Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.07.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 21.07.1983, Blaðsíða 13
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 21. júlí 1983 13 Hringtorgið við Samkaup Eftir að tengibrautirnar milli bílastæðisins viöSam- kaup og Móahverfis og eins við Reykjanesbraut og í þriðja lagi við Hringbraut voru opnaðar, hefur bíla- stæðið orðið að nokkurs konar hringtorgi fyrir Njarð- víkinga. Lýsti þetta sér best um kl. 17 sl. fimmtudag, en þá var ég að koma út úr Samkaup og ók barnavagni eftir bíla- stæöinu, þegar bíll kom frá Reykjanesbraut og ók þvert yfir svæðið og virti engar umferðarreglur og sýndi enga aðgæslu. Síðan ók hann sem leið liggur niður i Móahverfi. Eg veit ekki hvers vegna bíllinn slapp við að aka á mig, það litlu munaði. Þetta varð hins vegar til þess að ég fór að fylgjast með um- ferðinni þarna og komst þá að raun um að það var stanslaus straumur bíla frá Netaverkstæðinu og yfir í Móahverfi og flestir bílstjór- anna óku þarna mjög hratt og ógætilega þvert yfir merkt bílastæði. Eftir þessa reynslu mína er ég alveg ákveðin í að versla ekki meira í Sam- kaupum, af ótta við að verða keyrð niður með barnavagn þarna á þessu nýja hring- torgi Njarðvíkinga. Fyrrverandi viöskiptavinur Samkaupa Vegna þessa aðila sem segist vera hættur aö versla í Samkaupum, höfðum við samband við Kristján Hans- son, verslunarstjóra Sam- kaupa, þar sem ekki náðist i kaupfélagsstjóra. „Við áttum von á að um- ferð myndi aukast þarna um og niður í Móahverfið, en ekki svona þvert yfir planiö," sagði Kristján. „Þetta mun þó lagast, því þegar framtíðartenging verður komin mun núver- andi afleggjari niður á Reykjanesbraut lokast. Með því hverfur alveg þessi þverkeyrsla þarna á plan- inu." Albert K. Sanders bæjar- stjóri í Njarðvík sagði að Hafsteinn Axelsson sf. 16. júní var skráð nýtt sameignarfélag hjá firma- skrá Njarðvíkur undir nafn- inu Hafsteinn Axelsson sf. Tilgangur félagsins er verktakastarfsemi. Stofnendur eru Þorleifur Björnsson, Sigurjón Haf- steinsson og Matthildur Hafsteinsdóttir, öll til heim- ilis í Njarðvík. - epj. þetta væri aðeins nýja- brumið, síðan hyrfi þetta. Eins yrði önnur tenging lögð fyrir Móahverfið. Væri þegar farið að leggja vatn og undirbúa þá götulögn. epj. 25 bílflök á ári Oft hafa borist kvartanir og ábendingar til blaðsins vegna bílflaka er liggja eins og hráviður í kringum bíla- verkstæði Birgis Guðna- sonar við Grófina 7. Þó ástand þessara mála sé með betra móti núna, hefur það oft verið slæmt, og því slógum við á þráðinn til Birgis til að fá upplýsingar um hverju þetta sætti. Birgir sagði aö málum væri þannig háttað, að á hverju ári væri komið með allt að 25 ónýta b/la eða mikið skemmda eftir umferðaróhöpp, aö verk- stæðinu. Væru þar að verki einstaklingar og lögreglan, auk hans sjálfs. Síðan hefði það oftast lent á honum að hreinsa þetta og fjarlægja flökin, eða þá að bærinn sæi um það, því viðkom- andi einstaklingar hirtu litið um þau eftir aö þau væru þangað komin. „Þau flök sem nú eru á svæðinu eru þannig stað- sett, að erfitt hefur verið að komast að þeim," sagöi Birgir, „en þau verða fjar- lægð innan tíðar." - epj. Við opnum nýja Shellstöð í Njaróvík Nýja Shellstöðin að Fitjum í Njarðvík hefur verið opnuð. Allt hefur verið snyrtog snurfusað og gljáfægðarbensíndælurnar bíða þess með óþreyju að fá að fylla hjá þértankinn. Verið velkomin að Fitjum, - frá okkur fer enginn með tóman tankinn. Shellstöðin Njarövík -¦- Skeljungur h.f.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.