Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.07.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 21.07.1983, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 21. júlí 1983 VÍKUR-fréttir Blóðsöfnun N.k. þriðjudag 26. júlí verður blóðsöfnun í Skátaheimilinu við Hringbraut og stendur hún yfir frá kl. 9-19. Hjálpið okkur að hjálpa öðrum. Björgunarsveitin Stakkur Keflavíkurdeild Rauða kross íslands „Van“-bílalest á sunnudag Verslunarfólk Suðurnesjum Almennur félagsfundur verður haldinn mánudaginn 25. júlí n.k. kl. 20.30 að Hafn- argötu 28. Fundarefni: Uppsögn samninga. önnur mál. Félagar! Fjölmennið og mætið stundvís- lega. Stjórnin Á síöustu misserum hefur orðiö mikil fjölgun á svo- nefndum „Van“-bílum hér syðra sem og annars stað- ar. Erhérumaðræðasendi- feröabíla sem innréttaðir hafa verið sem ferðabílar og eru í eigu hinna ýmsu ein- staklinga. N.k. sunnudag ætla eig- endur þessara bíla að safn- ast saman í Njarðvík og aka í einni röð til Reykjavíkur þar sem fleiri bílar bætast í hópinn, en förinni er heitið til Þingvalla. Til að fá frekari upplýs- ingar um málið höfðum við samband viö einn eiganda þessara bíla, Hafstein Emilsson, og sagði hann að hugmyndin væri sú að Suðurnesjabílarnir kæmu saman við Tomma-ham- borgara á Fitjum um kl. 9.30 á sunnudag og þaðan yrði farið inn að Tomma-borg- urum við Grensásveg í Reykjavík, en þar bættust Reykvíkingarnir í hópinn og 6/7/ Hafsteins Emilssonar er einn hinna svokölluðu „ Van“- bila, sem aka munu i halarófu til Þingvalla. síðan yrði ekið í einni hala- rófu til Þingvalla. Bílar sem falla undir þetta eru taldir vera um 29 í eigu manna uppi áflugvelliog 15 í eigu manna hér niður frá, en í Reykjavíkertaliðaðséu 40-50 bílar. Ef um helming- ur þessara bíla mætir ætti halarófan að geta orðið ansi löng. „Hér hefur svona lagað aldrei skeð áður, en er mjög algengt erlendis tvisvar til þrisvar á ári," sagði Hafsteinn að lokum. epj. Ölvun við akstur í Keflavík og Gullbringusýslu: Á annað þúsund manns á 10 árum sýslu og á sama tíma hafi 'þau verið 2016 á Keflavíkur- flugvelli. - epj. Á 10 ára tímabili, 1973- 1982 voru 1339 ökumenn kærðir fyrir ölvun við akst- ur í Keflavík og Gullbringu- sýslu, þar af 159 i fyrra. Þá voru 1154 teknir á þessum árum á Keflavíkurflugvelli og þar af 80 í fyrra. Kemur þetta fram í skýrslu sem Umferðarráð hefur gert. í sömu skýrslu kemur fram að frá upphafi og til Bjóðum tryggingar eins og fyrir: Almenning: Heimilistryggingar, húseigenda- tryggingar, bifreiðatryggingar, ábyrgðartryggingar og bruna-, vatns- og þjófnaðartryggingar. Fyrirtæki: Ábyrgðartryggingar, launþega- tryggingar, slysatryggingar, foktryggingar, bifreiðatryggingar og miklu meira. Brunabótafélag fslands Umboð, Keflavík-Njarðvík Hafnargötu 58, Keflavik Símar 3510 - 3511 ársloka 1982 hafa verið gefin út 7788 ökuskírteini i Keflavík og Gullbringu- Vörur á hálfvirði Ég er einn þeirra aðila sem var á móti byggingu Hagkaups, ekki vegna þess að samkeppni væri ekki til góðs, heldur hins, að fjár- magnið frá því fyrirtæki fer allt til Reykjavíkur. En svo álpaðist ég inn eftir og þá brá mér í brún, því þar var hægt að fá keypta ýmsa vöru á stór afslætti og allt að hálfvirði, vegna þess að varan var á síðasta sölu- degi. Við nánari athugun komst ég að þvi að þessu til viöbótar er algengt að í verslunum i Reykjavík séu brauð sem orðin eru dags- gömul eða eldri seld á veru- legum afslætti á sama tíma og við kaupum þessi brauð hér í Keflavík, jafnvel hálf- mygluðum, á fullu verði. Eftir þessa reynslu mína af Hagkaupum fórsvoaðég hugsaði um veski mitt og hefði því ákveðið að kaupa vörur þar sem veröiö er hagkvæmast, og vonast því til að kaupmenn hér syðra fari að bjóða niðursett verð á vöru sem ekki er lengur samkeppnisfær. Keflvíklngur Ekkert má nú Þegar starfsfólk var ráðið í Hagkaup á Fitjum, var ráðið í um 40 stöður. Marg- ar þessar stöður voru ábyrgðarstöður og þvi af eðlilegum ástæðum var ráðið í þær fólk sem versl- unarstjórinn treysti í hví- vetna. Meðal þess voru nokkrir úr skylduliði hans. Eitthvað virðist þetta hafa farið í suma, því ekki hafði fyrirtækið starfað i marga daga þegar kvörtun kom yfir þessu, með þeim afleið- ingum að hluta þessa fólks var umsvifalaust sagt upp störfum. Margir hverjir telja, að það hafi verið rétt, þvi ekki megi gera svona stórmark- aði að fjölskyldufyrirtækj- um, en er það rétt? Er ekki eðlilegt að ráða fólk sem maöur treystir frekar, en einhvern og einhvern, sem maður lendir síðan í vand- ræðum með? Mér er spurn. Suðurnesjamaður

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.