Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 11.08.1983, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 11. ágúst 1983 VÍKUR-fréttir „Eg er alls ekki hættur í pólitík" Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmaður ráðherra í viðtali Um siöustu mánaóamót tók Jóhann Einvarósson viö stööu aöstoöarmanns félagsmálaráöherra. Jóhann er Suö- urnesjamönnum flestum vel kunnur, enda varhann bæjar- stjóri i Keflavik i 10 ár, frá 1970 til 1980, en þá var hann kosinn á þing og sat þar eitt kjörtimabil. Jóhann sóttist eftir kjöri á ný i siöustu alþingiskosningum, en náöi þvi ekki. Þó er ekki hægt aö segja annaö en aö hann sé enn á fullu i pólitik, þvi þessi staöa hans snýst aö miklu leyti ikringum pólitik. Þaö þótti þvi kjöriö tækifæri aö fá Jóhann Einvarös- son i viötal, sem hann veitti okkur fúslega, og lá þvibeinast viö aö spyrja Jóhann hvernig nýja starfiö legöist i hann? „ þá kom kannski einhver metnaöur upp i manni. . . " ,,Ég get nú ekki sagt þér mikið um starfiðennþá, þar sem ég var ráðinn frá 1. ágúst sl. og ekki eru margir dagar síðan. Þó er ekki annað hægt að segja en að þetta leggist vel í mig. Ég fer í það að vinna að málum sem ég er að nokkru kunnugur og þá aöallega í gegnum störf mín sem bæjarstjóri og afskipti mín af sveitarstjórnarmálum. Undir félagsmálaráðuneyt- ið falla margir málaflokkar sem eru mjög áhugaveröir, eins og málefni fatlaðra, húsnæðismál og sveitar- stjórnamál, svo eitthvað sé nefnt. Reynsla mín úr fyrri störfum gæti því kannski komið að einhverjum notum fyrir mig.“ í hverju er þetta starf fólgið? ,,Það má segja að þetta sé svona hægri hönd ráðherra og starfssvið aðstoðar- manns er þaö sem ráðherra ákveöur, s.s. ýmistrúnaðar- störf og mál sem hann legg- ur sérstaka áherslu á aö koma fram. Eitt af megin- málum sem ráðherra hefur ætlað mér að einbeita mér að er endurskoöun á hús- næöismálalöggjöfinni, og það er mál sem ég á að taka fyrir sérstaklega til aö byrja meö. í ráðuneytið koma ýmsir með mál sem þarf að leysa úr, t.d. ef fólk þarf aö leita til ráöherra og ná ekki sam- bandi viö hann einhverra hluta vegna, þá er rætt viö viðkomandi og því komið til hans og svo viðbrögðum ráðherrans aftur til viðeig- andi aðila. Á ýmsan slíkan hátt léttir maður á ráðherr- anum. Ég hygg að það sé ekki síður þörf á þessu fyrir hann þegar þingiö er byrj- að, þar sem þingsetuskylda tekur hálfan dag eða gott betur, og þá er það í hönd- um aöstoðarmanns hans aö safna upplýsingum, taka viðtöl og annaö slíkt." Var það metnaður eða eltthvað annað sem réðl þvf að þú fórst á þlng 1979? „Ég hef ekki gengið meö þingmanninn i maganum, eins og sagt er, og senni- lega hefur þaöekki hvarflað að mér frekar en öðrum að ég ætti eftir að fara þessa leiö. Hins vegar skipuðust veður þannig i lofti, að áriö 1978 missti Framsóknar- flokkurinn þingmanninn í kjördæminu hérna. Jón Skaftason féll þá og það var farið aö leita aö öörum manni í hans stað. Þaö var leitað til mín að taka þátt í forvali hér og ég sló til eftir nokkra umhugsun. Vissu- lega haföi maöur fylgst vel með íslenskri pólitík ígegn- um árin. Nú, þegar þaö er leitað til manns um aö taka sæti á þingi og berjast fyrir því, þá er verið að sýna manni mikiö traust og þá kom kannski einhver metn- aöur upp í manni sem varð til þess aö ég ákvað að reyna, þó ekki væri meira, þó svo að þingsetan hafi síöan ekki veriö lengri en raun bar vitni, að minnsta kosti að sinni.“ Hvernlg var að starfa sem bæjarstjórl I 14 ár á tvelm ólfkum stöðum? ,,AÖ starfa sem bæjar- stjóri gefur manni óskap- lega breiða og mikla reynslu á ýmsum vettvangi, hvort sem bæjarfélagiö er stórt eöa lítið. Til bæjar- stjórans koma hin ýmsu málefni, allt frá vandamál- um manna sem þurfa aö leita félagslegrar aöstoöar, og það koma menn sem þurfa að standa í miklum framkvæmdum. Bæjarfé- lagið stendur sjálft í mikl- um framkvæmdum og í gegnum bæjarstjórastarfið kynnist maður því mörgu fólki sem maður á sam- skipti við. Aö sjálfsögðu koma erfiöir tímar og ýmis vandamál við að glíma, en þegar litið er aftur þá finnst mér þetta hafa verið mjög skemmtilegur tími og ótrú- lega fljótur að líða." Helguvfkur- og f)ug- stöðvarmállð eru mál sem þú hefur verið viðriðinn að einhverju leyti frá byrjun. Hvað viltu segja um kom- andi framkvæmdlr á þess- um stöðum? „Þaö er alveg Ijóst, að báðar þessar framkvæmdir „ . . . ekki veröur um neina „sprengju" i atvinnulifinu ... munu hleypa miklu „pústi" í atvinnulífið hér á svæðinu. Þaö verður þó aö gæta þess að samráð verður að vera milli sveitarfélaganna og yfirvalda um þessar fram- kvæmdir og skipulagningu við þær. Framkvæmdirnar í Helguvík munu taka um 6-7 ár og þvf alveg Ijóst að ekki verður um neina „sprengju" í atvinnulífinu að ræöa, því allmikið af þeirri vinnu er véla- og tækjavinna. Helgu- víkurmálið fór fyrst í gang á sínum tíma vegna kröfu frá bæjarstjórnum Keflavikur og Njarðvíkur vegna meng- unarhættu og skipulags- vanda, sem leiðslurnar og uppskipunin valda, og þaö sem hefur kannski hraðað Helguvíkurmálinu mest er óhappiö sem varð í Kefla- víkurhöfn er olíubryggjan eyðilagðist, sem þýðir að fiskihöfnin er lokuð þegar olíuskip landa hér. Flugstööin gæti tekið um 3-4 ár og sú framkvæmd er til viðbótar við Helguvíkur- framkvæmdirnar. Það má þó ekki gleyma nauðsyn beggja þessara fram- kvæmda. Flugstöðin fyrir flugið og bætta starfsað- stöðu fyrir starfsfólkið og hins vegar aðskilnaðinn á varnarliðinu og hinu al- menna flugi. Meö fram- kvæmdum í Helguvík hverfur olíulögnin sem liggur í gegnum bæina, tankarnir hér uppfrá hverfa, og síðast en ekki síst verð- ur möguleiki til þess að gera góða höfn í Helguvík." RAFBUÐ: Heimilistæki J RAFVERKSTÆÐI: Allt til raflagna _ Nýlagnir Ljós og Ijóskastarar ® ™ ™ ™ Viðgerðir Rafhlutir i bila Hafnargötu 44 - Keflavfk Teikningar SKIL-handverkfæri Simi 3337 Bílarafmagn Versliö við fagmanninn. Þar er þjónustan. muw/t ® 2211 <z? Leigubilar - Sendibilar Nú a SuðuriiesjiimS Hafiö samband viö söluskrifstofu Arnarflugs, Keflavíkurflugvelli eða umboðsmenn ferðaskrifstofanna í Keflavík. % Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Keflavikurflugvelli Herb. 21 Opið 9-12 virka daga Simi 92-2700 Vangreidd fasteignagjöld Hér með er skorað á eigendur fasteigna í Miðneshreppi sem enn skulda fasteigna- gjöld, að greiða gjöldin fyrir 1. september n.k. á skrifstofu hreppsins. Ógreiddar skuldir þá verða innheimtar með uppboðsaðgerðum samkvæmt heimild í lögum um sölu lögveða án undangengins lögtaks, nr. 49 frá 1951. Sveitarstjóri Miöneshrepps

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.