Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 30.06.1983, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 30. júní 1983 11 okkur í hendur Ijósrit af opnu úr Supermarkeds- Nyt sem er upplýsingar- blaö þeirra stórmarkaös- manna í Danmörku. Þar greinir frá aö fyrirtækið MB Frost Brönderslev hafi fengiö einkaumboð á lambakjöti frá fslandi nánar tiltekið frá Sam- bandi íslenskra sam- vinnufélaga. Þetta er ekki aöeins tiltekiö einu sinni i greininni heldur tvisvar (Ijósrit fylgir af greininni) að það sé einmitt á grundvelli þessa einka- umboðs sem þeir félagar Möller Jensen og Bent Petersen hugsi sér gott til glóöarinnar aö vinna og skera islenskt lambakjöt i stórmarkaði í Danmörk. Við erum tilbúnir að samgleðjast öllum sem ná árangri f sölu á íslensku lambakjöti, en þegar aöili sem hefur um 90% af allri dilkaslátrun í landinu gefur erlendum aðila einkaumboð á fram- leiöslu sinni teljum við að málið sé aö þróast í neikvæðan farveg, því þaö útilokar aðra frá því að spreyta sig á sama markaði og um leið þróun nýjunga hér heimafyrir á þessu sviði. Annað athyglisvert kemur fram i þessu viötali víð þá félaga Þeir taka fram að þeir rhuni aldrei geta keppt viö Ný- sjálenska kjötið i veröi, þar sem gæði islenska kjötsins séu mun meiri. En þeir hafi trú á því að meö tímanum muni sá munur minnka. Hvað er hér átt við? Eru þeir að lofa Ný-Sjálendingum hærra veröi, eða íslend- ingum lægra verði?Hér er þörf skýringa. Meðan annað kemur ekki í Ijós sem sannara reynist verðum viðaðtrúa þvi að Samband íslenskra samvinnufélaga hafi veitt MB Frost einkaumboö á dilkakjötssölu í Dan- mörku og verður þar meira að koma til, en orð þeirra búvörudeildar- manna. Hvað varðar tilraunir þeirra sambandsmanna á útflutningi á stykkjuðum og fullunnum vörum ætla ég ekki aö fjalla um á þessu stigi, en fæ vonandi tækifæri til þess á öðrum vettvangi. En því hefur aldrei veriö haldið fram af hálfu ísmats h.f. að Sambandið hafiö í þessu máli verið með einhver undirboð. Enda erum við ekki höfundar upphafs- fréttar í þessu máli. Þaðer aftur á móti rétt ályktað í þeirri frétt að með því að flytja út atvinnu sem mögu- lega gæti hér skapast af þessari framleiðslu. Það er svo aftur annað mál að ef ísmat h.f. hefði i upphafi setið að sama borði og Samband íslenskra samvinnufélaga hvað varö- ar fjármögnun sinna út- flutnmgsmála heföu þessi mál kannski aðra stöðu í dag. Með þökk fyrir birtinguna Gunnar Páll Ingólfsson framkvæmdarstjóri. Smekkleg hús Eins og undanfarin ár munum við af og til í sumar birta myndir af stöðum þar sem bæta má umhverfiö, einnig munum við ekki síð- ur birta myndir af húsum sem eru til fyrirmyndar í þessum efnum. Verða tvö hús nú tekin sérstaklega fyrir, en þau hafa að undan- förnu hlotið mjög smekk- legar lagfæringar. Fyrra húsið er að Vallar- Hringbraut 70-72, Kellavik götu 21 i Keflavík. Þarer um gamalt hús að ræða sem var forskalað að utan, en í fyrra var múrhúðin rifin utan af því húsið var klætt upp aftur á mjög smekklegan hátt. Hitt húsið er fjölbýlis- húsið aö Hringbraut 70-72 í Keflavík, nýtt hús sem var ómálað þar til nú fyrir stuttu að það fékk einnig smekk- lega umhirðu. - epj. Vallargata 21, Keflavik. E KREDITKORT S.F. - REYKJAVlK - ICELAND UNDIRSKRIFT Valid in lceland only. Valable en Islande uniquement 8312 345b 1800 EURO ÍS JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR Gildir út: 00.00 Eftirtalin fyrirtæki í Keflavík veita nú þegar þessa þjónustu: SPROTI Hafnargötu 54 GLÓÐIN Hafnargötu 62 STUDEO Hafnargötu 38 MYNDVAL Hafnargötu 45 ALNABÆR Tjarnargötu 17 RÓM Tjarnargötu 3 HLJÓMVAL Hafnargötu 28 NONNI & BUBBI Hringbraut 92 SAFÍR Hafnargötu 54 VÍKINGAFERÐIR Hafnargötu 27 BÍLALEIGAN VALBERG SÓLNING Brekkustig 37, N Eurocard til notkunar innanlands og erlendis EUROCARD er fjölhæfasta og nytsamasta kreditkort, sem íslendingum býðst. Pað er fyrsta alþjóðlega kredit- kortið, sem gefið er út hér á landi til notkunar jöfnum höndum innan lands sem utan. Erlendis eru EUROCARD-kort- hafar boðnir velkomnir á um • 3.6 milljón staða. ' Hótel, veitingahús, flugfélög, bíla- leigur, og önnur þjónustufyrirtæki um allan heim hafa EUROCARD merkið á áberandi stað því til staðfestingar. Innan lands eru afgreiðslustaðir þrjúhundruð og fer þeim ört fjölgandi. GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR Hafnargötu 27 *mt. Keflavík - Sími 1199 EUROCARD, í samvinnu við MASTER CARD í Norður- og Suður-Ameríku og ACCESS í Bretlandi, er ein stærsta kredit- kortasamsteypa í heiminum, er viðurkennt í a.m.k.149 löndum í öllum heimsálfum, þ.á.m. í Austur- Evrópu og Kína. Aðilar að þessari stóru kredit- kortasamsteypu eru 23 þúsund bankar og peningastofnanir víðs- vegar um heiminn. Til að mynda eiga yfir 30 af 50 stærstu bönícum í Evrópu aðild að henni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.