Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 30.06.1983, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 30. júní 1983 VÍKUR-fréttir LÍMMIÐAPRENTUN Prentum sjálfIímandi miða og merki til vöru- merkinga, vörusendinga og framleiðslumerk- inga. Ennfremur alls konar afsláttar-, leiðbein- ingar- og upplýsingamiða. Allt sjálflírnandi á rúllum í einum eðafleiri litum LÍMMERKI Síðumúla 21 - 105 Reykjavík Sími 31244 KEFLVÍKINGAR SUÐURNESJAMENN Afgreiðum á verksmiðjuverði hinar vinsælu málningarvörur: VITRETEX: Plastmálningu, mynsturmáln- ingu, sandmálningu. HEMPEL’S: Þakmálningu, skipalökk, grunnmálningu. CUPRINOL fúavarnarefni. GOODWOOD þiljulökk. Hagsýnir gera verðsamanburð áður en til framkvæmda kemur. «Framletðandi á Islandi: SlippfélagiCZPReykjavíkhf Málningarverksmidjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414 Umboðsmaður á Suðurnesjum: ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, málarameistari Borgarvegi 30, Njarðvík, sími 2471 Afgreiðsla: Bolafæti 3, Njarðvík opið alla virka daga kl. 18 - 20 Kústaskápurinn Viðtal við Einar Júliusson Framh. af bls. 5 Einar Júliusson 12 ára sveitinni, en ég var þá í 6. bekk í barnaskólanum. Þar voru ýmsir góðir menn eins og Raggi rakari, Agnar Sigurvinsson og Magnús Sigtryggsson, þetta var hörku grúbba og þá var lagið Diana sem var flutt að meðaltali 13. sinnum á hverju balli sem lang vin- sælasta lagið. Þá þróast þetta í þaö aö 13 ára kem ég fram í útvarp- inu með Þórir Baldurssyni, það voru okkar fyrstu spor sem við stigum fyrir framan alþjóð, við sungum þarna saman þrjú lög og síöan var tekið við okkur viðtal af Gunnari Schram, núver- andi alþingismanni, sem þá var með þátt í útvarpinu. Síðan er það að þegar dansaö var hér úti í fyrsta sinn á 17. júni, þá stóð ég niöur á Hafnargötu við gömlu lögreglustööina eins og allir aðrir og hlustaöi á hljómsveitina spila, þá var ég manaður til aö fara upp á sinu og kallaður upp. Ég sagöi þeim aö bíöa augnablik og hljóp heim og náði í textana og söng síðan nokkurlög. Nú hófst balllð fyrir alvöru. Eftir þetta hófst ballið, ég fór að syngja í Ungmenna- félagshúsinu (Ungó) með hljómsveit Karls Jónatans- sonar sem kom fram eitt kvöldið, þá söng ég í revíu sem hét Keflavíkurvakan. Upp úr því var hljómsveit Guömundar Ingólfssonar stofnuð, þessi hljómsveit varð brátt ein sú alvinsæl- asta um allt land, því fólk sótti þá mjög mikið gamla krossinn og þar var alltaf troðfullt. Og það má segja að sá staöur hafi verið upp- hafið hjá mörgum lands- þekktum hljómlistarmönn- um s.s. Þórir Baldurssyni, Rúnari Georgssyni, Pétri östlund, Gunnar Þórðar- syni o.fl.,sem þarnaspiluðu með okkur. Má segja að þarna sé upptalið upphaf af mínum söngferIi, sem síðan þróaðist út í það að Hljómarnir voru stofnaðir upp úr hljómsveit Guð- mundar Ingólfssonar af Gunnari Þórðar, Erlingi Björns, mér og Edda Krist- ins. Rúnar Júl kom síðan inn í dæmið, þegar við vorum að leita okkur að bassaleikara, en þá benti Gunnar á hann. ( upphafi höfðum við ekki trú á hon- um sem bassaleikara, en annað reyndist rétt vera, hann sló strax í gegn eins og Hljómar. Við gerðum margt sem ekki þekktist áð- urs.s.aðhreyfaokkurmeira á sinunni og fórum einnig niður á ofnana sem voru framan við sinuna i Krossin- um og niður á bekkina og það kunni fólkið afskaplega vel við strax. Átti aldrei afturkvæmt f Hljóma Þegar ág var 18 ára fór ég á spítala og lét taka úr mér hálskirtlana, þá búinn að syngja með Hljómum í nokkra mánuði, en átti aldrei afturkvæmt í Hljómana vegna þess að Karl Hermans tók við söng- inum af mér. Þá upphófst bítlaæðið, ég var ekkert of hrifinn af því til að byrja með, fannst of mikið öskur og fann mig ekki í þessu og svo voru greidd atkvæöi um þaö hvor okkar Kalla ættu að halda áfram í Hljómum og ég fékk eitt atkvæði en Kalli 3. Hann hélt því starfinu áfram og var með í aðal uppgangstíma Hljóma. Stuttu síðar var mér boð- ið í hljómsveit í Reykjavík og var þaö upphafiö að Pónik og Einari sem stóð í 11 ár, þar til ég neyddist til að hætta vegna þess að ég fékk slæmsku í hálsinn, svokallaða söngvara hnúta. Þorvaldur Halldórsson leysti mig þá af í 9 mánuði, ég byrjaði síðan aftur og söng í nokkur ár þar til ég hætti alveg með þeimfyrir4 árum, settist í helgan stein. Þeim steini var veltfrá nú á rokkhátíöinni." Framhald í næsta blaði. Húsmæðraorlof Suðurnesja Nú í um 20 ár hafa verið í gildi lög um orlof hús- mæðra og er framkvæmd þess þannig, að kvenfélög- in á hverju svæöi sjá um undirbúning eina viku á hverju sumri þar sem farið er eitthvað í burtu, til af- slöppunar og skemmtunar. Konurnar hér á Suður- nesjum hafa undanfarin ár notað þessar vikur til veru á Laugarvatni og er þátttaka þar greidd niður af sveitar- félögunum hér. Nú hefur verið ákveðið að þessi Um 60 konur af Suður- nesjum koma þarna saman til orlofs og fer skipting þeirra milli byggðarlaganna eftir höfðatölu, þannig að um 20 konur eru úr Kefla- vík, 7 úr Njarðvík, og síðan koll af kolli. Verunni að Laugarvatni er m.a. eytt í gufuböð, sund o.fl., s.s. sjá konurnar um kvöldvökur, bingó og margt annað. Ættu þær sem áhuga hafa á þessu að drifa sig í að láta skrá sig. - epj. Njarðvíkur- Hitaveita Suðumesja mun hctfa orkuverið í Svartsengi til sýnis fyrir Suðurnesja- menn alla föstudaga, laug- ardaga og sunnudaga kl. 13.00-19.00 í júlí og ágúst. I fyrsta sinn föstudaginn 8. júlí. presturinn þjónar Keflavík í júlí verður Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur i Keflavíkurprestakal11 i sumarfrii. Mun séra Þorvald ur Karl Helgason, sóknar- prestur i Njarðvikum þjóna Keflavikurprestak aili a meðan. Þurfi einhver að hafa samband við hann a meðann. þá er simi hans 3480, epj. Ferming á sunnudag Við messu á sunnudag i Ytri- Njarðvíkurkirkju kl. 11 fer fram ferming tveggja barna, þau heita: Margrét Lincoln og Guðjón Vignir Carrol. epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.