Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.07.1983, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 21.07.1983, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 21. júlí 1983 ÍSLANDSMÓTIÐ, I. DEILD - ÍBV-ÍBK 1:2 Góður sigur í Eyjum „Þetta var mjög kærkom- inn sigur og það á heima- velli þeirra eyjaskeggja," sagöi Þorsteinn Bjarnason, markvöröur (BK, en hann átti mjög góöan leik gegn ÍBV. ,,Meö smá heppni heföum við unnið stærri sigur þvi við áttum mjög góð tækifæri sem hefðu átt að gefa mörk." Nú virðist ykkur ganga betur á útivelli en heima, hvað er það sem veldur? „Þetta virðist ailt vera að smella saman hjá okkur, allir tala orðið saman á vell- inum og menn ná betur til hvers annars, samvinnan er orðin meiri. Annars verðum við að fara að vinna heima- leiki og við erum ákveðnir í að gera það. Það verður ekki gefin tomma eftir," sagði Þorsteinn. Sigurinn í Vestmannaeyj- um var mjög kærkominn fyrir liðið. Eyjamenn hafa verið ósigrandi á heimavelli í sumar og virkað mjög sterkir í leikjum sínum. Keflavíkurliðið hefur aftur á móti sýnt allar sínar bestu hliðar í undanförnum leikj- um, vörnin hefur náð mjög vel saman og tilkoma Ragn- ars Margeirssonar í fram- línuna hefur haft mikið að segja, því hann dregur oft marga varnarmenn að sér og þá hefur losnað um „rauðu hættuna", sem sam- anstendur af Óla Þór og Einari Ásbirni, sem hafa uppskorið nokkur mörk saman. Óli Þór brillerar nú alveg meöglæsilegumsend ingum sínum, nokkuð sem menn þekktu ekki hjá hon- um áður. Nýliðarnir þeir Freyr og Björgvin eru að ná sér á strik og Freyr undir- strikaði það með góðu marki í Eyjum og það erað- eins tímaspursmál hvenær Björgvin skorar sitt fyrsta mark í 1. deild. Ef við snúum okkur að- eins að leiknum í Eyjum þá skoruðu Keflvíkingar fyrsta markið í leiknum á 18. mín. og var Freyr þar að verki eftir góða sendingu frá Ragnari. Á 75. mín. jöfnuðu svo Eyjamenn með marki Kára Þorleifssonar. Ekki nema 6 mín. seinna skora svo Keflvíkingar sitt annað mark. Óli Þór gaf boltann á Einar Ásbjörn, sem skoraði örugglega, 2:1. Það sem eftir liföi voru Keflvíkingar nær að skora en heima- menn að jafna. Freyr Sverrisson skoraði fyrsta mark ÍBK i Eyjum. Keflvíkingar eru nú komnir með 11 stig i 1. deild eftir 10 leiki, einum leik færra en tvö efstu liðin. Þessi leikur sem IBK á inni er gegn Víkingum, sem fram fer núna seinna í þess- um mánuði. Næsti leikur hjá ÍBK er gegn Þrótti n.k. þriðjudag í Keflavík. - pket. Brynjólfur hf.: Lagöi 523 tonn af malbiki Eins og áður hefur komið fram hér íblaðinueraðbún- aöur starfsfólks hjá Brynj- ólfí hf. í Innri-Njarðvíkalveg einstakur og fyrirtækinu til mikils sóma. En það er fleira en góð starfsmannaaðstaða sem þetta fyrirtæki hefur boðið upp á. Það hefurnú í um 12 ár farið fram á það við Njarð víkurbæ að hann malbikaði við frystihúsið, án árang- urs, og þvígreipþaðsjálfttil þess að láta framkvæma malbikun í kringum húsið og meira en það, því Njarð- víkurbrautin var malbikuð í leiðinni upp fyrir kirkju. Keypti Brynjólfur hf. alls 523 tonn af malbiki í verk þetta og fékk verktaka til að leggja það. Þetta aðeins eitt af mörg- um dæmum sem hægterað segja frá varðandi fram- kvæmdir þeirra Brynjólfs- manna, en frekari frásagnir bíða betri tíma. - epj. NÝKOMNIR Bómullar frotté jogging- gallar frá PUMA Litir: blátt/hvítt, rautt/hvítt. Væntanlegir gráir bómullargallar frá PUMA ásamt GLANSGÖLLUM. • A . V Slml 2006 ^ Hringbraul 92 • Kellavík Siml 1540 Simi 1540 Utsala! Útsala! Útsala! Stórafsláttur af okkar glæsilega SUMARFATNAÐI BARNA. Sérstakt tilboðsverð á STRIGASKÓM. Frá og meö mánudegi 25. júli veröur opið kl. 9-19 mánudaga - fimmtudaga. Föstudaga kl. 9-20. Laugardaga kl. 10-16. «*á5V%é y\ SAMKAUP ?-¦'¦ Sími 1540 þvottaefnið er mest selda þvottaefnið í Bandaríkjunum. þvottaefnið fæst nú í flestum matvöruverslunum á Suður- nesjum. þvottaefnið er eina þvottaefnið, sem flutt er inn beint til Suðurnesja, og því enginn flutningskostnaðurfrá Reykja- vík til Suðurnesja.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.