Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 11.08.1983, Blaðsíða 9
VIKUR fréttir Fimmtudagur 11. ágúst 1983 Er áhugi fyrir þvi aö reyna aö drelfa framkvœmdum yf ir lengri tima, heldur en aö taka þetta í einnl skorpu? „Ég held aö þaö hljóti aö vera talsverður. áhugi bæjarstjórnarmanna aö dreifa framkvæmdum yfir lengri tfma heldur en aö Ijúka þessu á stuttum tíma og valda þannig óþarfa röskun á atvinnulífinu." ... „fristundir hafa veriö öllu iærri sl. ár.. . " Hvernig hagar þú þinum fristundum, Jóhann? „Síðustu árin sem ég hef unnið í Reykjavík og búið hér, þá hefur farið ansi drjúgur tími í akstur hérna á milli og því komið heim á kvöldin á misjöfnum tímum. Mín áhugamál hafa verið á sviði íþrótta og ég hef svona reynt að stunda það eins og ég hef getað. Ég fer í golf, renni fyrir lax, að vísu alltof sjaldan, og svo fylgist ég all mikið með íþróttum hér og annars staöar. Frístundirn- ar hafa verið öllu færri síð- astliðin ár eftir að ég fór á þing, og ég sé ekki f ram á að það breytist í þessu starfi sem ég hef nú tekið við." Að lokum Jóhann, hefur þú hug á að reyna vlð þing- sæti á ný? „Ég held að þetta sé erfið spuming til að svara núna, því ekki er vitað hvenær kosið verður næst, og það getur margt breyst þangað til, bæði hjá mér í mfnu einkalífi og þeim sem velja frambjóðendurna. En það eina sem ég segi í dag er þetta: Ég er alls ekki hættur í pólitík og ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu. En ég hef nú alltaf verið það mikill keppnismaöur, að ég kann ekki við að skilja við fallsæti og vil því reyna að vinha það aftur þó síðar verði. Hvort ég fer í fram- boð aftur sjálfur eða reyni að tryggja einhverjum öðr- um sætiö, skal ósagt látið eins og nú er, því það eru nokkur ár þangað til það verður. Því vona ég að nú- verandi ríkisstjórn fái þann starfsfrið sem hún þarf að fá, til að geta náð einhverj- um árangri," sagði Jóhann að lokum. - pket. .. „ég er alls ekki hættur ípólitfk . .. " FÉKK TVÖFÖLDUN . . . Framh. af 1. síðu Guðfinnur Sigurvinsson óska bókað: „Við greiðum atkvæði gegn málinu, þar sem um er að ræöa rösk- lega kr. 6.000 hækkun á mánaðarlaunum bæjarrit- ara í formi aukinnar fastrar yfirvinnu og aukins bíla- styrks, sbr. bókun Ólafs Björnssonar á þeim fundi. Við bendum áaðskv. bráöa- birgðalögum um launamál nr. 54 frá 27. maí 1983, eru allar hækkanir bannaðar umfram 8% vísitölu 1. júní 1983 og 4% 1. okt. 1983. Einnig bendum við á aö laun þau sem núverandi bæjarritari var ráðinn á, eru hlutfallslega hin sömu og fyrrverandi bæjarritarar höfðu mörg undanfarin ár. Teljum viö óeölilegt að nýr starfsmaður, sem aöeins hefur starfað í tæpt eitt ár hjá Keflavíkurbæ, fái slíka hækkun meöan allir aðrir starfsmenn Keflavíkurbæj- ar verða að sætta sig við 8% og 4% vísitöluhækkanir og annað ekki." Kristinn Guðmundsson og Guöjón Stefánsson óska bókað: „Vegna bókunar full trúa Alpýðuflokksins varð- andi launamál bæjarritara, viljum við taka fram að hér er einungis um að ræða samning ísamræmi við það sem síðustu kjarasámning- arfólu ísérfyrirýmsastarfs- menn bæjarins sem eru í S.T.K.B. og samið var við sl. haust. Ennfremur er um að ræða endurmat á yfir- vinnu." Jóhann Geirdal óskar bókað: „Ég er andvígur stórfelldri launahækkun bæjarritara í formi tvöföld- unar bifreiðastyrks og aukn ingu á greiddri fastri -yfir- vinnu, þar sem ekki hafa verið færð rök fyrir þessari aukningu. Á meðan verð- bætur á laun hjá öllu launa- fólki eru stórskertar eru svona aðgerðir til launa- hækkana hjá hærra launuðum einstaklingum embættismannakerfisins ó- þolandi." Eftir þetta var málið sam- þykkt með 9:0, en Hannes Einarsson, Guöfinnur Sig- urvinsson og Jóhann Geir- dal visuðu til bókana sinna og Hjörtur Zakaríasson gerði fýrirvara um bílastyrk bæjarritara. - epj. ÞAÐ ER MUNUR . . . Framh. af 1. síöu honum. En ýmsar fullyrð- ingar eru á báða bóga varö- andi samningsrof milli Eiös og Hallgríms, og verða þau ef til vill tíunduð síðar. Það sem er furðulegast í málinu er, að aörar reglur viröast gilda hjá yfirvöldum varöandi úthlutun leyfa til heimamanna en til aðkomu- manna, eins og Tomma. Eins virðist vera gerður greinarmunur á milli manna þó furðulegt sé. En það al- varlegastaeraðheimamað- urinn verður að leggja nið- ur sína starfsemi fyrir þeim aðila sem búsettur er utan svæðis, sem virðist njóta meira trausts yfirvalda en heimamaðurinn. Siðustu fréttir: Þegar blað ið var að fara í prentun sl. þriöjudag, bárust þær fregnir að notkun leiktækj- anna hjá Tomma hefðu ver- iö bönnuð þar til leyfi hefðu formlega veriö afgreidd. Hafði staðurinn þá verið op- inn óáreittur í hálfa aðra viku án levfa. en með munn- legu leyfi frá fulltrúa bæjar- fógeta. - epj. Eiður Guöjonsen, eigandi tækjanna, a<5 störfum vió aö bera þau inn til Tomma. Exelsior harmonika ásamt 170 cm veggsam- stæöu, stóru skrifborði og 4 sumardekkjum 750x16, til sölu. Uppl. í síma 3262. íbúð óskast Óska eftir að taka á leigu einbýlishús eða 3-4ra herb. íbúð. Uppl. ísíma3085eftir kl. 19.__________________ 3ja herb. íbúð óskast til leigu frá og með 1. okt. n.k. Uppl. í síma 2112. Húsnæði óskast 2-4ra herb. íbúð óskast til leigu í Keflavík eða Njarðvík sem fyrst. Góð fyrirfram- greiösla í boði. Uppl. ísíma 3242 í Keflavík og 93-7132. Óska eftir húsnæði Fjölskylda meö eitt barn óskar eftir að leigja íbúð. Al- gjörri reglusemi heitiö. Uppl. í síma 3608. Húsnæði óBkast Óskum eftir 3ja herb. ibúð til leigu frá 1. sept. Reglu- semi og góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 3863. Sólbekkur til sölu tegund 125 GP RHEEN frá Heklu, ásamt standgrind. Einnig til sölu Ijóst hjóna- rúm. Uppl. í síma 3909. Túnþökur Til sölu eru úrvals túnþökur vélskornar í Rangárvalla- sýslu. Verð 24 kr. pr. ferm., eknu til Suðurnesja. Fljót og góðafgreiðsla Greiðslu- skilmálar. Uppl. ísímum99- 8411 og 3879 í Keflavík. íbúð óskast Óska eftir 4ra herb. íbúð í Keflavik strax. Góð fyrir- framgreiðsla. Uppl. í síma 3362 eða 3543. íbúð óskast til leigu. Uppl. gefur Gerður í síma 2610 á daginn og á kvöldin I síma 6127. íbúö óskast 2-3ja herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst í Keflavík eða Njarðvík. Uppl. í síma 7712. Sófasett til sölu, 3ja sæta + 2ja sæta + sófaborð. Vel með fariö. Uppl. ísíma1205eftirkl.17. Þróun torfbæjar frá elda- skála til burstabæjar er nafn á farandsýningu Þjóðminjasafns- ins, sem veröur í Byggðasafninu á Vatnsnesi. Nánar í grein í blaðinu. Byggðasafnið á Vatnsnesi Staða yfir- lögregluþjóns hér við embættið er laus til umsóknar. Um- sóknir skulu sendast til skrifstofu minnar og hafa borist mér fyrir 25. ágúst n.k. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli 22. júlí 1983. Tilboð óskast í brottflutning húsa Bæjarsjóður Keflavíkur óskar eftir tilboð- um í niðurrif og/eða brottflutning húsanna Suðurgata 26 og Tjarnargötu 16. Nánari upplýsingar veitir byggingafulltrúi. Tilboð sendist undirrituðum fyrir 1. sept. n.k. Bæjarstjórinn í Keflavík Hafnargötu 12 Dagmæður í haust verður haldið námskeið á vegum Félagsmálaráðs Keflavíkurbæjar, fyrirstarf andi dagmæður og aðra pá er vinna við dagvistun barna. Þeir sem ætla að taka börn ídaggæslu eru hvattir til að sækja námskeiðið. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu félags- málafulltrúa, Hafnargötu 32, sími 1555.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.