Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.06.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 23.06.1983, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 23. júní 1983 11 Hvenær fáum við skemmtistað? Margir hafa að undan- förnu haft samband við blaöið og lýst yfir óánægju með það að Suðurnesja- menn skuli þurfa að flýja til Reykjavíkur ef þeir vilji komast á almennan dansstað. Finnst fólki, og þá sérstaklega því sem komið er yfir tvítugt, það vera fyrir neðan allar hellur að í 12 þúsund manna byggöarkjarna skuli ekki vera hægt að finna eitt ein- asta danshús, þó ekki sé nú talað um vínveitingahús fyrir þessa kynslóð. I vetur ræddum við um nokkra aðila sem hafa áhuga fyrir því að setja hér á stofn almennilegt danshús, jafnvel vínveitingahús. Nú ræðum við við einn í viðbót, aðila sem þekkir þessi mál frá hlið þeirra sem sjá um að skemmtafólki. Sá er Einar Júlíusson, söngv- ari, og í upphafi spyrjum við hann um skoðun hans á málinu. ,,Skoðun mín hefur alla tíð verið mjög skýr um þessa hluti, mér finnst það til háborinnar skammar að við Suðurnesjamenn og þó sé í lagi Keflvíkingar, skul- um ekki eiga almennilegt danshús. Maður kemst bara ekki yfir það, við höfum verið að dæla peningum héðan úr Keflavík bæði í Njarðvíkurnar og í ná- grannabyggðarlögin. Krakkarnir héðan stunda böllin úti í Garði, Sand- greði, Njarðvíkunum og upp í Grindavík, svo það er ekki nema von að við höf- um ekki eignast okkar eigið hús, t.d. í sambandi við Ungmennafélagið. Varðandi vínveitingahús þá á það fullan rétt á sér, og ég er t.d. óskaplega hissa á því að maðurinn sem hefur alla tíð sagt að þaö eigi að gera allt til að halda pening- unum hér á Suðurnesjum í hvaða mynd sem er, skuli leggjast svona á móti því að vínveitingahús verði opnað hér. Athugasemd frá Sl'S í Víkur-fréttum hinn 2. júní sl. er slegið upp furðu- frétt á forsíðu blaðsins um undirboð Sambandsins á dilkakjöti til Danmerkur. Búvörudeild Sambands- ins hefur um áratuga skeið flutt út fryst dilkakjöt í heil- um skrokkum til Danmerk- ur. Á síðustu árum hefur þessi útflutningur verið mest til tveggja fyrirtækja. Engir samningar, hvorki fyrr né síðar, hafa verið geröir við þessi fyrirtæki um vinnslu vörunnar, en öllum má Ijóst vera að þessi fyrir- tæki hljóta að stykkja kjötið og pakka því fyrir verslanir sínar og viðskiptavini. Full- yröingar um að Sambandið hafi á þennan hátt undir- boðið ísmat eru alfarið ósannar. Hins vegar hafa af hálfu Sambandsins verið gerðar miklar tilraunir meö sölu á fullunnu kjöti og kjötvörum til Danmerkur, en aldrei hefur tekist að fá viðunandi verð vegna þess að allur kostnaður við vinnslu og pökkun hér heima hefur verið of hár. Allur útflutningur land- búnaðarafurða er háður Auglýsið í Víkur-fréttum leyfum viðskiptamálaráöu- neytisins sem afgreiðir leyfin að fenginni umsögn landbúnaðarráðuneytis og framleiðsluráðs. Ekki er vitað til að fyrirtækið ísmat hafi sótt um útflutningsleyfi fyrir dilkakjöt til Danmerk- ur, hvorki unnu né óunnu. Eðlilegt væri að fsmat heföi kynnt þessum aðilum þann samning sem um getur í „fréttinni" og kannað við- brögðin þar. Hvað varðar uppslátt grein- arhöfundar um „einokun" Sambandsins, er rétt að fram komi að útflutnings- leyfi fyrir dilkakjöt getur hver og einn fengið er nær samkeppnisfæru verði og viðskiptakjörum og eru það fyrrnenfd ráðuneyti og framleiðsluráð sem af- greiða þau mál. Búvöru- deild berast fjölmargar fyrir spurnir frá einstaklingum og fyrirtækjum hér innan- lands sem hafa fengið fyrir- spurnir eða telja sig geta flutt þessar vörur út. öllum þessum aðilum eru gefnar ítarlegar upplýsingar um verð og vöru þannig að allt tal umeinokunerfjarstæða. Tilgangur skrifa þeirra sem birtust í Víkur-fréttum 2. júní virðist eingöngu til þess ætlaöur að kasta rýrð á Sambandið sem um árabil hefur staðið að útflutningi á íslensku dilkakjöti og að kenna því um, er rekstur ís- mats gengur verr en vænst var. Alhliða bílaviðgerðir Bílavellir Iðavöllum 2 - Keflavík Seljum skelís alla daga. SUÐURNES HF. Garði - Sími 7179 - Heimasími 7294 Ég segi fyrir mig, að ég get ekki boðið konu minni á ball hér í Keflavík nema vera bundinn einhverjum hjóna- klúbbi eða öðrum slíku klúbbi, sem ég kæri mig ekkert um, því þá væri ég búinn að því fyrir löngu sið- an. Nú þarf ég að fara með hana inn í Reykjavík, það kostar mig það að ég þarf að keyra sjálfur og vera þar með edrú, þ.e. smakka ekki áfengi. Ég segi fyrir mitt leyti, að mér finnst gaman að fá mér í glas annað slag- ið í hófi og finna smá breyt- ingu, en það kostar það að ég þarf annað hvort að keyra eða fá aðra til þess eða jafnvel gista í bænum. Það er svo fjarri okkur Suðurnesjamönnum að gista í bænum yfir nótt vegna þess að við eigum jú okkar börn og ég tel það ábyrgðarleysi að gera það. Danshús fyrir fólk sem komið er yfir tvítugt er nauðsynlegt, þú ferð ekki á danshús í Reykjavík án þess að rekast þar á hálfa Kefla- vik, sama má segja um æsk- una, hún á ekki að þurfa að fara í önnur byggðarlög til að skemmta sér. Við höfum ekkert til að fara nema þá í klúbbana uppi á flugvelli, en það er nú eitt líka, ég er búinn að syngja mikið uppi á flugvelli og hef séð ýmis- legt þar um dagana sem væri hægt að skrifa heila bók um, og það metsölu- bók, en um það þarf enginn að óttast, þetta er og hefur verið lokuð bók. Þar hefur oft sést ýmislegt Ijótt til fólks, sem m.a. hefur komið út af því að þetta fólk getur ekki sótt aðra staði hér syðra, hefur ekki haft pen- inga til að fara í Reykjavík og því leiðst út í það að fara upp á flugvöll til að skemmta sér, sem hefur oft haft í för með sér mikil leiö- indi fyrir það sjálft og þeirra skyldfólk." Þessum lokaorðum Ein- ars ættum við öll að geta verið sammála um. Á hverju stendur þá? Þarf ekki bara að fá einhverja nægilega duglega til að ýta úr vör? Vonandi stöndum við Suð- urnesjamenn nú saman og eignumst fljótlega skemmti- stað þó ekki væri nema til að fjármagnið væri áfram heima. - epj. PASSAMYNDIR tilbúnar strax. mjmynD Hafnargötu 26 - Keflavik - Simi 1016 Gengiö inn frá bílastæöi. ________________/ Laus er til umsóknar staöa lögregluþjóns við embætti lögreglu- stjórans í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu, með starfsstöð í Grinda- vík. Umsóknarfrestur er til 1. júlí n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögreglu- þjóni, sem jafnframt veitir frekari upplýs- ingar um starfið. Keflavík, 7. júní 1983. Lögreglustjórinn I Grindavík Jón Eysteinsson (sign) Fasteigna- Aðstöðu- gjöld Lögtök eru hafin á vangoldn- um gjöldum. Bæjarsjóður Njarðvíkur Innheimta

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.