðbót golfvallar- ins. Eru hestamenn beðnirað hafa ekki hesta sína lausa, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir. Er vonandi að þeir láti Mánagrundina nægja fram- vegis. - pket. 17. júní í Njarðvík: Góð þátttaka í fjölskyldudansleiknum Dagskrá 17. júní hátíðar- haldanna í Njarðvík hófust kl. 11.15 um morguninn með víðavangshlaupi frá Stapa og var hlaupið um Njarðvík. Eftir hádegi, nán- artiltekiðkl. 13.30, hófst há- tíðarguðsþjónusta í Ytri- Njarðvíkurkirkju og þar setti Áki Grlnz formaður þjóðhátíðarnefndar hátíð- ina. Síðan var farið í skrúð- göngu frá kirkju og gengið Brekkustíg, Borgarveg, Holtsgötu og að félags- heimilinu Stapa, en þar var aðalhátíðarsvæðið. Vegna veðurútlists var gert ráð fyrir því að flytja þyrfti hátíðina inn í Stapa, en til þess kom þó ekki varðandi hátíðina að deginum til og var hún haldin utan viö Stapa. Þar lék Lúðrasveit Tón- listarskóla Njarðvíkur nokkur lög, þá flutti Ólafur Thordersen ræðu dagsins og Þorbjörg Garðarsdóttir flutti minni fjallkonunnar. Verðlaun voru veitt fyrir víðavangshlaupið um morg uninn. Þá tók við barna- gaman og handknattleikur Fjölmenni var i skrúögöngunni i Njarövik. ERT RÖAD FARA AD MÁLA ? Nú i sumarbjóöum viö þeim sem ætla aö almála húsió sitt 'afslátt.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.