Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 11.08.1983, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 11. ágúst 1983 Ef viljinn er fyrir hendi Nýlega sögðum viö frá þvf hér í blaöinu aö Grágás hf., heföi tekið nýtt hús- næði f notkun fyrir starfsemi sfna. Hús þetta er að Vallargötu 14 og er þaö gott dæmi um það hvað hægt er ef viljinn er fyrir hendi. Áður en núverandi eigendur eignuðust húsið var oft rætt um það hér í bænum hvort ekki ætti aö veita eigendum þess skammarverðlaun fyrir aö húsið væri mosavaxnasta húsið í Keflavík og annað í þeim dúr, enda var engin ofsögn þegar rætt var um slæmt útlit á húsinu. Eftirað núverandi eigendur höföu látið vinna við húsið í rúma fjóra mánuði, var yfirbragð- ið orðiö slfkt að segja mætti aö húsiö hafi breyst úr hreysi í höll. Þetta er gott dæmi um hvað má gera, sé vilji fyrir hendiog þvferþettabirthér til að aðrir þeir sem nú kannski eiga rétt á skamm- arverðlaunum geti séð að þetta er hægt og ættu þeir að taka sér þetta framtak til fyrirmyndar. Vegna mynd- Áöur var þetta hús ekki upplffgandi.... ¦B"~ ' .. en nú er öldin önnur, eftir aóeins rúma 4 mánuði. anna sem fylgja greininni skal á það bent að hér eru ekki brögð f tafli, heldur er hér um sama húsið aö ræða fyrir lagfæringu og eftir. epj. Klippurnar í gangi hjá lögreglunni Nú eiga eigendur allra bifreiöa meðskrásetningar- númerið Ö-4850 og þar undir að hafa fært bifreiöar sínar til aðalskoöunar. Eins og oft vill verða er mikill misbrestur á að þetta sé gert eins og vera ætti. Þvf hefur lögreglan f sam- ráði við bifreiðaeftirlitið, nú að undanförnu verið nokkuð ötul við að klippa númer af þeim bifreiðum sem vanrækt hefur veriö að koma meðtil aðalskoðunar. Er búiö að klippa nú á stutt- um tfma af samtals 143 bif- reiöum hér f umdæminu. Að vfsu er eitthvað af þessum bifreiðum vegna vanbún- aöar, en þær eru f miklum minnihluta. Ættu þvf þeir bifreiöaeig- endur sem enn hafa slopp- ið við klippurnar, en eru f þeim hópi sem eiga að vera búnir aö láta skoöa, að drffa sig f málið, þvf Iftiö gagn er af bflum ef númerin hafa veriö klippt af. - epj. Gatnamótin umdeildu enn óafgreidd í sfðasta blaöi var fjallað um furðulega ákvörðun varðandi tenginu vegar frá Samkaupum inn á Hring- Lögreglan með nýjan radar Lögreglan hér á Suöur- nesjum hefurtekið f notkun nýjan og mjög fullkominn radar til að mæla ökuhraða bifreiða í umdæminu. Með þessu nýja tæki voru t.d. í síðasta mánuði teknir alls 94 ökumenn fyrir of hraðan akstur og var ökuhraði allt upp f 134 km á klst. Fóru mælingarnar fram á Reykjanesbraut, öðrum þjóðvegum f um- dæminu, svo og á helstu götum í þéttbýli. - epj. Hvaö a»r« blómafraflar fyrir þlg? Honeybee pollen, „hin full- komna fæöa". Sölustaður: Hólmar Magnússon, Vest- urgötu 15, Keflavík, sfmi 3445. - Sendum heim. braut á móts við Slökkvi- stööina. í umfjölluninni kom fran aö um málið yrði fjallað á bæjarstjórnarfundi f Keflavík. Nú hefur fundur þessi farið fram og þar var sam- þykkt aö vfsa málinu til bæj- arráðs, sem hefur ekki tekið málið enn til afgreiöslu. Þá hefur komiö fram nýtt atriði f málinu, þannig aö það verður tekið fyrir aftur í um- ferðamefnd Keflavfkur. __________________epj. Humarvertíöin: Binni í Gröf og Hafnarberg hæstir Nú er humarvertíö lokiö 'og þrátt fyrir nokkuö góða veiöi var tfð ansi erfið og þvf minna um veiði en ella hefði orðið. Heildarafli þeirra báta sem lönduðu f Keflavfk nam 31.5 tonnum, en f Sandgerði um 50 tonnum. Hæstu bátarnir á þessum stöðum voru Hafnarberg RE 404 sem gert var út frá Sandgeröi með 12 tonn, og af Keflavíkurbátunum var þaö Binni (Gröf KE127 með rúm 8 tonn. - epj. Góð rækjuveiði Að sögn Jóns Júlfusson- ar á hafnarvigtinni f Sand- gerði, hefur að undanförnu veriö góð rækjuveiði hjá þeim bátum er veiöar þess- ar stunda frá Sandgerði. Gæftir hafa hins vegarverið mjög slæmar og þvf tafiö mjög veiöarnar. - epj. Suöumesjakonur ath. Líkamsþjálfun Leikfimi Nú er bara aö drífa sig í 4ra vikna leikfimi- námskeiö, sem hefst 16. ágúst í íþróttahúsi Njarövíkur. 50-60 mínútna leikfimi með músík fyrir dömur á öllum aldri. Dag- og kvöldtímar tvisvar í viku, á þriöjudögum og fimmtu- dögum. Styrkjandi og liökandi æfingar fyrir dömur á öllum aldri. - oOo - 60 mínútna leikfimi fyrir ungar dömur, 16 ára og eldri (þjálfunarkerfi fyrir jassballett), á mánudögum og miövikudögum. Upplýsingar og innritun í síma 6062. BIRNA MAGNÚSDÓTTIR PASSAMYNDIR tilbúnar strax. ntjmynD Hafnargötu 26 - Keflavik - Simi 1016 Gengið inn frá bilastæði. Útsala! - Útsala! 30 - 50% afsláttur. Hringbraut 96 - Keflavík - Sími 1112

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.