Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.07.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 14.07.1983, Blaðsíða 1
Könnun á fasteignamarkaðinum: Minna fjármagn í umferð Meira spurt eftir ódýrari eignum „Það er mun minna fjár- magn í umferð nú og út- borganir á íbúöum yfirleitt mun lægri heldur en oft áður," segja fasteignasalar hérí Keflavík. „Salaáódýr- ari óg minni eignum hefur aukist og hreyfing á-stærri íbúöum er mjög litil f dag, fólk treystir sér greinilega ekki í stór fjárútlát," sagði einn fasteignasali í samtali við Víkur-frettir. Sé Suöurnesjasvæöið tekiö fyrir, þá er eftirspurn eftir íbúöum mest í Kefla- vík og þá helst minni íbúö- um, 2-3ja herbergja. Fram- boð er aftur á móti Iftið en þó meira af nýbygging- um þar sem eftirspurn er minni. í Njarðvík er mikiö framboð af blokkaríbúðum 2-3ja herbergja, en eftir- spurn eftir þeim er mjög lítil og markaðurinn greinilega mettur. íbúðaverö hefur ekki náö að fylgja veröbólgunni sl. ár, en þó má eiga von á því aö hækkanir geti átt stað mjög bráölega. Dagblaöiö Timinn birtir í síöustu viku frásögn um komandi hækkun á fast- eignum í Keflavík og ná- grenni vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Helguvík og viö flugstöðina á Keflavik- urflugvelii. Vegna þessa haldi menn höndum um íbúöir sínar og biöi eftir aö framkvæmdir byrji og eftir- spurn eftir íbúöum aukist af aðkomufólki og þá muni ibúðaverö rjúka upp úr öllu valdi. Ekki eru þó miklar líkur á að þetta standist. Verö á 2ja herbergja íbúö í Reykjavík er á um 7-900 þúsund og fyrir þetta verð fæst 3ja herbergja íbúð í Keflavík í dag. Fólk sem hingað ætlar að sækja ein- hverja væntanlega upp- gripavinnu er yfir höfuð ekki þaö fjársterkt aö það fari að kaupa einhverjar íbúöir hér á svæöinu á upp- sprengdu verði, sem mundi kannski nálgast sama verö og í Reykjavík, og þaö kannski bara til aö dvelja hér i skamman tíma. - pket. Malbikun Hafnargötunnar: „Vonumst til að geta klárað verkið í næstu viku" - sagði Ingvar Friðriksson, bæjarverkstjóri „I gær hófst undirbún- ingsvinna og malbikun er þegar hafin, og við stefn- um aö því að klára verkið fyrir 22. júlí," sagöi Ingvar Friöriksson bæjarverkstjóri í samtali við Víkur-fréttir sl. þriöjudag. „Veðurfarið hef- ®r 1 Undirbúningsvinna á Hafnargötunni ur leikið okkur grátt, við ætluðum að vera byrjaöir fyrir nokkru síðan, en hald- ist hann þurr þá tekur verk- ið um 6 daga." Þessa daga sem malbik- un stenduryfirverðurHafn- argatan lokuð svo að auö- veldara verði meö vinnu. Þegar malbikun Hafnar- götunnar lýkur verður fariö í lagningu olíumalar á Heið- arbakka og framhald Kirkju- vegar að Grófinni. Að sögn Ingvars er fegrun í fullum gangi og veriö að byrja á svæöinu við minnismerki sjómanna og fleiri stööum. Lagning gang stéttaerveláveg komin víö- ast hvar. - pket. Merking lögreglustöðvarinnar í Keflavík: Verður gert innan tíðar spuröi hann hvernig stæöi á þessu. „Þaö var búiö að ákveöa kaup á merkingu fyrir stöö- ina, en arkitekt hússins var ekki sammála og fannst hún ekki hæfa. Síðan hefur málið legiö niöri, en þaö verður tekin ákvörðun um þetta innan skamms og að öllum líkindum verður þessi merking notuö sem við vorum búnir að ákveða," sagði Jón. - pket. Það hefur vakið furöu margra, bæöi bæjarbúa og aðkomufólks, að lögreglu- stöðin í Keflavík er alger- lega ómerkt. Stööin sem er að vísu á sæmilega áber- andi stað, þyrfti að sjálf- sögðu að vera merkt skil- merkilega. Til að fá nánári vitneskju um gang þessa máls hafði blaðið samband viö Jón Ey- steinsson bæjarfógeta og Lögreglustöðin I Keflavlk Tilrauna veiðar á löngu Útgerö Arneyjar KE 50 hefur fengið loforö fyrir styrk að upphæð kr. 400 þús. frá Fiskimálasjóöi, til að stunda tilraunaveiöar á grálöngu. Munu veiöar þessar fara fram nú í sumar eöa haust. Hefur skipið þegar farið i eina veiðiferö, enn sem komið er, en ætlunin er að Véltækni hf. í Reykjavík standi fyrir því að langan verði þurrkuð og siðan send til Svíþjóöar, en þar þykir þessi vara herramanns matur. - epj. Nú ætla þeir aö þurrka lönguna út. Ljósm.: pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.