Víkurfréttir - 30.06.1983, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 30. júní 1983
Siguröur Björgvinsson
mun ábyggilega seint
gleyma leik ÍBK og KR s.l.
laugardag á grasvellinum í
Keflavík. KR sem haföi eitt
mark yfir þegar Keflvíkingar
fengu dæmda vítaspyrnu
þegar boltinn fór í hendina
áeinum KR-ingá54mín.og
Siguröur framkvæmdi
spyrnuna en öllum til
mikillar skelfingar skaut
Siggi beint á markvörö KR.
En þegar 8 mín. voru til
leiksloka bætti hann þessi
mistök sín er hann skoraöi
gott mark eftir mikla þvögu í
vítateig KR án þess að
5. FLOKKUR Í.B.K.
Stórsigur á
FYLKI 5-0
ö.flokkur ÍBK fékk svo
sannarlega óskabyrjun í
ístandsmótinu í knatt-
spyrnu er þeir gjörsigruöur
Fylki á malarvellinum í
Keflavík meðfimm mörkum
gegn engu. Mörk Kefl-
víkinga skoruöu Guðni 2,
Ólafur 2 og Ragnar 1.
Næsti leikur var viö
Valsmenn í Reykjavík en
þann leik unnu Valsmenn
með 3-0. Því næst var leikið
við Stjörnuna í Garðabæ,
Stjarnan var hátt á lofti þar
og unnu sigur 2-0.
-pket.
4. FLOKKUR Í.B.K.
Vestmanneyj-
ingar áttu ekki
glætu gegn
sterkum Kefl-
víkingum
Keflvikingar unnu stór-
sigur á bórsurum úr
Vestmannaeyjum 6-0, er
liðin mættust hér í Kefiavík.
Mörk ÍBK skoruðu: Sig-
urður 2, Kjartan 1, Gestur
og Einar 1 hvor. Næsti
leikur var viö ÍR og voru
Keflvikingar ekkert á því aö
leggja skotskóna á hilluna
því þeir unnu aftur stórsigur
3-0. KR-ingar komu þeim
niöur á jörðina er þeir
sigruður ÍBK 1-0 hér í
Keflavík.
-pket.
2. FLOKKUR í. B. K.
Aðeins 1 stigúr
4 leikjum
2.flokkur Keflvíkinga
hefur aðeins hlotið 1 stig úr
4 leikjum og aðeins skorað
2 mörk en fengið á sig 9.
Úrslit leikjai 2. flokki hafa
annars verið þessi:
KR-ÍBK..............2-1
(BV-ÍBK..............6-1
ÍBK-Valur............0-0
ÍBK-Þór..............0-1.
-pket.
ÚRSLIT
í leikjum 3. fl.
munu birtast
í næsta blaöi
Stefán markvöróur KR ver vitaspyrnuna
Eignarmiðlun Suðurnesja
Hafnargötu 57 Símar 1700 og 3868
ÍSLANDSMÓTIÐ l.-deild - KEFLAVÍK - KR. 1-1
Siggi Björgvins í sviðsljósinu
MISNOTAÐI VÍTASPYRNU, EN JAFNAÐI SÍÐAN FYRIR Í.B.K.
Stefán markvörður KR
kæmi nokkrum vörnum við
og jafnaði þar með 1-1.
Keflvíkingar voru mun
meira meö knöttinn allan
leikinn og náöu oft ágætu
spili en framherjar náðu
ekki að vinna úr sendingum
af miöjunni þannig aö
uppskeran yrði mark(mörk)
en KR-ingar voru mjög
ákveönir allan leikinn og
áttu tvö mjög hættuleg
tækifæri sem þeir ekki
nýttu.
Á 17.mín. kom svo
markið. KR fékk horn-
spyrnu, boltinn barst fyrir
markiö þar sem hann fór
beint á kollinn á Magnúsi
Garðarssyni og i netiö,
sjálfsmark. Keflvikingar
fóru að sækja stíft aö marki
KR eftir þetta slys en áttu í
miklum erfiöleikum þegar
boltinn var kominn inn í teig
KR og enginn til að binda
endahnút á sóknarlotur
þeirra. KR fékk aftur á móti
tvö góö marktækifæri, þaö
fyrra á 30. mín. er einn
röndóttur átti fast skot að
marki ÍBK sem Þorsteinn
þurfti aö hafa sig allan viö til
aö slá yfir markið.
Og þegar 5.mín. voru til
leiksloka komst Óskar
Ingimundarson inn fyrir
markteig (BK, lék á Þorstein
og var að renna boltanum í
netiö þegar Óskar Færseth
kom aövífandi og bjargaöi á
línu, þar skall hurð nærri
hælum. Staöan í hálfleik því
1-0.
Heimamenn komu
grimmir í seinni hálfleikinn
og sóttu stíft aö marki KR
og á 54. mín. fengu þeir
dæmda vítaspyrnu en
Siguröur Björgvinsson
skaut beint í markvörö KR
og boltinn i horn. Kefl-
víkingar voru þó ekki á því
aö leggja árar i bát og
Siguröur "vítaspyrnusjéní"
skoraði gott mark á 82. mín.
eftir mikla þvögu viö mark
KR. Þaö sem eftir lifði voru
heimamenn öllu meira í
sókn en broddurinn á
miöjunni datt aöeins niður
þegar Freyr Sverrisson fór
útaf. Páll Þorkelsson kom
inná fyrir Frey og stóð sig
ágætlega sem bakvöröur.
Sigurður Björgvinsson
og Þorsteinn Biarnason
voru bestir í liöi ÍBK sem
veröur aö gera betur ef nást
á viöunandi árangur. Óskar
Færseth og Óli Þór áttu
einnig ágæta spretti, Óli var
í "sólóstuöi" og mætti gefa
boltann fyrr og leikmenn
ættu einnig að gefa betur
séns á sér þegar 2-3 þyrpast
að honum.
KR-ingar eru baráttuliö,
spila aö vísu ekkert fallegan
bolta og náðu ekki að spila
boltanum eins og Keflavík
geröi oft. En þaöeru mörkin
sem telja og KR-ingar hafa
tapaö fæstum leikjum í
l.deild síöast liðin ár. Ottó
Guðmundsson og Willum
Þórsson voru bestu menn
liösins f þessum leik.
-pket.
Grófin 7
Keflavík
Sími 1950
Bílasprautun
Réttingar
Litablöndun
Efnissala
Nordsjö
malmngarvórur
KEFLAVlK:
2ja herb. íbúö viö Faxabraut,
sér inngangur ...........620.000
3ja herb. fbúö viö Kirkjuveg
sér inngangur ........... 620.000
3ja herb. glæsileg íbúö við
Mávabraut, sér inng., fbúö á 1. hæö
gengi beint út f garð .....980.000
3ja herb. nýleg íbúð við Heiðar-
hvamm, lóö ræktuö, bflastæöi
malbikað ............... I.025.000
3ja herb. fbúð á 1. hæð viö
Háteig, suður svalir....... 950.000
4ra herb. efri hæð við
Hringbraut ..............950.000
180m2 raðhús, tilbúiö undir tré-
verk, arkitekta sér teikn., af öllum
innréttingum fylgja - auk um 40-50
m2 af gólfflísum, Plegal á þaki
Glæsilegt hús - fast verö
........................ 1.600.000
Topp raðhús viö Norðurgarð, eign
í sérflokki, mjög vandað um 116m2
Eldra einbýlishús viö Kirkju-
veg ..................... 800.000
180m2 nýtt einbýlishús á tveim-
ur hæöum, fullbúiö aö utan
fokhelt að innan - Verð tilboö
SANDGERÐI:
160m2 einbýlishús við Suður-
götu, steinsteypt á tveimur
hæöum, mikið endurn. . 1.350.000
125m2 einbýlishús við Hjallagötu
(skipti á húsi f Keflavfk mögul.)
Verðkr................ 1.450.000
120m2 efri hæö viö Vallargötu
Verö kr..................900.000
173m2 einbýlishús við Noröur-
götu, gefur möguleika á lítilli íbúö
á neðri hæö, gott skipulag og
verð ef samið er strax.
ÝMISLEGT:
Sökkull viö Bragavelli í skiptum
upp í íbúö eða fokhelt raðhús.
ATH.: LOKAÐ á laugardögum
frá 1. 7. tll 15. 8. 1983
Sfmi 1540
HELGARTILBOÐ:
Leyft verð tilboö
Kruður ..... 20,60 14,70
Tekex ......21,00 15,00
V* Blandaðar
baunir......28,50 20,30
Vids. saxaðir
sveppir .....43,00 30,70
Slml 1540
ÚTIGRILL
MARGAR
STÆRÐIR
Viðarkol
Uppkveikilögur
Sprltttöflur
ÚR KJÖTBORÐINU
Nautabuff ..... 276 pr. kg.
Nautagúllas ... 224 pr. kg.
Nautahakk..... 147 pr. kg.
Svínakótilettur . 245 pr. kg.
Kryddlegin Nautarif ...... 59 pr. kg.
Kryddlegin Nautaframhr. 176 pr. kg.
Kryddlegin Lambarif ..... 39 pr. kg.
Kryddlegin Lambagrillsteik 99 pr. kg.
ii flokkur af dllkakjöti á
gamla verðinu í heilum skrokkum
Sími 1540 SAMKAUP Sími 1540
ALLTAF í LEIÐINNI.