Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.07.1983, Side 1

Víkurfréttir - 21.07.1983, Side 1
Framboð á leiguhúsnæði aldrei verið minna: Bandaríkjamenn yfirbjóða markaðinn - og hreppa flestar íbúðir sem gefast Framboð af leiguíbúöum hefur að undanförnu verið mjög lítið hér á Suðurnesj- um, en eftirspurn sennilega sjaldan verið meiri. Banda- ríkjamenn og þá aðallega varnarliösmenn, hafa nú í auknum mæli sótt í leigu- ibúðir hér á svæðinu. Ög með því að yfirbjóða húsa- leiguna hefur þeim tekistað hremma þær íbúðir sem losnað hafa og íslendingar hafa ekki verið samkeppn- isfærir í greiöslum, auk þess sem margir hverjir vilja frekar leigja Bandaríkja- mönnum, þar sem greiðsla frá þeim er í dollurum, auk hærri greiðslu sem þeir bjóða. Er þetta mest allt fjöl- skyldufólk sem kýs frekar að búa niðri í Keflavík eða Njarðvík heldur en á vell- inum. Auk þess fær þaö fólk sem vinnur við störf eins og kennslu á vellinum ekki íbúðir þar og þurfa því að verða sér úti um þær á Suð- urnesjasvæðinu. Vegna hinnar góðu stöðu dollarans gagnvart íslensku krónunni eru Bandaríkja- menn í mjög auknum mæli farnir að versla hér niöur frá, nema ef helst skyldi vera vín og tóbak. Fyrir utan það að sækja alla þjónustu hér á svæðinu þá finnst hinum bandaríska fjöl- skyldumanni mun betra að búa niöur frá, þar sem hann fær meira ró og næöi. Annað sem spilar inn í er það, að hinn bandaríski fjöl- skylduþegn kærir sig ekki um að búa nálægt eiturlyfja neytendum, en slík neysla hefur aukist verulega upp á síðkastið á vellinum. Allar ibúðir sem bjóðast á vellin- um eru í blokkum og fólkið vill ekki aö krakkar sínir umgangist eiturlyfjaneyt- endur. Bandaríkjamenn sem búa hér niður frá borga að sjálf- sögöu ekki skatta sína og skyldur til ríkis eða bæja, og njóta því allrar þjónustu sem hér gefst, fyrir ekki neitt. Eigendur íbúðanna borga fasteignagjöld, en hver veit hvað borgað er fyrir leiguna á íbúðinni. Flún er að sjálfsögðu ekki gefin upp til skatts. Fyrir nokkrum árum síðan var mikill fjöldi Banda ríkjamanna búsettur hér niður frá, en með byggingu fjölda ibúðarblokka á vell- inum var fólkið látið fara þangaö til búsetu og tak- markið var að allir Banda- ríkjamenn ættu heimili sín þar. Það er því Ijóst að ef ekki á að fara í fyrra horf og Bandaríkjamenn streymi hér niöur eftir, þurfa bæjar- yfirvöld að taka til höndum, og það strax. - pket. Aflanum ekið frá Sauðárkróki Eins og fram kom í blaðinu í vor, hafa í sumar nokkrir bátar héðan af Suð- urnesjum stundað rækju- veiðar út af Norðurlandi og djúpt út af Vestfjörðum. Rækjunni landa þeir síðan ýmist í höfnum fyrir vestan eða norðan, þar sem hún er unnin. Ein er þó undantekning frá þessu, en það er varð- andi bátana Jöfur KE 17 og Jarl KE 31, sem báðir eru í eigu þeirra bræðra Birgis og Páls Axelssona. Þessir bátar landa öllum sínum afla á Sauðárkróki og síðan er rækjan flutt með bílum til vinnslu í Keflavík. Er rækjan ísuð í kassa um borð og síðan flutt í kæli- bílum hingað suður. Hafa þegar verið flutt yfir 80 tonn á hálfum mánuði. Rækjunni er landað á Mikill skortur á fólki í frystihús - þrátt fyrir mikinn fjölda á atvinnuleysisskrá Eins og fram kom í síð- asta blaöi er mikill fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá, þó furöulegt sé. Á sama tíma auglýsa ýmsar fisk- vinnslustöövar, s.s. Miðnes hf. og Sjöstjarnan hf. eftir fólki til starfa, og eins er vitaö að íslenskir Aðalverk- takar á Keflavíkurflugvelli vantar fólk í vinnu. Því er það nú orðin brenn- andi spurning, hvað lengi eigi að láta svona þvælu við- gangast? Ef fólkið hefur ekki rænu á að koma sér í vinnu verður að lækka bæt- urnar. Þjóðfélagið getur ekki staðið undir því að fólk fái eins mikið eða jafnvel meira í bætur en ef þaö er í fullri atvinnu. - epj. V/KUR pttUl Vegna sumarleyfa kemur næsta blað ekki út fyrr en FIMMTUDAGINN 11. ÁGÚST N.K. Auglýsingar berist því fyrir kl. 16, þriðjudaginn 9. ágúst. VÍKUR-fréttir Hefur í för með sér búseturöskun fjórða degi en aksturinn hingað tekur um 7 klukku- stundir og eru tveir bílar í ferðum. Fara þeir tvisvar til þrisvar í viku. Skapar þetta rúmlega 32 atvinnutækifæri en þar af eru 6 á hvorum báti. -- epj. 19 tonn í fyrsta róðri Snurvoðaveiðar hófust 15. júlí sl. og lofaði veiðin í fyrstu veiðiferðinni góðu, en eftir daginn landaði Baldur KE.19 tonnum. Auk hans er Reykjaborgin einnig á snurvoð og landa þeir báðir hjá Sjöstjörn- unni hf. í Njarðvík. - epj. Þrátt fyrir mikla verð- bólgu og slæmt efnahags- líf virðist eitt aðalmál nú- verandi stjórnvalda vera aö auka framkvæmdahraða á ýmsum verkum er snúa að Varnarliöinu. Má þar nefna flugstöðina, Helguvíkina, flugskýli o.fl. o.fl. Það er ekki nema gott að auka fjölbreytni atvinnu- lífsins, enveröi þessarfram- kvæmdir allar unnar á fáum árum hafa þær mjög nei- kvæða þróun í för meö sér. Fá veröur vinnuafl utan af landi til svæðisins, sumt af þessu fólki flytur hingaö, en hvað verður síðan um það þegar framkvæmdum er lokiö t.d. á kjörtímabili nú- verandi ríkisstjórnar? Jú, þetta hefur í för með sér aukna búseturöskun en annað ekki. Við Suöur- nesjamenn verðum allir sem einn að fá þessum fram kvæmdum dreift yfir lengri tímabil, annars verður hér á feröinni stutt gullævintýri, sem fýkur út í loftiö áður en við vitum af. - epj.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.