Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.07.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 07.07.1983, Blaðsíða 12
10 Fimmtudagur 7. júlí 1983 VÍKUR-f réttir ÍS-mat hf. Ofsóknir á Bahá íum í auglýsir Vegna fjölda fyrirspurna, höfum við ákveðið, að taka kjöt í reyk. Tekið er á móti frosnu kjöti á miðvikudögum. i^MAT pö BREKKUSTÍG 40 YTRI-NJARÐVÍK SÍMI 2152 Mjög þunglega horfir um þessar mundirfyrir framtíö þeirra 300.000. Baháia sem búa í Iran. Hafa stjórn- völd í Iran og sjálfskipaöir byltingaveröir síðastliðin fjögur ár tekið af lífi eftir pyndingar yfir 150 Baháia sem gefiö hefurveriöaðsök undirróöur og njósnir í þágu Síonista, ásamt ým- sum öörum upplognum sakargiftum. Ekki er haegt í stuttri grein sem þessari aö rekja í smá- atriðum atburöi síðustu mánuöa, hvaö þá ára, en til aö auövelda umfjöllun má setja fram þær þrjár megin- leiöir sem beitt hefur verið í ofsóknum þessum. 1. Almennri upptöku allra eigna og helgistaöa Bahái samfélagsins. 2. Fjárhags-og félagslegum þvingunum er einstakir Baháíar eru beittir í þeirri von að þeir afneiti trú sinni á Bahá'ú'lláh (Dýrö Guös). 3. Kerfisbundnum handtök- um og aftökum á leiðtogum trúarinnar. Flest heimsblaöanna hafa fjallað um kjör Bahá'íanna í Iran og hefur ástandsins einnig marg- sinnis veriö getiö í íslensk- um. Fjöldi einstaklinga og félagssamtaka hafa þegar Sólbað, sund, vatnsnudd og heitir pottar SUNDHÖLLIN ER OPIN SEM HÉR SEGIR: Mánudaga til fimmtudaga: Frá kl. 7,30-9 og 12-22. Föstudaga: Frá kl. 7,30-9 og 12-19. Laugardaga: Frá kl. 8-10 og 13-18. Sunnudaga: Frá kl. 9-12. ATH.: Framvegis verður opið í kvöldmatnum frá kl 19-20, mánudnga til fimmtudaga. Tímapantanir í sólbekkina í síma 1145 SUNDHÖLL KEFLAVÍKUR TILBOÐ Hreinsum útveggi húsa með háþrýstidælu t.d. hraunaða, skeljaða og plastklædda - þvoum einnig glugga. Verð c.a. 1000 kr. pr. einbýlishús. VANIR MENN - VÖNDUÐ VINNA HAFIÐ SAMBAND! SÍMI 45507 (HRAFNHILDUR) kl. 9-13 hendur íran lýst yfir andstöðu sinni gegn mannréttindabrotum þeim sem hér um ræöir. Einnig hafa fjölþjóðastofn- anir tekið máliö upp, og haröorö mótmæli verið send stjórnvöldum Irans. Sem dæmi má nefna samþykkt Evrópuþings Efnahagsbandalagsins áriö 1980 varðandi útflutnings- bann á niðurgreiddum landbúnaöarvörum aðildar- ríkjanna til Irans í mótmælaskyni. Fjallað hefur verið um MÁLIÐ af Evrópuráöinu og undir- nefnd Mannréttindanefnd- ar Sameinuðu þjóðanna og tvívegis á fundum mannrétt- indanefndarinnar sjálfrar. Þaö misrétti er Bahá'iar í Iran eru beittir í heimalandi sínu og sú ógn er steðjar að þessu hrjáða fólki dag hvern, hlýtur aö vekja óhug og andúö allra þeirra er af þessu fá raunsanna mynd.í skýrslu er Mannréttinda- nefnd Mótmælendakirkju- sambandsins í Sviss gaf út 12.sept. 1979 um ofsóknir- nar eftir að hafa kannað máliö þar í landi, segir: ,,Bahá‘í samfélagið í Iran á sér sögu og hefð i þessu landi allt aftur til 1884. Á þeim tíma hafa meölimir þessa samfélags lagt sitt af mörkum til menntunar og velferöar Irönku þjóðarinn- ar og veriö löghlýönir borg- arar og friðelskandi fólk. Þeir eru einlægir í sannfær- ingu sinni og trú og fylgja því trúarákvæöi aö taka ekki þátt í stjórnmálastarfi í Iran.... Þetta er alvarlegasta tímabil í sögu Bahá'í safnfélagsins í Iran. Ef ekki veröur gripiö til skjótra að- geröa á réttum stööum, hvílir raunveruleg og bráð hætta yfir hópi einlægra lærisveina trúar Bahá'- ú'lláh." í tilefni enn aukinna of- sókna á hendur Bahá'ium i Iran efna Bahá'íar til opin- berrar kynningar á málstað sínum, í slysavarnarhúsinu í Sandgeröi mánudagskvöld 11. júlí kl.20. Veröur þaröll- um fvrirspurnum svarað og máliö kynnt viðstöddum. Fyrir hönd Andlegs Svæðisráðs Keflavíkur. Svanur G. Þorkelsson. Eigendaskipti á Draumalandi Eins og áöur hefur komið fram uröu nýlega eigenda- skipti að versluninni Draumalandi, Hafnargötu 37a, og er hinn nýi eig- andi Stella Olsen. Verður verslunin rekin áfram með svipuðu sniöi og áður, en með haustinu mun úrval verða fjölbreyttara, og hefur nú þegar bæst í vöru- úrvalið sundföt, aðallega í stórum númerum, fyrir konur. Um afgreiðslustörf í Draumalandi sjá þær Berg- Ijót Stefánsdóttir og Mar- grét Sigurðardóttir. epj. Hinn nýi eigandi Draumalands, Stella Ólsen, ásamt dóttur sinni Telmu Birgisdóttur, i versluninni. Skrifið eða hringið til Víkur-frétta Víkur-fréttir hvetur les- endur til aö skrifa blaðinu um hvaðeina sem hugur þeirra stendur til - eða hringja i síma 1717, ef þeir koma ekki við að skrifa. Meöal efnis sem vel er þegið eru ábendingar, oröaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla, frétta og stuttra greina. Bréf þurfa ekki aö vera vélrituð þó það sé ákjósan- legra, séu þau skrifuö þurfa þau að vera snyrtileg og með góðri rithönd. Nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til blaösins, þó höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykirástæöa til aö beina því til lesenda búsettum í hinum ýmsu byggðum Suðurnesja utan Keflavíkur, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i blaöinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.