Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 11.08.1983, Blaðsíða 1
Fékk tvöföldun á bílastyrk og aukningu í greiddri aukavinnu - þrátt fyrir aö lög banni hækkanir Síöan núverandi ríkis- stjórn setti bráöabirgöaiög er banna kauphækkanir í landinu, hafa ýmsir aöilar vísaö í lögin, þegar rætt er um launahækkanir. Alla vega hefur ekki staöiö á því þegar um laun almennra launþega er aö ræða. Þó virðast ekki allir sitja viö sama borð, ef mál það sem nú veröur greint frá, er skoöaö ofan í kjölinn. Er hér verið að fjalla um kauphækkun til bæjarritar- ans í Keflavík, en á fundi bæjarráös Keflavíkur 23. júní sl. samþykkti ráöiö aö laun hans verði skv. 28. launaflokki, föst yfirvinna verði 50 tímar á mánuði og bílastyrkur veröi 16 þús. km. á ári. Samningurinn gildi frá 1. apríl sl. Ennfrem- ur segir í bókun fundarins, að ,,þar sem bæjarritari er ekki í Starfsmannafélagi Keflavíkurbæjar, var ekki samiö um laun hans þegar kjarasamningar voru geröir í ágúst á sl. ári og er það því gert nú.“ Þegar máliö kom til af- greiðslu í bæjarstjórn 28. júní sl. var samþykkt aö vísa því aftur til bæjarráös, og á fundi þess 7. júlí sl. upplýsti bæjarstjóri, aö skv. upplýs- ingum sem hann hafi aflað sér, léki vafi á heimild til launaflokkahækkana og samþykkti því ráöið að launaflokkur bæjarritara yröi áfram 26. launaflokkur, en önnur atriði fyrri sam- þykktar bæjarráðs yröu óbreytt. Á fundinum óskaöi Ólafur Björnsson bókunar og i henni segir m.a., að hann telji bílastyrkinn og aukna yfirvinnugreiöslu, án þess aö um sé aö ræöa auk- inn akstur og yfirvinnu, sé ólögmætt. Þá vildi hann benda á aö alla jafna fengi bæjarritari greitt fyrir fundi tvo daga í viku til viöbótar yfirvinnu. Ekki er málinu lokiö, því á fundi bæjarstjórnar 19. júlí sl. uröu miklar umræður um máliö og fram komu 3 bókanir og einn fyrirvari um samþykkt. Hannes Einarsson og Framh. á 9. sföu Það er munur að vera stórt nafn Embættisafglöp fulltrúa bæjarfógeta Réttfyrirverslunarmanna helgi var opnaöur nýr leik- tækjasalur aö Hafnargötu 54 í Keflavík, í eigu Tómas- ar A. Tómassonar. Jafn- hliða þess var leiktækjasal Hallgríms Arthurssonar aö Hafnargötu 62 lokað. Á- stæöa fyrir lokunini telja aðstandendur staöarins vera samningsrof eiganda tækjanna Eiös Guðjonsen, viö þá. Ef málið er skoað ofan í kjölinn kemur upp furöuleg staða, en þ.e. aö þegar Hall- grímur ætlaöi aö opna sinn staö þurfti hann að bíöa í 2 mánuði, eöa þar til tilskilin leyfi höföu veriö afgreidd. Nú þegar hinn leiktækjasal- urinn er opnaöur, eru engin leyfi fyrir hendi og þrátt fyrir skýlaus ákvæöi í lögreglu- samþykktinni, fær sá staö- ur að vera opinn án nokk- urra afskipta yfirvalda. [ lögreglusamþykktinni stendur í 26. gr.: „Enginn má setja upp knattborðs- stofu eöa leiktækjasal, nema meö leyfi lögreglu- stjóra." og samkv. upplýs- ingum fengnum á skrif- stofu lögreglustjóra, var í síöustu viku lögö fram um- sókn um leyfið, en til aö veita þaö þarf umsögn frá bæjaryfirvöldum o.fl. aöil- um. Umsókn þessi var ekki lögö fram fyrr en séö var aö harka var aö færast í máliö frá hendi þeirra aöila sem höföu fyrri leiktækjasalinn, en þeir aöilar kvörtuöu yfir málinu til réttra yfirvalda og óskuöu eftir aö leggja fram formlega kæru, yfir því aö staöurinn væri settur í gang án leyfa og fengi aö starfa sem slíkur óáreittur. Við athugun blaðsins hef- ur komið í Ijós, aö fulltrúi á skrifstofu bæjarfógeta gaf Tómasi leyfi til aö hefja Leiktækin borin út úr salnum aO Hafnargötu 62. Teknir á 140 km hraða Um verslunarmannahelg- ina var lögreglan i Keflavík meö radarmælingar víðs vegar í umdæminu, en þó aöallega á Reykjanesbraut, Garö- og Sandgeröisvegi. Virtist svo sannarlega ekki vera vanþörf á þessu, því milli 50 og 60 ökumenn voru kærðir fyrir of hraöan akstur. Virtist hraöinn vera al- mennt hjá þeim sem kærðir voru, vel yfir 100 og allt upp í 140 km á klst., en á þeim hraöa voru t.d. tveir varn- arliðsmenn teknir, en joeir virtust vera í kappakstri og var annar ökumaðurinn ölv- aöur. Þá var leigubíll úr Reykjavík tekinn á sama hraða. - epj. rekstur, þar sem engar regl- ur, - að hann taldi - væru fyrir hendi. Þegar blaðiö benti viökomandi fulltrúa á greinina í lögreglusam- þykktinni, viðurkenndi hann aö hér væru á ferö- inni mistök af þeirra hálfu, en þó taldi hann fráleitt aö stööva reksturinn hjá Tóm- asi þar til formfast leyfi lægi fyrir. Þá hafa eins og fram kemur fyrr í greininni, orö- iö samningsrof milli eig- anda tækjanna og Hall- gríms Arthurssonar meö þeim afleiöingum aö tækj- unum var hent út úr saln- um dag einn og fór eigand- inn með þau umsvifalaust yfir til Tomma, en hann hefur útvegað honum öll sín tæki, þrátt fyrir ákvæöi um aö hinn staðurinn hefði einkaafnot af tækjum frá Framh. A 9. siöu Vinnu- slys í Sand- gerði Fimmtudaginn fyrir versl- unarmannahelgi varö vinnu slys ífrystihúsi Miðness hf. í Sandgerði. Ung kona fór með hendi í karfaflökunar- vél og skarst illa á handlegg. Var hún flutt á Borgarspítal- ann til aögeröar. Var konan aö þrífa vélina, sem var í gangi, er sloppur hennar festist meö þessum afleiöingum. Var notkun vélarinnar bönnuö þar til breyting hafði fariö fram, þannig aö þetta gæti ekki endurtekiö sig. - epj. Vangaveltur um veðurfarið? L

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.