Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.07.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 07.07.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 7. júlí 1983 13 Blekking í Hagkaupum í síðasta tbl. Víkur-frétta var haft eftir verslunar- stjóra Hagkaups að vöru- verðið hjá honum væri mun hagkvæmara en í öðrum stórmörkuðum hér á Suður nesjum. Þá hafði sá orð- rómur gengiö fjöllunum hærra hér um ótrúlega lágt verð á ýmsum vörum þ.á.m. Sóda-stream tækjum. Ég hafði lengi hugsað mér aöeignasteittslíkttæki og vildi því nota tækifæriö s.l. laugardag, auk þess sem vera átti barnaafmæli hjá mér á sunnudaginn og með Sóda-stream, gæti ég sparað mér öl kaupin. Þvi lagði ég leið mina inn á Fitjar, en þá var aðeins eitt tæki eftir í hillunni hjá þeim í Hagkaupum og var verðið á þvikr. 1765. Keypti ég tækið og fór með það heim og setti það saman, en þá vantaði gos- hylkið og þar sem ég hélt að það ætti ekki að fylgja fór ég nú út í Sparkaup til aö kaupa það á kr. 510, en þá var mér sagt að slíkt hylki ætti að fylgja öllum nýjum tækjum. Því fór ég aftur inn í Hag- kaup og óskaöi eftir aö fá hylkiö sem ætti að fylgja með, en þar var mér tjáð að svo væri ekki, ég gæti hins- vegar fengið gashylkiákr. 499 til viöbótar tækinu. Ástæðan væri sú að þeir flytji þetta inn í sitt hvoru lagi og gætu því boðið tæk- in á hagkvæmara verði. Með því aö kaupa þetta svona var heildarverð fyrir tækið komið upp í kr. 2.264 í Hagkaup, en samskonar tæki fullbúið kr. 2.199 í Sparkaup og kr. 2.205 í Kaupfélaginu að Hafnar- götu 30 og hjá Sól hf., sem flytur tækin inn kosta þau kr. 2,128. Innflytjandinn, Sól hf., staðfesti þaö að tækin kæmu í sitt hvoru lagi til landsins, en þeir settu þau saman áöur en þau færu út í verslanir, en Hagkaups- menn kjósa frekar að blekkja kaupendur með því að selja tækin án hylkis á kr. 1.765 og hylkiö síðan á kr. 499. En þeir hafa ekkert fyrir því að tilkynna viðskiptavin um um mismuninn, því hvergi eru skýringar eða leiðbeiningar um blekking- una að finna. Eftir þessa reynslu hafði ég samband við verslunar- stjórann og óskaði eftir því að fá hylkið sem ég ætti inni hjá þeim. En því neytaði hann og þá sagðist ég myndi kæra hann fyrir Neytendasamtökunum og koma þessu í blööin, auk þess sem ég myndi aldrei versla þarna aftur. Því fyrst þessi blekking upplýstist, megi alveg eins búastvið fleirum. Eina svariö sem ég fékk var „gjörðu svo vel". Á þessu sést að fullyrð- ingar hans í síðasta blaöi um hagkvæmt verð eru bara helber lygi. Björn Ólafsson. STEINDÓR SIGURÐSSON, NJARÐVÍK ÖRT VAXANDI ÞJÓNUSTA MEÐ NÝJA FARKOSTI Steindór Sigurðsson í Njarðvík hefur nýlega end- urnýjað bifreiðaflota sinn, en í vor fékk hann tvo nýja hópferðabíla í stað tveggja sem hann seldi í vetur. Er nú svo komið að meiri hluti vagnanna eru aðeins fárra ára gamlir, en hinir ný upp- gerðir og getur hann því boðið uppá6góöa vagnatil hvers kyns hópferða. Enn sem fyrr hefur hann fyrir utan hópferðaþjón- ustu séð um skólaferðir að vetrinum, akstur starfs- fólks að og frá vinnustöðum í Keflavík, Njarðvík, Garði og Sandgeröi og haldið uppi áætlanaferðum milli Keflavikur og Grindavikur og tiöum strætisvagnaferö- um milli Keflavikurog Njarð vikur. Með tilkomu tveggja stórmarkaða í Njarðvik eru þessar ferðir tilvaldar fyrir þá sem þangað þurfa að komast en hafa ekki yfir bíl að ráða, bílar Steindórs aka alveg inn að búöadyrum i þessum mörkuðum. Sama má einnig segja um þá Njarðvikinga sem þangað þurfa að fara eða í við- skiptaferðir til Keflavíkur. ( sumar jók hann ferðatiðnina i tilrauna- skini og því miður er nú slæmt útlit varðandi fram- tið ferða til Grindavíkur, enda ekki furða því ekki er gæfulegt að halda uppi ferð um þegar enginn farþegi lætur sjá sig i neinni ferð í heila þrjá daga, eins og átt hefur sér stað isumar. Þann ig að verði ekki snör breyt- ing þarna á má búast við að hann hætti þessum ferðum alveg. Um ferðirnar á milli Kefla- víkurog Njarðvikur, þáhafa komið upp ýmsar ástæður til að breytingar hafa verið Glæsilegur fioti gerðar og mun hann kynna þær nánar í bæklingi sem hann lætur dreifa nú á næstunni. Veðurfarið í vetur kom niður á skíðaferðunum og öörum hópferöum og útlit er fyrir mikinn sam- drátt i hópferðum í sumar, sagði Steindór. Það er hálf furðulegt að Suðurnesjamönnum virðist finnast þaö eitthvað fínna að taka hópferöabíl úr Reykjavík, en af heimaslóð- um, þurfi þeir á slíkum far- kosti aö halda og sem dæmi þar um sagði Steindór ,.nú fyrir stutt fór hópur frá Suöurnesjum norður á Strandir með hópferðabíl úr Reykjavík, en á sama tíma fór hópur úr Reykjavík þang að norður með bil frá mér. Þegar minn bíll kom norður þurfti hann mikiö að aöstoða Reykjavikurbilstjór ann, því hann ofmat aðstæð ur þarna trekk i trekk, en svona eru málin". Já það er slæmt að Suðurnesjamenn geti ekki notað þá þjón- ustu sem hér er í boði og sem er vafalaust betri. Á því sem hór sóst, kemur fram að Njarövík er rekiö af Steindóri Sigurössyni ört vaxandi þjónustufyrirtæki á sviði hópferðabifreiða og reksturs áætlanabifreiða milli staða innan Suður- nesja. Þetta er gott dæmi um það hvermg hluti er hægt að gera i einkarekstri sé viljinn fyrir hendi, því Steindór hefur ekki notið neinna styrkja við rekst- urinn, né aðstoöar neinna lánastofnana, enn sem kom ið er. Og þvi væri von aö ferðir sem hann biður upp á verði betur nýttar, svo ekki komi til niðurskurðar á þess ari þjónustu. epj Verkamannabústaðir Stjórn Verkamannabústaöa í Vatnsleysu strandarhreppi óskar eftir viljayfi rlýs- ingum um íbúðakaup vegna byggingu verkamannabústaöa í hreppnum. Eyðublöð, sem liggja frami á skrifstofu hreppsins, skal skila fyrir 15. júlí 1983. Stjórn Verkamannabústaða i Vatnsleysustrandarhreppi Fóstrur Staða forstöðumanns við dagheimilið og leikskólann Garðasel, Keflavík er laus til umsóknar. Áskiliðerað umsækjendur hafi fóstru- menntun. Staðan veitist frá 1. september n.k. Upplýsingar um stöðuna eru veittar hjá félagsmálafulltrúa, Hafnargötu 32, sími 92- 1555 frá kl 9-12 alla virka daga. Skriflegar umsóknir þurfa að berast félags- málafulltrúa fyrir 20. júlí n.k. Félagsmálaráð Keflavíkurbæjar ÚTBOÐ Sjóefnavinnslan hf., óskar eftir tilboðum í gerð raforkuvirkja og uppsetningu stjórn- tækja fyrir verksmiðju sína á Reykjanesi. Útboðsgögn eru afgreidd á Verkfræði- stofu Jóhanns Indriðasonar, Höfðabakka9 Reykjavík og á skrifstofu Sjóefnavinnsl- unnar hf., Vatnsnesvegi 14, Keflavík, frá mánudeginum 4. júlí 1983. Tilboð verð opnuð fimmtudaginn 14. júlí kl. 14. á skrifstofu Sjóefnavinnslunnar hf., Vatnsnesvegi 14, Keflavík. Byggingafulltrúinn í Keflavík vill benda á eftirfarandi Samkvæmt lögum nr. 54/1978 og byggingareglugerð nr. 298/1979 eru allar breytingar á ytra útliti húsa, t.d. klæðning steinhúsa, að breyta gluggum og brjóta niður reykháfa, óheimllar nema með fengnu leyfi byggimganefndar. ftrekað er að við endurbyggingu eða viðhald húsa skal leitast við að halda sem upprunalegustum stíl hússins, einkum hvað varðar gluggagerð og ytraútlit. Júlí 1983 Byggingafulltrúinn í Kefiavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.