Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.06.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 23.06.1983, Blaðsíða 9
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 23. júní 1983 9 AUGLÝSIÐ í VÍKUR-FRÉTTUM. AUGLÝSINGASÍMINN ER 1717. Verölaunahafar i Dunlop-open ásamt Árna Þ. Árnasyni, forstjóra Suðurnesjamenn sigur- sælir í Dunlop open Norðan rok og kuldi setti svip sinn á Dunlop open- keppnina í golfi um sl. helgi á Hólmsvelli í Leiru. Magnús Jónsson úr Golf- klúbbi Suðurnesja sigraöi á 153 höggum, en Magnús lék mjög vel fyrri daginn og var þá á 74 höggum. Páll Ketilsson varð annar á 160 höggum eftir harða baráttu við Hilmar Björgvinsson sem einnig var á 160 höggum en með lakari 3 síðustu holur, og Val Ketils- son sem var höggi á eftir eða 161 höggi. Sveinbjörn Björnsson GK og Valur Ketilsson urðu jafnir í fyrsta sæti með for- gjöf á 151 höggi nettó, en Sveinbjörn hlaut 1. sætið þar sem hann var með betri árngur á 3 síðustu holun- um. ( þriðja sæti var hin gamla kempa Sigurður Steindórsson, sem jafn- framt var elsti keppandi mótsins, 57 ára, en hann lék á 152 höggum. Aukaverðlaun voru veitt fyrir að vera næstur holu á 3. braut, og komst Þorgeir Þorsteinsson næst holunni og var 1.19 m frá. Haukur Guðmundsson GR var næstur holu á Bergvík (5. braut) 3.45 m. Hafsteinn Sigurvinsson hlaut einnig verðlaun fyrir Bergvíkur- holuna, en hann sló 6 boltum í fjöruna frægu og fór holuna á 13 höggum. pket. Sparisjóðsmótið ’83 Þ-MÓT 4: Haldið verður golfmót dagana 2. og 3. júlí á Grindavíkurvelli og Hólms- Hilmar lék á parinu Fjórða Þ-mótið var haldið ekki alls fyrir löngu í Leir- unni, þar sem menn kepp- ast um að hala sér inn stig í stigakeppnina, því verð- launin eru glæsileg. Stiga- hæsti maður fær golf-ferð til (rlands aö launum frá Samvinnuferöum-Landsýn. Úrslitin í fjóröa Þ-mótinu voru annars þessi: Án forgj. högg Hilmar Björgvinsson . 72 Magnús Jónsson....... 73 Sigurður Sigurðsson . 75 Með forgj. högg nettó Matthías Magnússon . 68 Ómar Jóhannsson ... 68 Björgvin Magnússon . 69 Þórarinn Ólafsson er nú kominn með góða forystu í stigakeppninni meö 26.5 stig, en í öðru sæti er Hilmar Björgvinsson með 22.5 og þriðji er Gísli Torfason með 13.0 stig. Klúbbakeppni GS-GK á miðvikudag Klúbbakeppni milli Golf- klúbbs Suðurnesja og Golf- klúbbsins Keilis verður haldin næsta miðvikudag eða þann 29. júní, og verða leiknar 118 holur. Allir fé- lagar eru hvattir til að mæta ogtryggjaGSsigur. - pket. Ekki náðist að fá úrslit úr 5. Þ-mótinu sem haldið var sl. þriðjudag, þar sem blaðið var farið í prentun og verður því að bíða til næsta blaös. - pket. velli í Leiru. Leiknar verða 36 holur og veröur leikið fyrri daginn í Grindavík 18 holur, og seinni daginn í Leirunni 18 holur. Verður þetta höggleikur m/án for- gjafar. Þátttakendur í móti þessu verða annað hvort að vera í Golfklúbbi Grindavíkur eða Golfklúbbi Suðurnesja til að geta verið gjaldgengir í mótið. Framh. á 10. síðu Bílasala Brynleifs Vatnsnesvegi 29a - Keflavik - Simi 1081 Vegna mikillar sölu vantarýmsar geröir bif- reiöa á skrá og á sýningarsvæðið, þrátt fyrir hiö mikla úrval sem nú þegar er á skrá. Opið alla virka daga og laugardaga. BÍLASALA BRYNLEIFS GCXF Kaffiterían SÚÐIN í húsi Samkaupa Alltaf heitt á könnunni. Úrval af kökum, rjómatertum og vínarbrauðum. Um helgar: Smurt brauð í úrvali. Bakarí: Mikið úrval af glænýjum brauðum og bakkelsi á hverjum morgni. Ef þú verslar fyrir 60 kr. eða meira færðu eitt kókglas í kaupbæti. Gildir á morgun, föstudag. SÚÐIN Húsmæðraorlof Suðurnesja veröurað Laugarvatni vikuna 11. til 17. júlí. Upplýsingar gefnar hjá þessum konum: Keflavík: Sími 1692 Kristjana, 1486 Ein- hildur, 1606 Dóra, 2393 Guörún. Sandgeröi: 7584 Sigríöur. Garði: 7123 Edda. Njarðvík: 1882 Sigrún. Vogar 6540 Halla. Grindavík: 8267 Bylgja.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.