Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1983, Síða 7

Víkurfréttir - 30.06.1983, Síða 7
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 30. júní 1983 7 fSLANDSMÓTIÐ II.- DEILD Vilhjálmur tryggði VIÐI sigur á erkifjendunum úr Sandgerði Vilhjálmur Einarsson tryggöi Víöismönnum sigur á erkifjendunum úr Sandgerði, er hann skallaöi boltann í mark Reynis á 61. minútu eftir hornspyrnu Klemenz Sæmundssonar án (sess aö Jón örvar kæmi nokkrum vörnum við. Var þetta eina mark leiksins sem var oft á tíðum mjög fjörugur á aö horfa, en leikurinn fór fram á grasvelli þeirra Víöismanna úti á Skaga. Reynismenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og sóttu stíft fyrstu 20. mín. án þess þó aö skapa sér verulega hættuleg tækifæri, en þó skapaöist oft hætta viö mark Víðis eftir hornspyrnur Reynismanna. Sigurður Guönason var í miklum ham og áttu heimamenn oft í erfiðleik- um aö ráða við hraða hans og kraft. Víðismenn fóru síðan að koma meira inn í myndina og þeir áttu fyrsta tækifæri í leiknum þegar Grétar Einarsson komst einn innfyrirvítateig Reynis og aðeins Jón örvar eftir í markinu en Jón varði meistaralega. Jón örvar varði aftur mjög vel á 36. mín. eftir skot af stuttu færi Hafnargötu 80, Keflavík Simi2652 Vilhjálmur nr. 11 skallar boltann I net fíeynis sem kom eftir hornspyrnu Víðis. Þegar 16. mín. voru liðnar af seinni hálfleik skoraði svo Vilhjálmur og eftir markið færðist meiri harka í leikinn og kom gula spjaldið tvisvar á loft hjá dómara leiksins. Pálmi Einarsson sem kom inná sem varamaður fyrir Guðjón Guðmundssonsem var meiddur, átti á 65. mín. mjög gott skot úr miöjum vítateig sem smaug þverslá Reynismarksins. Það sem eftir liföi voru Víðismenn sterkari aðilinn og spiluðu oft skemmtilega á milli sín. Sigur Víðis í þessum leik var sanngjarn, þesti maður þeirra var Vilhjálmur Einarsson sem stjórnaöi liðinu mjög vel, en einnig voru þeir Ólafur Róberts- son, Vilberg Halldórsson og Ingimundur Guðmundsson mjög góðir. Jón örvar og Siguröur Guönason voru bestir í liði Reynis, einnig átti Júlíus góðan leik í vörninni. Helsti veikleiki Reynisliðsins er í framlínunni þar sem vantar einhvern til að binda endahnútinn á sóknarlotur þeirra og sakna þeir greinilega Ara Hauks sem gekk til liðs við UMFG. Reynismenn eru nú í neðri hluta deildarinnar með 4 stig, en Víðismenn eru aftur á móti með 7 stig og standa vel að vígi. pket. 18. landsmót UMFÍ: Forkeppni í knattspyrnu að hefjast 19 félög hafa nú tilkynnt þátttöku í knattspyrnu á 18. landsmótii UMF( sem fram fer í Keflavík og Njarðvík í júlí 1984. Forkeppni hefst í sumar og hefur liðunum verið rað- að í riðla sem verða þannig skipaðir: A-riðill: B-riðill: UDN UMSS UMSK UÍÓ UMSB USVH UMFB HSS HSH USAH Smávinninga- happdrætti handknattleiks ráðs Í.B.K. Fyrir stuttu var dregið í smávinningahappdrætti handknattleiksdeildar (BK í 2. flokki og komu upp eftir- talinn númer: 1. vinningur ... nr. 617 2. vinningur ... nr. 145 3. vinningur ... nr. 538 4. vinningur ... nr. 1387 5. vinningur ... nr. 326 6. vinningur ... nr. 1386 7. vinningur ... nr. 1318 Allar nánari upplýsingar eru veittar i símum 2635 og 3056. C-riðill: usvs HSÞ U(A UMSE D-riðlll: UMFK UMFN UMFG HSK UMF Víkverji Eftirtalin félög sjá um framkvæmd í riðlunum: A-riðill: UMSK. B-riðill: UMSS. C-riðill: UÍA. D-riðill: UMFK. Forkeppni á að vera lokið fyrir 1. sept. 1983. Umsjónarmaður með knattspyrnukeppninni á 18. landsmótinu verður Haf- steinn Guðmundsson, Keflavík. - pket. Það borgar sig að auglýsa í VÍKUR-fréttum Bílasala Suðurnesja v/Reykjanesbraut - Njarðvík - Sími 2925 Úrval bíla á skrá. - Vantar fleiri bíla, aðallega nýrri árgerðir. ATH: Eitt besta sýningarsvæðið hér. Allt á sama stað: Bílasala - Tryggingar - reikningsskil o.fl. Opið frá kl. 10 - 18. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 Jón Ásgeirsson, heimasími 1473. Blómafræflar Viltu auka kyngetuna fáðu þér fræfla Sölumaður: Gísli Reymarsson, Faxabraut 28 - Sími 92-1849 Garðsláttuþjónusta GARÐAÞJÓNUSTA fyrir húseigendur ein- býlishúsa, raðhúsa og blokka á Suðurnesjum. Við kappkostum að veita ódýra, fljóta og vandaða þjónustu yfir sumarmánuðina. Við sláum blettinn með fullkomnustu áhöldum, m.a. Vélsláttuvélum og Vél- sláttuorfum, hirðum grasiö ef þess er óskað gegn vægu aukagjaldi. Sláðu á þráðinn og athugaðu hvað VIÐ getum gert fyrir ÞIG. Síminn er 6618 SELJUM TÚNÞÖKUR OG MOLD í LÓÐIR FYRIRTÆKI OG STOFNANLR TÖKUM AÐ OKKUR FRÁGANGÁ LÓÐUM MEÐ TÚNÞÖKUM. S/MI (92)8367 VíKURVERKhf P.o. BOX 57 - 240 GRINDAVÍK STEINSTEYPU- SÖGUN TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI KRISTJÁNS OG MARGEIRS Símar 3680 - 3844

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.